Byrgjum brunninn - Við tryggjum ekki eftir á Ingrid Kuhlman skrifar 5. október 2011 06:00 Forvarnardagurinn er haldinn 5. október 2011. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Þessi ráð eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Á þessu ári er einblínt sérstaklega á nemendur framhaldsskóla landsins og undanfarið hafa landsmönnum birst auglýsingar í sjónvarpinu þar sem unglingar svara spurningum um vímuefni og neyslu. Nýleg skýrsla sem Rannsóknir og greining vann sýnir að 9% nemenda í framhaldsskóla reykja daglega, 43% hafa verið ölvaðir síðastliðna 30 daga, 7% hafa neytt hass einu sinni eða oftar og 12% hafa neytt maríjúana einu sinni eða oftar. Forvarnardagurinn á því fullt erindi í framhaldsskólana. Það er ýmislegt sem foreldrar og aðrir uppalendur geta gert til að minnka líkur á því að börn og unglingar hefji neyslu: -Notalegar stundir og samvera með fjölskyldunni er ein besta forvörnin gegn fíkniefnum. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldu sinni eru síður líklegir til að leiðast út í fíkniefnaneyslu. Klukkutími getur með öðrum orðum ráðið úrslitum. -Uppbyggilegt og gott samband milli foreldra og unglinga sem byggist á trausti eykur líkurnar á að unglingar biðji um aðstoð lendi þeir í vandræðum. -Þátttaka í íþróttum og öðru skipulögðu æskulýðsstarfi undir leiðsögn ábyrgra aðila hefur mikið forvarnargildi því rannsóknir hafa sýnt að ungmenni eru þá ólíklegri til að falla fyrir fíkniefnum eða leiðast út í aðra óæskilega hegðun. -Því lengur sem ungmenni sniðganga áfengi, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna. Hvert ár skiptir því máli. -Mikilvægt er að foreldrar séu vakandi og fylgist með þróun mála. Rannsóknir hafa sýnt að unglingar foreldra sem vita gjarnan hvar þeir eru á kvöldin og með hverjum, eru ólíklegri til að neyta fíkniefna en þeir unglingar sem eru undir minna eftirliti. -Stuðningur foreldra skiptir sköpum til að koma í veg fyrir að unglingar leiðist inn á braut fíkniefnaneyslu. Mikið ríður á að einstaklingur sem ákveður að hefja ekki drykkju fái stuðning úr sínu umhverfi til að standa við þá ákvörðun. -Mikil forvörn er í því að foreldrar kynnist foreldrum og vinum/skólafélögum þar sem rannsóknir hafa sýnt að það dregur úr líkum á að unglingar þeirra afvegaleiðist og ánetjist fíkniefnum. -Samstaða og þátttaka foreldra, t.d. í skólastarfi, íþróttastarfi og foreldrarölti, hefur einnig mikið forvarnargildi. Mikilvægt er að samfélag og net foreldra sé til staðar og þeir láti sig varða hag unglinga almennt. Það þarf nefnilega heilt samfélag til að ala upp barn. -Mikilvægt er einnig að foreldrar styrki sjálfsmynd ungmenna þannig að þau þrói með sér nægilegt sjálfstraust til að geta sagt „nei, takk“ þegar þeim eru boðin fíkniefni. Tökum höndum saman og forðum ungmennum okkar frá því að stíga ógæfuspor og verða fíkniefnum að bráð. Við tryggjum ekki eftir á! Ingrid Kuhlman, stjórn Heimilis og skóla – Landssamtaka foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Forvarnardagurinn er haldinn 5. október 2011. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Þessi ráð eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Á þessu ári er einblínt sérstaklega á nemendur framhaldsskóla landsins og undanfarið hafa landsmönnum birst auglýsingar í sjónvarpinu þar sem unglingar svara spurningum um vímuefni og neyslu. Nýleg skýrsla sem Rannsóknir og greining vann sýnir að 9% nemenda í framhaldsskóla reykja daglega, 43% hafa verið ölvaðir síðastliðna 30 daga, 7% hafa neytt hass einu sinni eða oftar og 12% hafa neytt maríjúana einu sinni eða oftar. Forvarnardagurinn á því fullt erindi í framhaldsskólana. Það er ýmislegt sem foreldrar og aðrir uppalendur geta gert til að minnka líkur á því að börn og unglingar hefji neyslu: -Notalegar stundir og samvera með fjölskyldunni er ein besta forvörnin gegn fíkniefnum. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldu sinni eru síður líklegir til að leiðast út í fíkniefnaneyslu. Klukkutími getur með öðrum orðum ráðið úrslitum. -Uppbyggilegt og gott samband milli foreldra og unglinga sem byggist á trausti eykur líkurnar á að unglingar biðji um aðstoð lendi þeir í vandræðum. -Þátttaka í íþróttum og öðru skipulögðu æskulýðsstarfi undir leiðsögn ábyrgra aðila hefur mikið forvarnargildi því rannsóknir hafa sýnt að ungmenni eru þá ólíklegri til að falla fyrir fíkniefnum eða leiðast út í aðra óæskilega hegðun. -Því lengur sem ungmenni sniðganga áfengi, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna. Hvert ár skiptir því máli. -Mikilvægt er að foreldrar séu vakandi og fylgist með þróun mála. Rannsóknir hafa sýnt að unglingar foreldra sem vita gjarnan hvar þeir eru á kvöldin og með hverjum, eru ólíklegri til að neyta fíkniefna en þeir unglingar sem eru undir minna eftirliti. -Stuðningur foreldra skiptir sköpum til að koma í veg fyrir að unglingar leiðist inn á braut fíkniefnaneyslu. Mikið ríður á að einstaklingur sem ákveður að hefja ekki drykkju fái stuðning úr sínu umhverfi til að standa við þá ákvörðun. -Mikil forvörn er í því að foreldrar kynnist foreldrum og vinum/skólafélögum þar sem rannsóknir hafa sýnt að það dregur úr líkum á að unglingar þeirra afvegaleiðist og ánetjist fíkniefnum. -Samstaða og þátttaka foreldra, t.d. í skólastarfi, íþróttastarfi og foreldrarölti, hefur einnig mikið forvarnargildi. Mikilvægt er að samfélag og net foreldra sé til staðar og þeir láti sig varða hag unglinga almennt. Það þarf nefnilega heilt samfélag til að ala upp barn. -Mikilvægt er einnig að foreldrar styrki sjálfsmynd ungmenna þannig að þau þrói með sér nægilegt sjálfstraust til að geta sagt „nei, takk“ þegar þeim eru boðin fíkniefni. Tökum höndum saman og forðum ungmennum okkar frá því að stíga ógæfuspor og verða fíkniefnum að bráð. Við tryggjum ekki eftir á! Ingrid Kuhlman, stjórn Heimilis og skóla – Landssamtaka foreldra
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun