Ísland verði grænt hagkerfi í fremstu röð Skúli Helgason skrifar 13. október 2011 06:00 Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi, sem grænt hagkerfi, með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Þetta er framtíðarsýn þverpólitískrar nefndar með aðild allra þingflokka á Alþingi sem nú hefur skilað niðurstöðum sínum um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi eftir tólf mánaða starf. Í skýrslunni kynnir nefndin stefnumið sem liggja til grundvallar 48 tillögum um aðgerðir til að örva þróun í átt til græns hagkerfis á Íslandi. Hvers vegna grænt hagkerfi?Um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims og losa lungann af þeim gróðurhúsalofttegundum sem leystar eru í andrúmsloftið af mannavöldum. Ef allir jarðarbúar leyfðu sér orkueyðslu Vesturlandabúa, að óbreyttu tæknistigi, væri framtíð mannkyns stefnt í voða. Það er stærsta og líklega mikilvægasta verkefni mannkyns á þessari öld að móta efnahags- og atvinnustefnu sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og nýtir orku á sjálfbæran hátt. Fjöldi þjóðríkja og alþjóðastofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið, Norðurlandaráð og OECD líta á það sem forgangsverkefni að skilgreina grænt hagkerfi og varða veg sem dregur úr ágengni atvinnustarfsemi á vistkerfið. Græn orka en mikil sóunVið Íslendingar höfum lengi státað af því að vera land hreinnar orku og áætlað hefur verið að um 80% allrar orku sem notuð er í landinu séu endurnýjanleg orka sem á upptök sín í virkjun vatnsafls eða jarðvarma. Íslendingar eru hér í sérflokki vestrænna þjóða, en til samanburðar má geta þess að Evrópusambandið hefur sett sér það mark að hlutdeild endurnýjanlegar orku verði orðin 20% árið 2020. Ef litið er til orkuneyslu blasir hins vegar við okkur önnur mynd, en nýleg rannsókn í Háskóla Íslands gefur til kynna að Íslendingar séu neyslufrekasta þjóð jarðar, skv. mælingu á svokölluðu vistspori. Þá gerir það íslenskt hagkerfi viðkvæmara fyrir ytri áföllum hve orkunýtingin er einhæf. Það segir sína sögu að ein atvinnugrein – áliðnaður – stóð undir 74% af raforkunotkun landsins árið 2009 en engin önnur atvinnugrein náði meira en 6% hlutdeild. Af ofansögðu má draga þá ályktun að Ísland getur verið í fararbroddi á alþjóðavettvangi í þróun til græns hagkerfis en forsenda þess er að landsmenn og atvinnufyrirtækin í landinu taki til rækilegrar endurskoðunar neysluvenjur, framleiðsluferla og forgangsröðun í atvinnumálum. Hvað er grænt hagkerfi?Eðlilegt er að spurt sé, hvað er grænt hagkerfi fyrir nokkuð? Nefnd Alþingis styðst við þá skilgreiningu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna að grænt sé það hagkerfi sem leiði til aukinna lífsgæða um leið og dregið sé verulega úr umhverfislegri áhættu og röskun vistkerfa. Í grænu hagkerfi er áhersla lögð á atvinnustarfsemi sem dregur úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda, stuðlar að bættri nýtingu orku og auðlinda og kemur í veg fyrir hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og þjónustu vistkerfa. Í stuttu máli einkennist grænt hagkerfi af aukinni verðmætasköpun á sama tíma og dregið er úr álagi á náttúruna. Grænt hagkerfi á Íslandi kallar því á atvinnustefnu sem byggir á aukinni fjölbreytni og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, þar sem jafnvægi er milli hagsmuna núlifandi íbúa landsins og þeirra sem á eftir okkur munu koma. Þverpólitísk vinnaNú þegar nefndin hefur skilað sínum niðurstöðum fer málið til Alþingis til frekari meðferðar. Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu ásamt þingmönnunum Illuga Gunnarssyni og Guðmundi Steingrímssyni sem sæti áttu í nefndinni og 18 öðrum þingmönnum allra þingflokka þar sem lagt er til að forsætisráðherra stýri mótun aðgerðaáætlunar um eflingu græns hagkerfis á grundvelli tillagna nefndarinnar. Tillagan verður tekin til umfjöllunar á Alþingi í dag og fær síðan efnislega meðferð í þinginu. Þar verður leitað umsagnar um efni tillögunnar og er það von mín að sem flestir sem áhuga hafa á málaflokknum leggi sitt af mörkum með umsögnum og athugasemdum til að endanleg niðurstaða þessarar vinnu verði sem best úr garði gerð. Verðmætasköpun og náttúruverndGrænt hagkerfi er viðfangsefni sem varðar allar atvinnugreinar og allan almenning. Við getum tekið frumkvæði og verið til fyrirmyndar en við höfum vissulega það val að gera ekki neitt, m.a. í þeirri trú að náttúruauðlindir okkar séu óþrjótandi. Það er mikilvæg niðurstaða nefndarinnar að verðmætasköpun og náttúruvernd séu ekki andstæður heldur sé þvert á móti skynsamlegast að þróa ný atvinnutækifæri án þess að gengið sé á náttúruauðlindir með ósjálfbærum hætti. Það þýðir betra jafnvægi milli atvinnusköpunar og náttúruverndar en við höfum átt að venjast á undanförnum áratugum. Vistvæn nýting orkuauðlinda er mikilvæg en það er okkur líka hollt að minnast þess að mikil gróska er nú í atvinnugreinum eins og hugverkaiðnaði, ferðaþjónustu og skapandi greinum sem ekki byggja afkomu sína fyrst og fremst á nýtingu náttúruauðlinda. Í næstu grein mun ég fjalla um stefnumið og einstakar tillögur nefndarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi, sem grænt hagkerfi, með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Þetta er framtíðarsýn þverpólitískrar nefndar með aðild allra þingflokka á Alþingi sem nú hefur skilað niðurstöðum sínum um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi eftir tólf mánaða starf. Í skýrslunni kynnir nefndin stefnumið sem liggja til grundvallar 48 tillögum um aðgerðir til að örva þróun í átt til græns hagkerfis á Íslandi. Hvers vegna grænt hagkerfi?Um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims og losa lungann af þeim gróðurhúsalofttegundum sem leystar eru í andrúmsloftið af mannavöldum. Ef allir jarðarbúar leyfðu sér orkueyðslu Vesturlandabúa, að óbreyttu tæknistigi, væri framtíð mannkyns stefnt í voða. Það er stærsta og líklega mikilvægasta verkefni mannkyns á þessari öld að móta efnahags- og atvinnustefnu sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og nýtir orku á sjálfbæran hátt. Fjöldi þjóðríkja og alþjóðastofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið, Norðurlandaráð og OECD líta á það sem forgangsverkefni að skilgreina grænt hagkerfi og varða veg sem dregur úr ágengni atvinnustarfsemi á vistkerfið. Græn orka en mikil sóunVið Íslendingar höfum lengi státað af því að vera land hreinnar orku og áætlað hefur verið að um 80% allrar orku sem notuð er í landinu séu endurnýjanleg orka sem á upptök sín í virkjun vatnsafls eða jarðvarma. Íslendingar eru hér í sérflokki vestrænna þjóða, en til samanburðar má geta þess að Evrópusambandið hefur sett sér það mark að hlutdeild endurnýjanlegar orku verði orðin 20% árið 2020. Ef litið er til orkuneyslu blasir hins vegar við okkur önnur mynd, en nýleg rannsókn í Háskóla Íslands gefur til kynna að Íslendingar séu neyslufrekasta þjóð jarðar, skv. mælingu á svokölluðu vistspori. Þá gerir það íslenskt hagkerfi viðkvæmara fyrir ytri áföllum hve orkunýtingin er einhæf. Það segir sína sögu að ein atvinnugrein – áliðnaður – stóð undir 74% af raforkunotkun landsins árið 2009 en engin önnur atvinnugrein náði meira en 6% hlutdeild. Af ofansögðu má draga þá ályktun að Ísland getur verið í fararbroddi á alþjóðavettvangi í þróun til græns hagkerfis en forsenda þess er að landsmenn og atvinnufyrirtækin í landinu taki til rækilegrar endurskoðunar neysluvenjur, framleiðsluferla og forgangsröðun í atvinnumálum. Hvað er grænt hagkerfi?Eðlilegt er að spurt sé, hvað er grænt hagkerfi fyrir nokkuð? Nefnd Alþingis styðst við þá skilgreiningu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna að grænt sé það hagkerfi sem leiði til aukinna lífsgæða um leið og dregið sé verulega úr umhverfislegri áhættu og röskun vistkerfa. Í grænu hagkerfi er áhersla lögð á atvinnustarfsemi sem dregur úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda, stuðlar að bættri nýtingu orku og auðlinda og kemur í veg fyrir hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og þjónustu vistkerfa. Í stuttu máli einkennist grænt hagkerfi af aukinni verðmætasköpun á sama tíma og dregið er úr álagi á náttúruna. Grænt hagkerfi á Íslandi kallar því á atvinnustefnu sem byggir á aukinni fjölbreytni og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, þar sem jafnvægi er milli hagsmuna núlifandi íbúa landsins og þeirra sem á eftir okkur munu koma. Þverpólitísk vinnaNú þegar nefndin hefur skilað sínum niðurstöðum fer málið til Alþingis til frekari meðferðar. Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu ásamt þingmönnunum Illuga Gunnarssyni og Guðmundi Steingrímssyni sem sæti áttu í nefndinni og 18 öðrum þingmönnum allra þingflokka þar sem lagt er til að forsætisráðherra stýri mótun aðgerðaáætlunar um eflingu græns hagkerfis á grundvelli tillagna nefndarinnar. Tillagan verður tekin til umfjöllunar á Alþingi í dag og fær síðan efnislega meðferð í þinginu. Þar verður leitað umsagnar um efni tillögunnar og er það von mín að sem flestir sem áhuga hafa á málaflokknum leggi sitt af mörkum með umsögnum og athugasemdum til að endanleg niðurstaða þessarar vinnu verði sem best úr garði gerð. Verðmætasköpun og náttúruverndGrænt hagkerfi er viðfangsefni sem varðar allar atvinnugreinar og allan almenning. Við getum tekið frumkvæði og verið til fyrirmyndar en við höfum vissulega það val að gera ekki neitt, m.a. í þeirri trú að náttúruauðlindir okkar séu óþrjótandi. Það er mikilvæg niðurstaða nefndarinnar að verðmætasköpun og náttúruvernd séu ekki andstæður heldur sé þvert á móti skynsamlegast að þróa ný atvinnutækifæri án þess að gengið sé á náttúruauðlindir með ósjálfbærum hætti. Það þýðir betra jafnvægi milli atvinnusköpunar og náttúruverndar en við höfum átt að venjast á undanförnum áratugum. Vistvæn nýting orkuauðlinda er mikilvæg en það er okkur líka hollt að minnast þess að mikil gróska er nú í atvinnugreinum eins og hugverkaiðnaði, ferðaþjónustu og skapandi greinum sem ekki byggja afkomu sína fyrst og fremst á nýtingu náttúruauðlinda. Í næstu grein mun ég fjalla um stefnumið og einstakar tillögur nefndarinnar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun