Þar sem ábyrgðin liggur Hildur Sverrisdóttir skrifar 6. ágúst 2011 06:00 Tilkynnt hefur verið um óvenju margar nauðganir eftir síðustu verslunarmannahelgi. Það er viðbúið að þegar viðbjóðslegir glæpir eiga sér stað verði fólki umhugað um hvernig megi koma í veg fyrir þá. Umræðan síðustu daga hefur því einkennst af vangaveltum um hvort gæsla og aðbúnaður á útihátíðum sé nægileg og hvort þjónusta við þolendur sé góð. Það er skiljanlegt og sjálfsagt að velta við öllum steinum í svo mikilvægri umræðu til að reyna að gera betur. Hins vegar er hættulegt að ætla að leggja of mikið traust og ábyrgð á utanaðkomandi aðstæður, þegar staðreyndin er sú að það eru gerendur hverju sinni sem eru þeir einu sem bera ábyrgð á því ofbeldi sem þeir beita. Það er því hættulegt að ætla að treysta á reglusetningu með einhverjum fyrirfram ákveðnum viðmiðum um hvað sé nægilegur aðbúnaður. Slíkar reglusetningar leysa aldrei grunnvandann og varpa í raun ábyrgðinni frá ofbeldismanninum. Það er synd að í umræðunni undanfarna daga hefur farið of mikil orka í að benda á alla aðra en ofbeldismennina. Það gerir málaflokknum engan greiða að umræðan endi í skotgröfum um tæknileg atriði. Það er ekki hægt að ákveða í fundarherbergjum stjórnsýslunnar með hvaða hætti gæsla er nægileg til að ekkert kynferðisbrot eigi sér stað. Hver er fullkominn fjöldi gæslumanna? 42? Það er ekki lausnin að flóðlýsa Dalinn og girða af skúmaskot. Það er ekki heldur lausnin að gleyma sér í orðræðu um hver veitir nauðsynlega aðstoð fyrir þolendur kynferðisbrota, þar sem það sem skiptir mestu er að það sé gert. Viðbjóðslegir glæpir hafa áhrif á okkur og það er mannlegt að vilja finna hinn gullna ramma sem kemur í veg fyrir þá. En það er vert að minna á að heimurinn horfir með aðdáun til Noregs um hvernig þeir vinna úr sínum harmleik, og það er með meiri upplýsingu, opinni umræðu, virðingu og kærleika. Í stóra samhenginu er gæslan og sálgæslan í Eyjum góð, Stígamót eru góð, Neyðarmóttaka nauðgana er góð, forvarnahópar eru góðir og útihátíðir eru góðar. Hins vegar eru það ömurlegir ofbeldismenn sem eru ekki góðir. Til að sporna við nauðgunum þurfum við að muna það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um óvenju margar nauðganir eftir síðustu verslunarmannahelgi. Það er viðbúið að þegar viðbjóðslegir glæpir eiga sér stað verði fólki umhugað um hvernig megi koma í veg fyrir þá. Umræðan síðustu daga hefur því einkennst af vangaveltum um hvort gæsla og aðbúnaður á útihátíðum sé nægileg og hvort þjónusta við þolendur sé góð. Það er skiljanlegt og sjálfsagt að velta við öllum steinum í svo mikilvægri umræðu til að reyna að gera betur. Hins vegar er hættulegt að ætla að leggja of mikið traust og ábyrgð á utanaðkomandi aðstæður, þegar staðreyndin er sú að það eru gerendur hverju sinni sem eru þeir einu sem bera ábyrgð á því ofbeldi sem þeir beita. Það er því hættulegt að ætla að treysta á reglusetningu með einhverjum fyrirfram ákveðnum viðmiðum um hvað sé nægilegur aðbúnaður. Slíkar reglusetningar leysa aldrei grunnvandann og varpa í raun ábyrgðinni frá ofbeldismanninum. Það er synd að í umræðunni undanfarna daga hefur farið of mikil orka í að benda á alla aðra en ofbeldismennina. Það gerir málaflokknum engan greiða að umræðan endi í skotgröfum um tæknileg atriði. Það er ekki hægt að ákveða í fundarherbergjum stjórnsýslunnar með hvaða hætti gæsla er nægileg til að ekkert kynferðisbrot eigi sér stað. Hver er fullkominn fjöldi gæslumanna? 42? Það er ekki lausnin að flóðlýsa Dalinn og girða af skúmaskot. Það er ekki heldur lausnin að gleyma sér í orðræðu um hver veitir nauðsynlega aðstoð fyrir þolendur kynferðisbrota, þar sem það sem skiptir mestu er að það sé gert. Viðbjóðslegir glæpir hafa áhrif á okkur og það er mannlegt að vilja finna hinn gullna ramma sem kemur í veg fyrir þá. En það er vert að minna á að heimurinn horfir með aðdáun til Noregs um hvernig þeir vinna úr sínum harmleik, og það er með meiri upplýsingu, opinni umræðu, virðingu og kærleika. Í stóra samhenginu er gæslan og sálgæslan í Eyjum góð, Stígamót eru góð, Neyðarmóttaka nauðgana er góð, forvarnahópar eru góðir og útihátíðir eru góðar. Hins vegar eru það ömurlegir ofbeldismenn sem eru ekki góðir. Til að sporna við nauðgunum þurfum við að muna það.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar