Sátt um Rammaáætlun Katrín Júlíusdóttir skrifar 16. júní 2011 09:00 Eitt af stóru verkefnunum í orkumálum Íslands er að ná sátt og samstöðu meðal þjóðarinnar um hvar skuli virkja og hvar skuli vernda. Frá árinu 2007 hefur verið starfandi verkefnisstjórn um gerð Rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í Rammaáætlun eru allir hugsanlegir virkjunarkostir metnir og flokkaðir niður eftir langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta. Flokkarnir eru þrír; Verndarflokkur en í hann falla virkjunarhugmyndir sem ekki er talið rétt að ráðast í og landsvæði sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Nýtingarflokkur en í hann eru settir virkjanakostir sem talið er að ráðast megi í að uppfylltum öllum skilyrðum. Biðflokkur er þriðji flokkurinn en í hann falla virkjunar- og verndarkostir sem talið er að þurfi frekari skoðunar við. Áætlað er að á grunni tillagna verkefnisstjórnar Rammaáætlunar verði lögð fram tillaga til þingsályktunar á Alþingi í haust, um verndar- og orkunýtingaráætlun, sem mun skapa Rammaáætlun ákveðna stöðu að lögum. Segjum skilið við götótt lagaumhverfiGuðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar skrifar í gær grein sem birtist á vísir.is þar sem hann spyr hvort ætlun mín og ráðuneytis míns sé að slíta þann frið sem ríkt hefur um Rammaáætlun. Svarið við þeirri spurningu er nei. Þann 2 maí sl. í viðtali við Ríkissjónvarpið kom fram að ég sem iðnaðarráðherra hefði talið það óheppilegt að rannsóknarleyfi fyrir rannsóknum í Grændal hefði verið veitt til Sunnlenskrar orku áður en ljóst væri hvort svæðið yrði sett í verndunarflokk í Rammaáætlun. Eins og Guðmundur á að vita þá er ekki haft samráð við iðnaðarráðuneytið um leyfisveitingu sem þessa þar sem ákvörðunin er kæranleg til ráðherra. Eins benti ég á hinn 4. júní sl. á vísir.is að lagaumhverfið væri götótt hvað varðar rannsóknarleyfi og nauðsynlegt væri að koma þessum rannsóknarleyfum inn í lagaumhverfi rammaáætlunar. Einnig kom fram að ég óskaði eftir frekari rökstuðningi frá Orkustofnun fyrir veitingu rannsóknarleyfisins. Orkustofnun taldi að stofnuninni væri skylt að veita leyfi til rannsókna út frá núgildandi lögum þar sem skilyrðum fyrir leyfi til rannsókna væri fullnægt, sem staðfestir enn mikilvægi þess að við komum okkur sem fyrst inn í skýrt lagaumhverfi Rammaáætlunar. Vafinn náttúrunnar meginRétt er að benda á að RARIK, fyrir hönd Sunnlenskrar orku hefur lýst því yfir að rannsóknarleyfi þeirra verði ekki nýtt fyrr en Rammaáætlun liggur fyrir og ber að þakka framlag þeirra við að ná sátt í málaflokknum. Við Guðmundur Hörður deilum vilja og áhuga á að Rammaáætlun verði leiðarljósið inn í framtíðina og skapi heildarsýn og sátt í viðkvæmum málaflokki. Með Rammaáætlun verður vafinn náttúrunnar megin á öllum stigum málsins. Um það hljótum við öll að geta verið sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Eitt af stóru verkefnunum í orkumálum Íslands er að ná sátt og samstöðu meðal þjóðarinnar um hvar skuli virkja og hvar skuli vernda. Frá árinu 2007 hefur verið starfandi verkefnisstjórn um gerð Rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í Rammaáætlun eru allir hugsanlegir virkjunarkostir metnir og flokkaðir niður eftir langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta. Flokkarnir eru þrír; Verndarflokkur en í hann falla virkjunarhugmyndir sem ekki er talið rétt að ráðast í og landsvæði sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Nýtingarflokkur en í hann eru settir virkjanakostir sem talið er að ráðast megi í að uppfylltum öllum skilyrðum. Biðflokkur er þriðji flokkurinn en í hann falla virkjunar- og verndarkostir sem talið er að þurfi frekari skoðunar við. Áætlað er að á grunni tillagna verkefnisstjórnar Rammaáætlunar verði lögð fram tillaga til þingsályktunar á Alþingi í haust, um verndar- og orkunýtingaráætlun, sem mun skapa Rammaáætlun ákveðna stöðu að lögum. Segjum skilið við götótt lagaumhverfiGuðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar skrifar í gær grein sem birtist á vísir.is þar sem hann spyr hvort ætlun mín og ráðuneytis míns sé að slíta þann frið sem ríkt hefur um Rammaáætlun. Svarið við þeirri spurningu er nei. Þann 2 maí sl. í viðtali við Ríkissjónvarpið kom fram að ég sem iðnaðarráðherra hefði talið það óheppilegt að rannsóknarleyfi fyrir rannsóknum í Grændal hefði verið veitt til Sunnlenskrar orku áður en ljóst væri hvort svæðið yrði sett í verndunarflokk í Rammaáætlun. Eins og Guðmundur á að vita þá er ekki haft samráð við iðnaðarráðuneytið um leyfisveitingu sem þessa þar sem ákvörðunin er kæranleg til ráðherra. Eins benti ég á hinn 4. júní sl. á vísir.is að lagaumhverfið væri götótt hvað varðar rannsóknarleyfi og nauðsynlegt væri að koma þessum rannsóknarleyfum inn í lagaumhverfi rammaáætlunar. Einnig kom fram að ég óskaði eftir frekari rökstuðningi frá Orkustofnun fyrir veitingu rannsóknarleyfisins. Orkustofnun taldi að stofnuninni væri skylt að veita leyfi til rannsókna út frá núgildandi lögum þar sem skilyrðum fyrir leyfi til rannsókna væri fullnægt, sem staðfestir enn mikilvægi þess að við komum okkur sem fyrst inn í skýrt lagaumhverfi Rammaáætlunar. Vafinn náttúrunnar meginRétt er að benda á að RARIK, fyrir hönd Sunnlenskrar orku hefur lýst því yfir að rannsóknarleyfi þeirra verði ekki nýtt fyrr en Rammaáætlun liggur fyrir og ber að þakka framlag þeirra við að ná sátt í málaflokknum. Við Guðmundur Hörður deilum vilja og áhuga á að Rammaáætlun verði leiðarljósið inn í framtíðina og skapi heildarsýn og sátt í viðkvæmum málaflokki. Með Rammaáætlun verður vafinn náttúrunnar megin á öllum stigum málsins. Um það hljótum við öll að geta verið sammála.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun