Hvað kostar velferðartryggingin? Jón Þór Ólafsson skrifar 9. nóvember 2011 06:00 Allt er til staðar til að við getum lifað við mikla velferð á Íslandi. Hátt menntastig og gott verkvit, miklar auðlindir á hvert mannsbarn, fín atvinnutæki og ágætt samgöngukerfi. Allt er til staðar nema regluverk sem tryggir að spilling eigi erfitt uppdráttar og sé auðvelt að uppræta. Án slíkra reglna verður aldrei nema tímabundin velmegun og velferð á Íslandi. Spilling þreifst vel innan vébanda núverandi stjórnarskrár og gerir enn. Hún tryggir ekki að heiðarleg vinna skili velferð. En mun stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs koma betri böndum á spillingu? Til að takmarka og uppræta misbeitingu almannavalds þarf stjórnarskrá alla vega að tryggja þessi 6 atriði: 1. Valdheimildin skal takmörkuð. Frumvarp Stjórnlagaráðs gengur skrefi lengra en núverandi stjórnarskrá við að takmarka vald svo það brjóti ekki mannréttindi. Við það bætist að tíu prósent kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um þau lög sem Alþingi hefur samþykkt sem ekki snerta skatta, fjárlög, ríkisborgararétt og alþjóðasamninga (65. og 67. gr.). Forsetinn heldur óskertum málskotsrétti og getur áfram sent öll lög þingsins til þjóðarinnar (60. gr.). Þetta er töluverð takmörkun á valdheimild ráðamanna. 2. Valdaframsal skal vera lýðræðislegt. Í dag geta kjósendur valið milli flokka sem fá atkvæði m.a. í krafti fjármagns frá fyrirtækjum. Samkvæmt frumvarpi Stjórnlagaráðs hafa kjósendur bæði val á milli flokka og frambjóðenda (39. gr.). Kjósendur geta líka átt frumkvæði að lögum sem sett skulu í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem þó þarf ekki að vera bindandi (66. og 67. gr.). Flestir landsmenn vilja að lög um fjármál stjórnmálaflokka banni fyrirtækjum að styrkja flokka og frambjóðendur. Þar sem kjósendur geta valið persónur verður hættulegt fyrir þingmenn að hafna afgerandi niðurstöðu þjóðaratkvæðis þótt hún sé ráðgefandi. Þetta þýðir lýðræðislegra valdaframsal með meira vali kjósenda og minni áhrifum fjármagns á endanum. 3. Valddreifing skal vera víðtæk. Löggjafarvaldið kýs í dag framkvæmdarvaldið sem svo skipar dómsvaldið. Framkvæmdarvaldið situr á þingi og foringjar stjórnarflokkanna ráða ríkjum. Í frumvarpi Stjórnlagaráðs er eftirlitshlutverk Alþingis aukið gagnvart ráðherrum (63. og 93. gr.), sem sitja ekki lengur á þingi, og skipan ráðherra á dómurum er háð samþykki forseta Íslands eða 2/3 hluta Alþingis (96. og 102. gr.). Þetta er ekki víðtæk valddreifing en skref í rétta átt. 4. Valdbeiting skal vera gegnsæ. Ráðamenn geta í dag af geðþótta haldið gögnum leyndum fyrir kjósendum. Með frumvarpi Stjórnlagaráðs skulu gögn í fórum stjórnvalda vera aðgengileg almenningi án undandrátta (15. gr.). Gagnsæi má þó setja skorður með lögum í lýðræðislegum tilgangi. Kjósi þingmenn að halda upplýsingum leyndum verða þeir að gera það með lögum sem við kjósendur getum hafnað og breytt. Gegnsæi valdbeitingar er vel tryggt. 5. Valdumboð skal vera afturkallanlegt. Eina leið kjósenda í dag til að kalla aftur umboð sitt eru fjöldamótmæli. Frumvarp Stjórnlagaráðs gerir ekki ráð fyrir því að hluti þjóðarinnar geti farið fram á þjóðaratkvæði um þingrof til að afturkalla valdumboð sitt. Hins vegar getur þjóðin stöðvað að miklu störf Alþingis með neitunarvaldi sínu svo þingmenn eigi þann kost skástan að reka ríkisstjórnina eða rjúfa þing (91. og 73. gr.). Valdumboð verður áfram ekki formlega afturkallanlegt en óformlega verður það auðveldara. 6. Valdsmisnotkun skal vera refsiverð. Í dag þarf meirihluti þingmanna að samþykkja ákæru vegna valdsmisnotkunar. Landsdómur dæmir svo til refsingar. Samkvæmt frumvarpi Stjórnlagaráðs skipar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis saksóknara sem getur ákært ráðherra fyrir embættisbrot (95. gr.). Lög, sem kjósendur geta samið og samþykkt, skulu svo ákveða hver sé ábyrgð embættisbrjóta. Þetta er hænuskref sem óljóst er hvort nokkru breyti í raun. Með nýju stjórnarskránni getum við kjósendur þar að auki samið og samþykkt lög um fjölmiðla, kvótakerfið og verðtryggingu. Nýja stjórnarskráin er velferðartrygging og hún kostar þig bara: 1. Þrýsting á þingmenn um að setja frumvarp Stjórnlagaráðs óbreytt í þjóðaratkvæðagreiðslu og að gefnu samþykki þjóðarinnar að kjósa með frumvarpinu fyrir næstu kosningar. 2. Ef þingmenn verða ekki við óskum kjósenda þurfum við að þrýsta á fyrrum Stjórnlagaráðsliða að bjóða fram í næstu alþingiskosningum. 3. Að kjósa svo með frumvarpi Stjórnlagaráðs, eða framboði ráðsliða ef þess er þörf. Nýja stjórnarskráin gerir okkur mögulegt að lifa við velferð í landinu okkar. Hún er ekki fullkomin en hún er góð velferðartrygging og góð kaup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Allt er til staðar til að við getum lifað við mikla velferð á Íslandi. Hátt menntastig og gott verkvit, miklar auðlindir á hvert mannsbarn, fín atvinnutæki og ágætt samgöngukerfi. Allt er til staðar nema regluverk sem tryggir að spilling eigi erfitt uppdráttar og sé auðvelt að uppræta. Án slíkra reglna verður aldrei nema tímabundin velmegun og velferð á Íslandi. Spilling þreifst vel innan vébanda núverandi stjórnarskrár og gerir enn. Hún tryggir ekki að heiðarleg vinna skili velferð. En mun stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs koma betri böndum á spillingu? Til að takmarka og uppræta misbeitingu almannavalds þarf stjórnarskrá alla vega að tryggja þessi 6 atriði: 1. Valdheimildin skal takmörkuð. Frumvarp Stjórnlagaráðs gengur skrefi lengra en núverandi stjórnarskrá við að takmarka vald svo það brjóti ekki mannréttindi. Við það bætist að tíu prósent kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um þau lög sem Alþingi hefur samþykkt sem ekki snerta skatta, fjárlög, ríkisborgararétt og alþjóðasamninga (65. og 67. gr.). Forsetinn heldur óskertum málskotsrétti og getur áfram sent öll lög þingsins til þjóðarinnar (60. gr.). Þetta er töluverð takmörkun á valdheimild ráðamanna. 2. Valdaframsal skal vera lýðræðislegt. Í dag geta kjósendur valið milli flokka sem fá atkvæði m.a. í krafti fjármagns frá fyrirtækjum. Samkvæmt frumvarpi Stjórnlagaráðs hafa kjósendur bæði val á milli flokka og frambjóðenda (39. gr.). Kjósendur geta líka átt frumkvæði að lögum sem sett skulu í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem þó þarf ekki að vera bindandi (66. og 67. gr.). Flestir landsmenn vilja að lög um fjármál stjórnmálaflokka banni fyrirtækjum að styrkja flokka og frambjóðendur. Þar sem kjósendur geta valið persónur verður hættulegt fyrir þingmenn að hafna afgerandi niðurstöðu þjóðaratkvæðis þótt hún sé ráðgefandi. Þetta þýðir lýðræðislegra valdaframsal með meira vali kjósenda og minni áhrifum fjármagns á endanum. 3. Valddreifing skal vera víðtæk. Löggjafarvaldið kýs í dag framkvæmdarvaldið sem svo skipar dómsvaldið. Framkvæmdarvaldið situr á þingi og foringjar stjórnarflokkanna ráða ríkjum. Í frumvarpi Stjórnlagaráðs er eftirlitshlutverk Alþingis aukið gagnvart ráðherrum (63. og 93. gr.), sem sitja ekki lengur á þingi, og skipan ráðherra á dómurum er háð samþykki forseta Íslands eða 2/3 hluta Alþingis (96. og 102. gr.). Þetta er ekki víðtæk valddreifing en skref í rétta átt. 4. Valdbeiting skal vera gegnsæ. Ráðamenn geta í dag af geðþótta haldið gögnum leyndum fyrir kjósendum. Með frumvarpi Stjórnlagaráðs skulu gögn í fórum stjórnvalda vera aðgengileg almenningi án undandrátta (15. gr.). Gagnsæi má þó setja skorður með lögum í lýðræðislegum tilgangi. Kjósi þingmenn að halda upplýsingum leyndum verða þeir að gera það með lögum sem við kjósendur getum hafnað og breytt. Gegnsæi valdbeitingar er vel tryggt. 5. Valdumboð skal vera afturkallanlegt. Eina leið kjósenda í dag til að kalla aftur umboð sitt eru fjöldamótmæli. Frumvarp Stjórnlagaráðs gerir ekki ráð fyrir því að hluti þjóðarinnar geti farið fram á þjóðaratkvæði um þingrof til að afturkalla valdumboð sitt. Hins vegar getur þjóðin stöðvað að miklu störf Alþingis með neitunarvaldi sínu svo þingmenn eigi þann kost skástan að reka ríkisstjórnina eða rjúfa þing (91. og 73. gr.). Valdumboð verður áfram ekki formlega afturkallanlegt en óformlega verður það auðveldara. 6. Valdsmisnotkun skal vera refsiverð. Í dag þarf meirihluti þingmanna að samþykkja ákæru vegna valdsmisnotkunar. Landsdómur dæmir svo til refsingar. Samkvæmt frumvarpi Stjórnlagaráðs skipar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis saksóknara sem getur ákært ráðherra fyrir embættisbrot (95. gr.). Lög, sem kjósendur geta samið og samþykkt, skulu svo ákveða hver sé ábyrgð embættisbrjóta. Þetta er hænuskref sem óljóst er hvort nokkru breyti í raun. Með nýju stjórnarskránni getum við kjósendur þar að auki samið og samþykkt lög um fjölmiðla, kvótakerfið og verðtryggingu. Nýja stjórnarskráin er velferðartrygging og hún kostar þig bara: 1. Þrýsting á þingmenn um að setja frumvarp Stjórnlagaráðs óbreytt í þjóðaratkvæðagreiðslu og að gefnu samþykki þjóðarinnar að kjósa með frumvarpinu fyrir næstu kosningar. 2. Ef þingmenn verða ekki við óskum kjósenda þurfum við að þrýsta á fyrrum Stjórnlagaráðsliða að bjóða fram í næstu alþingiskosningum. 3. Að kjósa svo með frumvarpi Stjórnlagaráðs, eða framboði ráðsliða ef þess er þörf. Nýja stjórnarskráin gerir okkur mögulegt að lifa við velferð í landinu okkar. Hún er ekki fullkomin en hún er góð velferðartrygging og góð kaup.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun