Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 11. september 2025 11:30 Þessi spurning ómaði í huga mér og eflaust margra annara í sömu stöðu og ég er þegar enginn texti birtist með innlendu sjónvarpsefni RÚV (rás 888). Það hefur gerst alloft. Í gærkvöldi (10.09.2025) þegar umræður um stefnuræðu forsætisráðherra (klukkan 19:40) fóru fram var engin texti sjáanlegur. Það buldi því hátt í tómri tunnu þegar spurt var “Hvar er textinn?” á fyrstu mínútum stefnuræðu forsætisráðherra. Það er verulega niðurlægjandi og virkilega óþolandi að þurfa að spyrja um textann á þeirri mínútu em tilhlökkun fyrir stefnuræðunni er í hæstu hæðum. Spenningur og stemning er skemmd. Vanlíðan hjá manneskjunni er alger. Aldrei nokkurn tímann þarf heyrandi fólk að spyrja “hvar er hljóðið?” því fari það forgörðum er það lagað samstundis, skellt í HLÉ og allir sáttir. Sömu alúð fær textinn ekki. Af því hans er hvergi getið í lögum um fjölmiðla. Textun á innlendu sjónvarpsefni hefur verið oft komið til tals af okkur sem þurfum sárlega á textanum að halda, það er okkar mannréttindi að geta fylgst með almennri samfélagslegri umræðu, fréttum, fréttaskýringum, afþreygingar og dægurefni á almannahagsmunafjölmiðlinum RÚV. En því miður eins og stundum hefur komið fyrir þá er textun ekki í forgangi þar í bæ, ef bilar eða gleymist þá bara “let´s show go on”. Það er vegið að mannréttindum okkar og fjölmiðlinum finnst ekkert athugavert að fjalla um það, af því það er við fjölmiðilinn sjálfan að sakast. Þetta á við alla starfandi fjölmiðla á Íslandi. Þannig að málefnið textun á innlent sjónvarpsefni fær ekki neina athygli og fjölmiðlar geta haldið sinni afneitun á textanum áfram og sent út viðstöðulaust textalaust af því það er engin skylda sett á herðar þeirra að texta innlent efni sitt. Vert er að taka það fram að einstaka fjölmiðill hefur textað eftir beiðni og aðeins gert það af einstaka góðmennsku ekki skyldu. Stjórnmálafólk á Alþingi er alls ekki viljugt að taka upp hanskann fyrir þá sem á textanum þurfa, fyrir þeim er þetta alveg nýtt og þau vita ekki neitt í hvorn fótinn þau eiga að stíga til að standa með okkur sem á textanum þurfum að halda. Þau geta þó gert ýmislegt eins og t.d. það að: setja textun á innlent sjónvarpsefni í lög. Ætti að vera fyrsta þingmálið sem yrði samþykkt á þessu þingi og ætti jafnvel að teljast til máls sem allir flokkar myndu taka til sín. skylda allar einka sjónvarpsstöðvar að texta innlent sjónvarpsefni sitt, líka hlaðvörp setja skilyrði fyrir fjölmiðla styrk og leyfi til að starfa sem fjölmiðill að texta allt innlent sjónvarpsefni sitt taka RÚV úr fjárlögum vegna svika við málminnihlutahóp og því ekki lengur forsendur að skreyta sig sem almannahagsmuna fjölmiðill. koma með þingsályktunartillögu að textun á innlent sjónvarpsefni sé mannréttindi og eigi að vera virt á sama hátt og hljóðið. Textun telst í dag ekki til forréttinda, textun er mannréttindi. Það er talið að um 25% þjóðarinnar eigi við heyrnarmein að etja og þurfi því sárlega á textanum að halda. Hávaðaáreiti er mikið í dag og texti því klárlega málið til að draga úr hávaðaáreitni. Erlent fólk sem sest hér að á mun auðveldara með að læra íslensku ef það heyrir hana og sér skrifaða samtímis, það hjálpar. Textun er því alls ekki sérhagsmuna málefni - það snertir almannahag mikið. Textun er málið ! Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á texta/táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Táknmál Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þessi spurning ómaði í huga mér og eflaust margra annara í sömu stöðu og ég er þegar enginn texti birtist með innlendu sjónvarpsefni RÚV (rás 888). Það hefur gerst alloft. Í gærkvöldi (10.09.2025) þegar umræður um stefnuræðu forsætisráðherra (klukkan 19:40) fóru fram var engin texti sjáanlegur. Það buldi því hátt í tómri tunnu þegar spurt var “Hvar er textinn?” á fyrstu mínútum stefnuræðu forsætisráðherra. Það er verulega niðurlægjandi og virkilega óþolandi að þurfa að spyrja um textann á þeirri mínútu em tilhlökkun fyrir stefnuræðunni er í hæstu hæðum. Spenningur og stemning er skemmd. Vanlíðan hjá manneskjunni er alger. Aldrei nokkurn tímann þarf heyrandi fólk að spyrja “hvar er hljóðið?” því fari það forgörðum er það lagað samstundis, skellt í HLÉ og allir sáttir. Sömu alúð fær textinn ekki. Af því hans er hvergi getið í lögum um fjölmiðla. Textun á innlendu sjónvarpsefni hefur verið oft komið til tals af okkur sem þurfum sárlega á textanum að halda, það er okkar mannréttindi að geta fylgst með almennri samfélagslegri umræðu, fréttum, fréttaskýringum, afþreygingar og dægurefni á almannahagsmunafjölmiðlinum RÚV. En því miður eins og stundum hefur komið fyrir þá er textun ekki í forgangi þar í bæ, ef bilar eða gleymist þá bara “let´s show go on”. Það er vegið að mannréttindum okkar og fjölmiðlinum finnst ekkert athugavert að fjalla um það, af því það er við fjölmiðilinn sjálfan að sakast. Þetta á við alla starfandi fjölmiðla á Íslandi. Þannig að málefnið textun á innlent sjónvarpsefni fær ekki neina athygli og fjölmiðlar geta haldið sinni afneitun á textanum áfram og sent út viðstöðulaust textalaust af því það er engin skylda sett á herðar þeirra að texta innlent efni sitt. Vert er að taka það fram að einstaka fjölmiðill hefur textað eftir beiðni og aðeins gert það af einstaka góðmennsku ekki skyldu. Stjórnmálafólk á Alþingi er alls ekki viljugt að taka upp hanskann fyrir þá sem á textanum þurfa, fyrir þeim er þetta alveg nýtt og þau vita ekki neitt í hvorn fótinn þau eiga að stíga til að standa með okkur sem á textanum þurfum að halda. Þau geta þó gert ýmislegt eins og t.d. það að: setja textun á innlent sjónvarpsefni í lög. Ætti að vera fyrsta þingmálið sem yrði samþykkt á þessu þingi og ætti jafnvel að teljast til máls sem allir flokkar myndu taka til sín. skylda allar einka sjónvarpsstöðvar að texta innlent sjónvarpsefni sitt, líka hlaðvörp setja skilyrði fyrir fjölmiðla styrk og leyfi til að starfa sem fjölmiðill að texta allt innlent sjónvarpsefni sitt taka RÚV úr fjárlögum vegna svika við málminnihlutahóp og því ekki lengur forsendur að skreyta sig sem almannahagsmuna fjölmiðill. koma með þingsályktunartillögu að textun á innlent sjónvarpsefni sé mannréttindi og eigi að vera virt á sama hátt og hljóðið. Textun telst í dag ekki til forréttinda, textun er mannréttindi. Það er talið að um 25% þjóðarinnar eigi við heyrnarmein að etja og þurfi því sárlega á textanum að halda. Hávaðaáreiti er mikið í dag og texti því klárlega málið til að draga úr hávaðaáreitni. Erlent fólk sem sest hér að á mun auðveldara með að læra íslensku ef það heyrir hana og sér skrifaða samtímis, það hjálpar. Textun er því alls ekki sérhagsmuna málefni - það snertir almannahag mikið. Textun er málið ! Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á texta/táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar