Bíódagar – í hita og þunga dagsins Katrín Jakobsdóttir og Katrín Júlíusdóttir skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Íslensk kvikmyndagerð gegnir stóru hlutverki í menningarlífi okkar Íslendinga – en hún er um leið mikilvæg atvinnugrein sem skapar ótal störf og mikil verðmæti. En rétt eins og aðrar atvinnugreinar varð kvikmyndaiðnaðurinn fyrir þungu höggi í kjölfar efnahagshrunsins og eftirskjálfta þess. Í skugga hrunsinsÍ efnahagshruninu brugðust allar tekjuspár ríkissjóðs og það var ljóst frá fyrsta degi að grípa þyrfti til harkalegra aðhaldsaðgerða. Kvikmyndasjóður fór ekki varhluta af þeim og hafa framlög til hans lækkað um 23% frá því sem mest var árið 2009. En öll él birtir upp um síðir og nú þremur árum síðar erum við loks farin að sjá til sólar í ríkisfjármálum – og þá eru komnar forsendur fyrir uppbyggingu. Stóra planiðFramlög ríkissjóðs til kvikmyndagerðar koma ekki aðeins í gegnum Kvikmyndasjóð heldur koma þau einnig fram sem endurgreiðslur á 20% af framleiðslukostnaði. Í ár stefnir í að iðnaðarráðuneytið endurgreiði kvikmyndagerðarmönnum tæpar 687 milljónir króna, þar af 471 milljón vegna íslenskra mynda og 216 milljónir vegna erlendra mynda. Það þýðir að ríkisframlög til kvikmyndaframleiðslu hafa aldrei verið hærri. Samtals verða því ríkisframlög til kvikmyndagerðar um 1.139 m.kr. á þessu ári, þar af 923 m.kr. til innlendrar framleiðslu. Þessar tölur sýna að mikil umsvif eru í kvikmyndageiranum á Íslandi og að árið 2011 er það stærsta hvað varðar framlög úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar. Og sannarlega viljum við ýta undir og efla kvikmyndaiðnaðinn. Í fyrra voru ellefu kvikmyndir í fullri lengd frumsýndar og þær eru orðnar átta á þessu ári auk þess sem mikið er framleitt af efni fyrir sjónvarp. Það er ástæða til þess að fagna því að þrátt fyrir allt skuli vera mikil gróska í kvikmyndageiranum á Íslandi. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að auka þarf fjárframlög til kvikmyndasjóðs til þess að tryggja grunnfjármögnun á kvikmyndum og að því er stefnt. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur kynnt fyrir kvikmyndagerðarfólki drög að samkomulagi um stefnumörkun til fimm ára um aðgerðir til að efla íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu. Gangi þetta samkomulag eftir munu framlög til Kvikmyndasjóðs hækka í skrefum úr 452 m.kr. í ár í 700 m.kr. árið 2016. Auk fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs fjallar samkomulagið einnig um ýmis þörf úrbótamál á sviði kvikmyndamenningar. Nýtt lífKvikmyndaiðnaðurinn er viðkvæm atvinnugrein og fjármögnun í þeim geira lýtur um margt sérstökum lögmálum. Styrkir úr Kvikmyndasjóði eru gjarnan forsenda fyrir frekari fjármögnun erlendis frá og þannig margfaldast hver króna sem Kvikmyndasjóður leggur í verkefnið. Iðnaðarráðherra hefur lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp sem kveður á um að 20% endurgreiðslukerfið af framleiðslukostnaði verði fest í sessi næstu fimm árin og leggjum við allt kapp á að þingið afgreiði það fyrir jól. Reynslan sannar að það skilar miklum umsvifum og þar með tekjum. Það er dýrt að vera fátækur og það er forsenda fyrir frekari vexti íslenskrar kvikmyndagerðar að stjórnvöld búi til hagfelld skilyrði fyrir kvikmyndagerð og standi vörð um öflugan Kvikmyndasjóð. Og höfum það hugfast að rökin eru bæði mjúk og grjóthörð – menningarleg og fjárhagsleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Sjá meira
Íslensk kvikmyndagerð gegnir stóru hlutverki í menningarlífi okkar Íslendinga – en hún er um leið mikilvæg atvinnugrein sem skapar ótal störf og mikil verðmæti. En rétt eins og aðrar atvinnugreinar varð kvikmyndaiðnaðurinn fyrir þungu höggi í kjölfar efnahagshrunsins og eftirskjálfta þess. Í skugga hrunsinsÍ efnahagshruninu brugðust allar tekjuspár ríkissjóðs og það var ljóst frá fyrsta degi að grípa þyrfti til harkalegra aðhaldsaðgerða. Kvikmyndasjóður fór ekki varhluta af þeim og hafa framlög til hans lækkað um 23% frá því sem mest var árið 2009. En öll él birtir upp um síðir og nú þremur árum síðar erum við loks farin að sjá til sólar í ríkisfjármálum – og þá eru komnar forsendur fyrir uppbyggingu. Stóra planiðFramlög ríkissjóðs til kvikmyndagerðar koma ekki aðeins í gegnum Kvikmyndasjóð heldur koma þau einnig fram sem endurgreiðslur á 20% af framleiðslukostnaði. Í ár stefnir í að iðnaðarráðuneytið endurgreiði kvikmyndagerðarmönnum tæpar 687 milljónir króna, þar af 471 milljón vegna íslenskra mynda og 216 milljónir vegna erlendra mynda. Það þýðir að ríkisframlög til kvikmyndaframleiðslu hafa aldrei verið hærri. Samtals verða því ríkisframlög til kvikmyndagerðar um 1.139 m.kr. á þessu ári, þar af 923 m.kr. til innlendrar framleiðslu. Þessar tölur sýna að mikil umsvif eru í kvikmyndageiranum á Íslandi og að árið 2011 er það stærsta hvað varðar framlög úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar. Og sannarlega viljum við ýta undir og efla kvikmyndaiðnaðinn. Í fyrra voru ellefu kvikmyndir í fullri lengd frumsýndar og þær eru orðnar átta á þessu ári auk þess sem mikið er framleitt af efni fyrir sjónvarp. Það er ástæða til þess að fagna því að þrátt fyrir allt skuli vera mikil gróska í kvikmyndageiranum á Íslandi. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að auka þarf fjárframlög til kvikmyndasjóðs til þess að tryggja grunnfjármögnun á kvikmyndum og að því er stefnt. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur kynnt fyrir kvikmyndagerðarfólki drög að samkomulagi um stefnumörkun til fimm ára um aðgerðir til að efla íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu. Gangi þetta samkomulag eftir munu framlög til Kvikmyndasjóðs hækka í skrefum úr 452 m.kr. í ár í 700 m.kr. árið 2016. Auk fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs fjallar samkomulagið einnig um ýmis þörf úrbótamál á sviði kvikmyndamenningar. Nýtt lífKvikmyndaiðnaðurinn er viðkvæm atvinnugrein og fjármögnun í þeim geira lýtur um margt sérstökum lögmálum. Styrkir úr Kvikmyndasjóði eru gjarnan forsenda fyrir frekari fjármögnun erlendis frá og þannig margfaldast hver króna sem Kvikmyndasjóður leggur í verkefnið. Iðnaðarráðherra hefur lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp sem kveður á um að 20% endurgreiðslukerfið af framleiðslukostnaði verði fest í sessi næstu fimm árin og leggjum við allt kapp á að þingið afgreiði það fyrir jól. Reynslan sannar að það skilar miklum umsvifum og þar með tekjum. Það er dýrt að vera fátækur og það er forsenda fyrir frekari vexti íslenskrar kvikmyndagerðar að stjórnvöld búi til hagfelld skilyrði fyrir kvikmyndagerð og standi vörð um öflugan Kvikmyndasjóð. Og höfum það hugfast að rökin eru bæði mjúk og grjóthörð – menningarleg og fjárhagsleg.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun