Er vændi auglýst í Fréttablaðinu? Hildur Sverrisdóttir skrifar 30. september 2011 06:00 Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sagði í fréttum RÚV 28. september sl. að enginn vafi léki á því að vændi sé auglýst í smáauglýsingum Fréttablaðsins undir yfirskini nuddauglýsinga. Hann sagði jafnframt að í rannsókn væri hvort þarna væri um milligöngu vændis að ræða, og staðfesti síðar í viðtali að þar hefði hann átt við milligöngu Fréttablaðsins. Gera verður athugasemdir við þessi vinnubrögð af hálfu lögreglu, þar sem þessi ummæli mætti túlka sem ásakanir um refsiverð brot, þótt þær séu í þessu tilviki ekki vel rökstuddar. Í ljósi þessara ummæla er ástæða til að skýra stöðuna eins og hún snýr að útgáfufélagi Fréttablaðsins, 365 miðlum. Ólögleg starfsemi ekki auglýstÍ nýjum fjölmiðlalögum er kveðið skýrt á um að hérlendur auglýsandi beri ábyrgð á auglýsingu sem keypt er til birtingar. Útgefendur auglýsingamiðla starfa því eftir skýrum lagaramma þar sem eru gerð skil á milli ritstjórna og auglýsenda og lagt á auglýsendur að bera ábyrgð á því frelsi sem þeim er gefið til að til auglýsa vörur sínar og þjónustu. Því til grundvallar liggja málefnalegar forsendur sem snúa að þeim sjálfsagða rétti auglýsenda að útgefendur geti ekki stýrt því hvað sé auglýst og hvað ekki. Fréttablaðið hefur hins vegar að sjálfsögðu engan áhuga á að vera skjól fyrir ólöglega starfsemi af nokkru tagi. Auglýsingadeild blaðsins hefur því gengið eins og langt og hún hefur talið sig geta með að setja sér þá vinnureglu að birta ekki auglýsingar ef rök liggja fyrir um að auglýsingin beri með sér að um sé að ræða ólöglega starfsemi. Í því ljósi hefur Fréttablaðið ítrekað hafnað birtingu auglýsinga þar sem orðalag gefur til kynna að eitthvað annað og meira en nuddþjónusta væri í boði. Eftir stendur að í smáauglýsingum Fréttablaðsins er auglýst nudd. Það er ekkert ólöglegt við að auglýsa nudd og ekki heldur þó að um heilnudd eða brasilískt nudd sé að ræða eða að auglýsingin sé á ensku. Þau rök yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglu um að augljóst sé að um sé að ræða auglýsingar um vændi standast því ekki skoðun. Ef lögregla veit meira um starfsemi þeirra sem auglýsa í Fréttablaðinu þá hafa þær upplýsingar ekki borist blaðinu og mjög hæpið er að halda því fram að auglýsingin sjálf beri með sér að um sé að ræða ólöglegt athæfi. Er fjölmiðill lögregla?Ef auglýsing kveður á um löglega þjónustu er ekki hægt að leggja á útgefendur að rannsaka hvað annað gæti mögulega staðið að baki auglýsingu, þ.e. hvort hún sé í raun yfirvarp. Það er í raun sjálfsögð krafa að fjölmiðlar fari ekki í slíka ritskoðun án málefnalegra raka. Útgefandinn hefur ekki leyfi til að gera upp á milli auglýsenda sinna og getur ekki gengið á rétt aðila til að koma löglegri þjónustu á framfæri með auglýsingu. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á að vita að vilji Fréttablaðsins til að sporna gegn afbrotum á borð við vændiskaup hefur aldrei farið á milli mála. Fréttablaðið hefur unnið með lögreglunni í öll þau skipti sem grunur hefur vaknað um að auglýsing beri eitthvað vafasamt í för með sér. Fréttablaðið hefur einnig fylgt eftir slíkum beiðnum og haft samband við lögreglu til að fá upplýsingar um hvort rannsókn hafi skilað árangri og hvort lögreglan hafi upplýsingar um auglýsendur sem rök eru fyrir að banna að auglýsa í blaðinu. Slíkum fyrirspurnum Fréttablaðsins hefur ekki verið svarað af hálfu lögreglu. Í ljósi samskipta og að öðru leyti ágæts samstarfs Fréttablaðsins og kynferðisbrotadeildar lögreglu kom því óneitanlega leiðinlega á óvart að heyra ásakanir yfirmanns deildarinnar um að auglýsingar um vændi sé án vafa að finna í Fréttablaðinu og að það sé rannsakað sem möguleg milliganga um vændi þar sem ekkert slíkt hefur fyrr verið gefið í skyn. Það er vert að taka fram að leiðbeiningar um hvaða auglýsingar skuli banna geta ekki komið frá fjölmiðli ef hann á að virða þá aðgreiningu milli ritstjórnarefnis og auglýsinga sem ítrekuð er í nýju löggjöfinni. Stjórnvöld verða því að skoða hvort vilji sé til að aðrar forsendur verði veigameiri en sjálfstæði og ábyrgð auglýsenda og gefa út leiðbeinandi reglur þar að lútandi. Til að skapa slíkar forsendur verður til dæmis að beina slíkum beiðnum til nýrrar fjölmiðlanefndar sem fer með stjórnsýslu fjölmiðlalaganna. Án slíkra vísireglna frá til þess bærum stjórnvöldum er ekki hægt að gera aðrar kröfur til útgefenda fjölmiðla en að gæta að jafnræði gagnvart auglýsendum og bera virðingu fyrir rétti þeirra til að auglýsa. Fréttablaðið hefur því ekki talið sig geta hafnað birtingu auglýsinga nema fyrir liggi skýrar reglur um hvernig slíkt mat geti farið málefnalega fram. Útgáfufélagið mun hins vegar verða fyrst til að fagna því að slíkar vísireglur verði settar af til þess bærum stjórnvöldum. Fréttablaðið hefur því þegar haft frumkvæði að því að settar verði skýrari línur varðandi regluramma slíkra auglýsingabirtinga. Leitað hefur verið eftir samstarfi bæði við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Stígamót og mun kynferðisbrotadeild lögreglunnar kalla saman fund þessara aðila. Æskilegast væri að fjölmiðlanefnd kæmi einnig að þeirri vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sagði í fréttum RÚV 28. september sl. að enginn vafi léki á því að vændi sé auglýst í smáauglýsingum Fréttablaðsins undir yfirskini nuddauglýsinga. Hann sagði jafnframt að í rannsókn væri hvort þarna væri um milligöngu vændis að ræða, og staðfesti síðar í viðtali að þar hefði hann átt við milligöngu Fréttablaðsins. Gera verður athugasemdir við þessi vinnubrögð af hálfu lögreglu, þar sem þessi ummæli mætti túlka sem ásakanir um refsiverð brot, þótt þær séu í þessu tilviki ekki vel rökstuddar. Í ljósi þessara ummæla er ástæða til að skýra stöðuna eins og hún snýr að útgáfufélagi Fréttablaðsins, 365 miðlum. Ólögleg starfsemi ekki auglýstÍ nýjum fjölmiðlalögum er kveðið skýrt á um að hérlendur auglýsandi beri ábyrgð á auglýsingu sem keypt er til birtingar. Útgefendur auglýsingamiðla starfa því eftir skýrum lagaramma þar sem eru gerð skil á milli ritstjórna og auglýsenda og lagt á auglýsendur að bera ábyrgð á því frelsi sem þeim er gefið til að til auglýsa vörur sínar og þjónustu. Því til grundvallar liggja málefnalegar forsendur sem snúa að þeim sjálfsagða rétti auglýsenda að útgefendur geti ekki stýrt því hvað sé auglýst og hvað ekki. Fréttablaðið hefur hins vegar að sjálfsögðu engan áhuga á að vera skjól fyrir ólöglega starfsemi af nokkru tagi. Auglýsingadeild blaðsins hefur því gengið eins og langt og hún hefur talið sig geta með að setja sér þá vinnureglu að birta ekki auglýsingar ef rök liggja fyrir um að auglýsingin beri með sér að um sé að ræða ólöglega starfsemi. Í því ljósi hefur Fréttablaðið ítrekað hafnað birtingu auglýsinga þar sem orðalag gefur til kynna að eitthvað annað og meira en nuddþjónusta væri í boði. Eftir stendur að í smáauglýsingum Fréttablaðsins er auglýst nudd. Það er ekkert ólöglegt við að auglýsa nudd og ekki heldur þó að um heilnudd eða brasilískt nudd sé að ræða eða að auglýsingin sé á ensku. Þau rök yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglu um að augljóst sé að um sé að ræða auglýsingar um vændi standast því ekki skoðun. Ef lögregla veit meira um starfsemi þeirra sem auglýsa í Fréttablaðinu þá hafa þær upplýsingar ekki borist blaðinu og mjög hæpið er að halda því fram að auglýsingin sjálf beri með sér að um sé að ræða ólöglegt athæfi. Er fjölmiðill lögregla?Ef auglýsing kveður á um löglega þjónustu er ekki hægt að leggja á útgefendur að rannsaka hvað annað gæti mögulega staðið að baki auglýsingu, þ.e. hvort hún sé í raun yfirvarp. Það er í raun sjálfsögð krafa að fjölmiðlar fari ekki í slíka ritskoðun án málefnalegra raka. Útgefandinn hefur ekki leyfi til að gera upp á milli auglýsenda sinna og getur ekki gengið á rétt aðila til að koma löglegri þjónustu á framfæri með auglýsingu. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á að vita að vilji Fréttablaðsins til að sporna gegn afbrotum á borð við vændiskaup hefur aldrei farið á milli mála. Fréttablaðið hefur unnið með lögreglunni í öll þau skipti sem grunur hefur vaknað um að auglýsing beri eitthvað vafasamt í för með sér. Fréttablaðið hefur einnig fylgt eftir slíkum beiðnum og haft samband við lögreglu til að fá upplýsingar um hvort rannsókn hafi skilað árangri og hvort lögreglan hafi upplýsingar um auglýsendur sem rök eru fyrir að banna að auglýsa í blaðinu. Slíkum fyrirspurnum Fréttablaðsins hefur ekki verið svarað af hálfu lögreglu. Í ljósi samskipta og að öðru leyti ágæts samstarfs Fréttablaðsins og kynferðisbrotadeildar lögreglu kom því óneitanlega leiðinlega á óvart að heyra ásakanir yfirmanns deildarinnar um að auglýsingar um vændi sé án vafa að finna í Fréttablaðinu og að það sé rannsakað sem möguleg milliganga um vændi þar sem ekkert slíkt hefur fyrr verið gefið í skyn. Það er vert að taka fram að leiðbeiningar um hvaða auglýsingar skuli banna geta ekki komið frá fjölmiðli ef hann á að virða þá aðgreiningu milli ritstjórnarefnis og auglýsinga sem ítrekuð er í nýju löggjöfinni. Stjórnvöld verða því að skoða hvort vilji sé til að aðrar forsendur verði veigameiri en sjálfstæði og ábyrgð auglýsenda og gefa út leiðbeinandi reglur þar að lútandi. Til að skapa slíkar forsendur verður til dæmis að beina slíkum beiðnum til nýrrar fjölmiðlanefndar sem fer með stjórnsýslu fjölmiðlalaganna. Án slíkra vísireglna frá til þess bærum stjórnvöldum er ekki hægt að gera aðrar kröfur til útgefenda fjölmiðla en að gæta að jafnræði gagnvart auglýsendum og bera virðingu fyrir rétti þeirra til að auglýsa. Fréttablaðið hefur því ekki talið sig geta hafnað birtingu auglýsinga nema fyrir liggi skýrar reglur um hvernig slíkt mat geti farið málefnalega fram. Útgáfufélagið mun hins vegar verða fyrst til að fagna því að slíkar vísireglur verði settar af til þess bærum stjórnvöldum. Fréttablaðið hefur því þegar haft frumkvæði að því að settar verði skýrari línur varðandi regluramma slíkra auglýsingabirtinga. Leitað hefur verið eftir samstarfi bæði við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Stígamót og mun kynferðisbrotadeild lögreglunnar kalla saman fund þessara aðila. Æskilegast væri að fjölmiðlanefnd kæmi einnig að þeirri vinnu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar