Velferð dýra í fyrirrúmi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. júlí 2011 06:00 Drög að nýju frumvarpi til laga um velferð dýra, sem Fréttablaðið hefur sagt frá, taka á mörgum gloppum í núverandi löggjöf og margs konar vanrækslu og illri meðferð á dýrum sem því miður viðgengst í samfélagi okkar, sem á þó að heita siðað. Alltof algengt er að lesa fréttir af skelfilegri meðferð á skepnum í sveit, af hendi fólks sem hefur þó atvinnu af ræktun þeirra. Sveitarfélög og eftirlitsstofnanir virðast oft hafa furðu bitlaus úrræði til að taka á vanrækslunni og sóðaskapnum. Það virðist sömuleiðis fara í vöxt að fólk í þéttbýli umgangist gæludýr sem einhvers konar leikföng sem hægt er að henda þegar maður er orðinn leiður á þeim. Alltof algengt er að fólk losi sig við til dæmis ketti og kanínur með því að sleppa þeim á víðavangi, þar sem er allsendis óvíst að dýrin geti bjargað sér. Í greinargerð með frumvarpinu er nefnt eitt dæmi sem margir átta sig sennilega ekki á að sé ill meðferð á dýrum; að gefa þau í tækifærisgjöf (svín og kalkúnar eru nefnd sérstaklega) fólki sem hefur hvorki aðstæður til né áhuga á að halda þau. Þetta þykir víst stundum fyndið, en er í raun mannvonzka. Á öllu þessu og mörgu fleiru er tekið í frumvarpsdrögunum. Meðal stórra breytinga er að fella tvenn lög, sem til þessa hafa gilt um málaflokkinn, saman í ein og einfalda stjórnsýsluna í kringum hann. Þannig mun Matvælastofnun nú bera meginábyrgð á eftirliti með búfjárhaldi og aðgerðum gegn skepnueigendum sem ekki fara eftir lögum og reglum. Fá á stofnuninni skilvirkari þvingunarúrræði til að knýja fram úrbætur á aðbúnaði dýra. Þar á meðal er að svipta bændur sem fara illa með skepnur opinberum styrk. Allur búrekstur með skepnum, svo og annað skepnuhald í atvinnuskyni, til dæmis starfsemi tamningamanna, verður starfsleyfisskyldur, verði frumvarpsdrögin að lögum. Tilgangurinn er að menn sýni fram á að þeir séu færir um að halda skepnur áður en þeir fá leyfi til að hafa af því atvinnu. Þessi og ýmis önnur ákvæði frumvarpsins þykja bæði sauðfjárbændum og hestabændum íþyngjandi, ef marka má ummæli þeirra hér í Fréttablaðinu. Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, sagði í laugardagsblaðinu að núverandi lög og reglugerðir ættu að duga til að taka á fáeinum svörtum sauðum í stéttinni, ef þeim væri aðeins beitt rétt og af röggsemi. Ástæða er til að skoða vel þessar athugasemdir þegar frumvarpsdrögin fara í umsagnarferli. Ef hægt er að ná markmiðum um velferð dýra án aukins eftirlits og kostnaðar, er það auðvitað æskilegt. Einhverra hluta vegna virkar núverandi kerfi þó ekki sem skyldi og fólk sem augljóslega er ekki hæft til að halda skepnur fær að níðast á þeim, jafnvel árum saman, án þess að stjórnvöld grípi inn í. Hér á velferð dýranna að vera í fyrirrúmi, ekki hagsmunir búskussanna. Ill meðferð á dýrum er smánarblettur á samfélaginu sem við eigum að leitast við að afmá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Sjá meira
Drög að nýju frumvarpi til laga um velferð dýra, sem Fréttablaðið hefur sagt frá, taka á mörgum gloppum í núverandi löggjöf og margs konar vanrækslu og illri meðferð á dýrum sem því miður viðgengst í samfélagi okkar, sem á þó að heita siðað. Alltof algengt er að lesa fréttir af skelfilegri meðferð á skepnum í sveit, af hendi fólks sem hefur þó atvinnu af ræktun þeirra. Sveitarfélög og eftirlitsstofnanir virðast oft hafa furðu bitlaus úrræði til að taka á vanrækslunni og sóðaskapnum. Það virðist sömuleiðis fara í vöxt að fólk í þéttbýli umgangist gæludýr sem einhvers konar leikföng sem hægt er að henda þegar maður er orðinn leiður á þeim. Alltof algengt er að fólk losi sig við til dæmis ketti og kanínur með því að sleppa þeim á víðavangi, þar sem er allsendis óvíst að dýrin geti bjargað sér. Í greinargerð með frumvarpinu er nefnt eitt dæmi sem margir átta sig sennilega ekki á að sé ill meðferð á dýrum; að gefa þau í tækifærisgjöf (svín og kalkúnar eru nefnd sérstaklega) fólki sem hefur hvorki aðstæður til né áhuga á að halda þau. Þetta þykir víst stundum fyndið, en er í raun mannvonzka. Á öllu þessu og mörgu fleiru er tekið í frumvarpsdrögunum. Meðal stórra breytinga er að fella tvenn lög, sem til þessa hafa gilt um málaflokkinn, saman í ein og einfalda stjórnsýsluna í kringum hann. Þannig mun Matvælastofnun nú bera meginábyrgð á eftirliti með búfjárhaldi og aðgerðum gegn skepnueigendum sem ekki fara eftir lögum og reglum. Fá á stofnuninni skilvirkari þvingunarúrræði til að knýja fram úrbætur á aðbúnaði dýra. Þar á meðal er að svipta bændur sem fara illa með skepnur opinberum styrk. Allur búrekstur með skepnum, svo og annað skepnuhald í atvinnuskyni, til dæmis starfsemi tamningamanna, verður starfsleyfisskyldur, verði frumvarpsdrögin að lögum. Tilgangurinn er að menn sýni fram á að þeir séu færir um að halda skepnur áður en þeir fá leyfi til að hafa af því atvinnu. Þessi og ýmis önnur ákvæði frumvarpsins þykja bæði sauðfjárbændum og hestabændum íþyngjandi, ef marka má ummæli þeirra hér í Fréttablaðinu. Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, sagði í laugardagsblaðinu að núverandi lög og reglugerðir ættu að duga til að taka á fáeinum svörtum sauðum í stéttinni, ef þeim væri aðeins beitt rétt og af röggsemi. Ástæða er til að skoða vel þessar athugasemdir þegar frumvarpsdrögin fara í umsagnarferli. Ef hægt er að ná markmiðum um velferð dýra án aukins eftirlits og kostnaðar, er það auðvitað æskilegt. Einhverra hluta vegna virkar núverandi kerfi þó ekki sem skyldi og fólk sem augljóslega er ekki hæft til að halda skepnur fær að níðast á þeim, jafnvel árum saman, án þess að stjórnvöld grípi inn í. Hér á velferð dýranna að vera í fyrirrúmi, ekki hagsmunir búskussanna. Ill meðferð á dýrum er smánarblettur á samfélaginu sem við eigum að leitast við að afmá.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar