Áliðnaður er vanmetinn grunnatvinnuvegur Þorsteinn Víglundsson skrifar 3. júní 2011 09:00 Í Fréttablaðinu munu á næstu dögum birtast fimm greinar um áliðnað og vægi hans á Íslandi. Í þessari grein er fjallað um aukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúsins á liðnum árum. Stóraukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúskapsins hér á landi á undanförnum árum hefur ekki farið hátt. Á sama tíma og íslenska hagkerfið hefur gengið í gegnum mikla niðursveiflu hefur áliðnaði vaxið ásmegin og þannig spornað gegn enn frekari efnahagssamdrætti en orðið hefur. Á undanförnum fimm árum hefur vægi áliðnaðar í heildarútflutningstekjum þjóðarinnar liðlega tvöfaldast og var útflutningsverðmæti áls á síðastliðnu ári 25,6% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Það ár var flutt út ál fyrir 222 milljarða króna, en það samsvarar nokkurn veginn heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða á sama tíma. Þessi tekjuaukning stafar ekki einvörðungu af auknum útflutningi. Bæði er að álverð hefur farið hækkandi á liðnum árum og auk þess hafa álverin hér á landi lagt vaxandi áherslu á verðmeiri afurðir. Heildarútgjöld áliðnaðar innanlands hafa á sama tíma stóraukist. Á síðastliðnu ári námu þau 80 milljörðum króna og höfðu þá fimmfaldast á 5 árum. Auk rafmagns, launa og opinberra gjalda keypti íslenskur áliðnaður vörur og þjónustu fyrir 24 milljarða króna af yfir 500 íslenskum fyrirtækjum. Um 1.800 starfsmenn vinna hjá íslenskum álverum. Ef horft er til hefðbundinna margfeldisáhrifa má ætla að þessi atvinnugrein skapi að minnsta kosti fimm þúsund störf hér á landi. Áliðnaður hefur einnig haft mikið vægi í fjárfestingum hér á landi á liðnum árum. Þannig er uppsöfnuð hlutdeild ál- og orkuiðnaðar í heildarfjárfestingum í atvinnulífinu á árabilinu 1999-2009 36%. Ekki er einvörðungu fjárfest í nýjum verkefnum heldur er einnig stöðugt verið að fjárfesta í starfandi álverum. Þannig má áætla að íslenskur áliðnaður fjárfesti nú fyrir um 10 milljarða króna að jafnaði á ári hverju, fyrir utan stækkunarframkvæmdir. Beint framlag áliðnaðar og orkuiðnaðar til landsframleiðslu árið 2009 nam liðlega 7% af landsframleiðslu þess árs. Þetta er lítillega lægra hlutfall en beint framlag sjávarútvegs sem var liðlega 9% sama ár. Þetta segir þó ekki alla söguna. Rannsóknir sýna að grunnatvinnuvegir, líkt og t.d. sjávarútvegur, leggja mun meira til landsframleiðslu en hefðbundnar mælingar Hagstofu sýna. Þannig hafa hagfræðingarnir Ragnar Árnason og Sveinn Agnarsson sýnt fram á að framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu sé líkast til um það bil tvöfalt meira en mælingar (9,2%) sýni. Sambærileg athugun er nú hafin á vægi áliðnaðar í þjóðarbúskapnum enda margt líkt með þessum tveimur grunnatvinnuvegum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu munu á næstu dögum birtast fimm greinar um áliðnað og vægi hans á Íslandi. Í þessari grein er fjallað um aukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúsins á liðnum árum. Stóraukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúskapsins hér á landi á undanförnum árum hefur ekki farið hátt. Á sama tíma og íslenska hagkerfið hefur gengið í gegnum mikla niðursveiflu hefur áliðnaði vaxið ásmegin og þannig spornað gegn enn frekari efnahagssamdrætti en orðið hefur. Á undanförnum fimm árum hefur vægi áliðnaðar í heildarútflutningstekjum þjóðarinnar liðlega tvöfaldast og var útflutningsverðmæti áls á síðastliðnu ári 25,6% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Það ár var flutt út ál fyrir 222 milljarða króna, en það samsvarar nokkurn veginn heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða á sama tíma. Þessi tekjuaukning stafar ekki einvörðungu af auknum útflutningi. Bæði er að álverð hefur farið hækkandi á liðnum árum og auk þess hafa álverin hér á landi lagt vaxandi áherslu á verðmeiri afurðir. Heildarútgjöld áliðnaðar innanlands hafa á sama tíma stóraukist. Á síðastliðnu ári námu þau 80 milljörðum króna og höfðu þá fimmfaldast á 5 árum. Auk rafmagns, launa og opinberra gjalda keypti íslenskur áliðnaður vörur og þjónustu fyrir 24 milljarða króna af yfir 500 íslenskum fyrirtækjum. Um 1.800 starfsmenn vinna hjá íslenskum álverum. Ef horft er til hefðbundinna margfeldisáhrifa má ætla að þessi atvinnugrein skapi að minnsta kosti fimm þúsund störf hér á landi. Áliðnaður hefur einnig haft mikið vægi í fjárfestingum hér á landi á liðnum árum. Þannig er uppsöfnuð hlutdeild ál- og orkuiðnaðar í heildarfjárfestingum í atvinnulífinu á árabilinu 1999-2009 36%. Ekki er einvörðungu fjárfest í nýjum verkefnum heldur er einnig stöðugt verið að fjárfesta í starfandi álverum. Þannig má áætla að íslenskur áliðnaður fjárfesti nú fyrir um 10 milljarða króna að jafnaði á ári hverju, fyrir utan stækkunarframkvæmdir. Beint framlag áliðnaðar og orkuiðnaðar til landsframleiðslu árið 2009 nam liðlega 7% af landsframleiðslu þess árs. Þetta er lítillega lægra hlutfall en beint framlag sjávarútvegs sem var liðlega 9% sama ár. Þetta segir þó ekki alla söguna. Rannsóknir sýna að grunnatvinnuvegir, líkt og t.d. sjávarútvegur, leggja mun meira til landsframleiðslu en hefðbundnar mælingar Hagstofu sýna. Þannig hafa hagfræðingarnir Ragnar Árnason og Sveinn Agnarsson sýnt fram á að framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu sé líkast til um það bil tvöfalt meira en mælingar (9,2%) sýni. Sambærileg athugun er nú hafin á vægi áliðnaðar í þjóðarbúskapnum enda margt líkt með þessum tveimur grunnatvinnuvegum.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun