Ekki fjárfesta takk Ólafur Þ. Stephensen skrifar 2. september 2011 06:00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er efins um að veita eigi kínverska fjárfestinum Huang Nubo heimild til að kaupa 72 prósenta hlut í Grímsstöðum á Fjöllum. Auðmaðurinn hyggst greiða eigendum jarðarinnar nærri milljarð króna fyrir landið, sem er um 300 ferkílómetrar. Þá hefur hann mikil áform um uppbyggingu ferðaþjónustu á jörðinni fyrir milljarða króna, meðal annars til að stuðla að fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann, sem er eitt af markmiðum stjórnvalda og ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. Hann hefur skrifað undir viljayfirlýsingu með sveitarfélögum á svæðinu um þessa fjárfestingu. Hann hefur sagzt hafa mikinn áhuga á náttúruvernd og að vinna með þjóðgörðum í nágrenninu, en hefur ekki áhuga á vatnsréttindum. Ástæðurnar fyrir efasemdum Ögmundar eru meðal annars hugsanleg ítök í auðlindum á borð við vatnið. Þá vitnar hann til þess að Kínverjar séu að „kaupa upp heiminn“ og hugsi í „langtímafjárfestingum og langtímaáhrifum/yfirráðum“. Nú er út af fyrir sig ástæða til að hafa varann á sér gagnvart kínverskri heimsvaldastefnu. En gerist það með því að banna einkafyrirtæki að fjárfesta fyrir milljarða króna? Ef ráðherrar hafa áhyggjur af útþenslustefnu Kínverja, af hverju leyfðu þeir þá Seðlabankanum að gera gjaldeyrisskiptasamning við Kína í fyrra? Slíka samninga gerir Kína víða um heim og þeir hafa verið túlkaðir sem viðleitni til að gera júanið að heimsgjaldmiðli. Staðreyndin er sú að hér eiga útlendingar fjölda eigna, bæði hús og jarðir. Margir eru frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og þurfa ekkert opinbert leyfi til að kaupa þær. Aðrir koma frá ríkjum utan EES. Svissneskur maður á til dæmis tugi hektara í Heiðardal í Mýrdal og á þar vatns- og veiðiréttindi. Hefur það verið eitthvert vandamál frekar en aðrar erlendar fjárfestingar? Á það hefur verið bent að eignarréttur Huangs Nubo verður háður sömu takmörkunum og réttur annarra landeigenda. Hann verður háður íslenzkri löggjöf um auðlindir, framkvæmdir og skipulag. Ef kínversk stjórnvöld færu að beita sér til að reyna að hafa áhrif á þessa löggjöf í þágu kínverskra fjárfesta væri ástæða til að hafa áhyggjur. En nákvæmlega ekkert bendir til slíks. Fréttablaðið segir frá því í dag að undanfarin ár hafi tugir undanþágna verið veittir útlendingum, sem kaupa vilja fjárfestingar á Íslandi. Fjárfestingarsamningur Íslands og Kína kveður á um að kínverskir fjárfestar njóti hér sömu réttinda og aðrir. Og að íslenzkum fjárfestum sé heldur ekki mismunað í Kína, sem flestum þykir líklega sjálfsagt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur áhyggjur af því að ríkisstjórnin hafi ekki kynnt með nægilega skýrum hætti hvernig hún hyggist auka fjárfestingu á Íslandi. Á meðan ráðherrar haga sér eins og þeir hafa gert í máli Magma Energy og gera nú í máli Huangs Nubo, gefa þeir beinlínis til kynna að þeir hafi engan áhuga á erlendri fjárfestingu í landinu. Það er vissulega áhyggjuefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er efins um að veita eigi kínverska fjárfestinum Huang Nubo heimild til að kaupa 72 prósenta hlut í Grímsstöðum á Fjöllum. Auðmaðurinn hyggst greiða eigendum jarðarinnar nærri milljarð króna fyrir landið, sem er um 300 ferkílómetrar. Þá hefur hann mikil áform um uppbyggingu ferðaþjónustu á jörðinni fyrir milljarða króna, meðal annars til að stuðla að fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann, sem er eitt af markmiðum stjórnvalda og ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. Hann hefur skrifað undir viljayfirlýsingu með sveitarfélögum á svæðinu um þessa fjárfestingu. Hann hefur sagzt hafa mikinn áhuga á náttúruvernd og að vinna með þjóðgörðum í nágrenninu, en hefur ekki áhuga á vatnsréttindum. Ástæðurnar fyrir efasemdum Ögmundar eru meðal annars hugsanleg ítök í auðlindum á borð við vatnið. Þá vitnar hann til þess að Kínverjar séu að „kaupa upp heiminn“ og hugsi í „langtímafjárfestingum og langtímaáhrifum/yfirráðum“. Nú er út af fyrir sig ástæða til að hafa varann á sér gagnvart kínverskri heimsvaldastefnu. En gerist það með því að banna einkafyrirtæki að fjárfesta fyrir milljarða króna? Ef ráðherrar hafa áhyggjur af útþenslustefnu Kínverja, af hverju leyfðu þeir þá Seðlabankanum að gera gjaldeyrisskiptasamning við Kína í fyrra? Slíka samninga gerir Kína víða um heim og þeir hafa verið túlkaðir sem viðleitni til að gera júanið að heimsgjaldmiðli. Staðreyndin er sú að hér eiga útlendingar fjölda eigna, bæði hús og jarðir. Margir eru frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og þurfa ekkert opinbert leyfi til að kaupa þær. Aðrir koma frá ríkjum utan EES. Svissneskur maður á til dæmis tugi hektara í Heiðardal í Mýrdal og á þar vatns- og veiðiréttindi. Hefur það verið eitthvert vandamál frekar en aðrar erlendar fjárfestingar? Á það hefur verið bent að eignarréttur Huangs Nubo verður háður sömu takmörkunum og réttur annarra landeigenda. Hann verður háður íslenzkri löggjöf um auðlindir, framkvæmdir og skipulag. Ef kínversk stjórnvöld færu að beita sér til að reyna að hafa áhrif á þessa löggjöf í þágu kínverskra fjárfesta væri ástæða til að hafa áhyggjur. En nákvæmlega ekkert bendir til slíks. Fréttablaðið segir frá því í dag að undanfarin ár hafi tugir undanþágna verið veittir útlendingum, sem kaupa vilja fjárfestingar á Íslandi. Fjárfestingarsamningur Íslands og Kína kveður á um að kínverskir fjárfestar njóti hér sömu réttinda og aðrir. Og að íslenzkum fjárfestum sé heldur ekki mismunað í Kína, sem flestum þykir líklega sjálfsagt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur áhyggjur af því að ríkisstjórnin hafi ekki kynnt með nægilega skýrum hætti hvernig hún hyggist auka fjárfestingu á Íslandi. Á meðan ráðherrar haga sér eins og þeir hafa gert í máli Magma Energy og gera nú í máli Huangs Nubo, gefa þeir beinlínis til kynna að þeir hafi engan áhuga á erlendri fjárfestingu í landinu. Það er vissulega áhyggjuefni.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun