Sigurganga Hamarskvenna heldur áfram - þrettándi sigurinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2011 20:58 Slavica Dimovska átti flottan leik í kvöld. Kvennalið Hamars hélt áfram sigurgöngu sinni í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld með því að vinna öruggan 26 siga sigur í Njarðvík. Haukakonur tryggðu sér endalega sæti í A-deild þrátt fyrir tap í Stykkishólmi og KR vann fimm stiga sigur á Fjölni í Grafarvogi.Slavica Dimovska og Kristrún Sigurjónsdóttir voru báðar í miklu stuði í 93-67 sigri Hamars í Njarðvík. Slavica var með 30 stig og 7 stoðsendingar og Kristrún skoraði 25 stig. Þær hittu saman úr 21 af 31 skoti sínu þar af setti Slavica niður 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Jaleesa Butler var með 19 stig og 16 fráköst fyrir Hamar en atkvæðamest hjá Njarðvík var Shayla Fields með 26 stig. Hamar er búið að vinna alla þrettán deildarleiki sína og er nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.KR er áfram í þriðja sætinu eftir fimm stiga sigur, 82-77, á botnliði Fjölnis í Grafarvogi. Fjölnir byrjaði betur, var 24-19 yfir eftir fyrsta leikhluta og með þriggja stiga forskot í hálfleik, 42-39. KR tók völdin í seinni hálfleik og tryggði sér sigurinn. Chazny Morris skoraði 25 stig fyrir KR, Margrét Kara Sturludóttir var með 19 stig og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir skoraði 13 stig. Inga Buzoka var neð 23 stig og 15 fráköst hjá Fjölni og Natasha Harris bætti við 20 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.Haukakonur tryggðu sér sæti í A-deildinni þrátt fyrir eins stigs tap á móti Snæfelli, 72-73, í Stykkishólmi. Snæfell hefði þurft að vinna með ellefu stiga mun til þess að eiga möguleika á því að taka fjórða sæti af Haukum. Monique Martin tryggði Snæfelli sigurinn á vítalínunni í lokin en hún var með 31 stig og 18 fráköst í leiknum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 11 stig fyrir Snæfell og Björg Guðrún Einarsdóttir var með 10 stig. Breski bakvörðurinn Lauren Thomas-Johnsson spilaði sinn frysta leik með Haukum og var með 7 stig og 4 fráköst en Kathleen Patricia Snodgrass var stigahæst með 29 stig og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 12 stig og tók 12 fráköst.Snæfell -Haukar 73-72 (36-38)Stig Snæfells: Monique Martin 31 (18 frák.,3 varin) Berglind Gunnarsdóttir 11, Björg Guðrún Einarsdóttir 10, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9, Hildur Björg Kjartansdóttir 6, Sara Mjöll Magnúsdóttir 3, Ellen Alfa Högnadóttir 3Stig Hauka: Kathleen Snodgrass 29, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12 (12 frák.), Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Íris Sverrisdóttir 7, Lauren Thomas-Johnsson 7, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3, María Lind Sigurðardóttir 3, Sara Pálmadóttir 2, Guðrún Ósk Ámundardóttir 1.Njarðvík -Hamar 67-93 (32-47)Stig Njarðvíkur: Shayla Fields 26, Dita Liepkalne 17, Árnína Lena Rúnarsdóttir 11, Ólöf Helga Pálsdóttir 7, Anna María Ævarsdóttir 2, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 2.Stig Hamars: Slavica Dimovska 30, Kristrún Sigurjónsdóttir 25, Jaleesa Butler 19 (16 frák.), Íris Ásgeirsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Fanney Lind Guðmundsdóttir 4, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2.Fjölnir-KR 77-82 (42-39)Stig Fjölnis: Inga Buzoka 23 (15 frák.), Natasha Harris 20 (8 frák./8 stoðs./5 stolnir), Erla Sif Kristinsdóttir 14, Birna Eiríksdóttir 11, Bergþóra Holton Tómasdóttir 7, Eva María Emilsdóttir 2.Stig KR: Chazny Paige Morris 25/, Margrét Kara Sturludóttir 19, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13, Signý Hermannsdóttir 8, Hafrún Hálfdánardóttir 8, Helga Einarsdóttir 4, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3, Hildur Sigurðardóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Kvennalið Hamars hélt áfram sigurgöngu sinni í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld með því að vinna öruggan 26 siga sigur í Njarðvík. Haukakonur tryggðu sér endalega sæti í A-deild þrátt fyrir tap í Stykkishólmi og KR vann fimm stiga sigur á Fjölni í Grafarvogi.Slavica Dimovska og Kristrún Sigurjónsdóttir voru báðar í miklu stuði í 93-67 sigri Hamars í Njarðvík. Slavica var með 30 stig og 7 stoðsendingar og Kristrún skoraði 25 stig. Þær hittu saman úr 21 af 31 skoti sínu þar af setti Slavica niður 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Jaleesa Butler var með 19 stig og 16 fráköst fyrir Hamar en atkvæðamest hjá Njarðvík var Shayla Fields með 26 stig. Hamar er búið að vinna alla þrettán deildarleiki sína og er nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.KR er áfram í þriðja sætinu eftir fimm stiga sigur, 82-77, á botnliði Fjölnis í Grafarvogi. Fjölnir byrjaði betur, var 24-19 yfir eftir fyrsta leikhluta og með þriggja stiga forskot í hálfleik, 42-39. KR tók völdin í seinni hálfleik og tryggði sér sigurinn. Chazny Morris skoraði 25 stig fyrir KR, Margrét Kara Sturludóttir var með 19 stig og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir skoraði 13 stig. Inga Buzoka var neð 23 stig og 15 fráköst hjá Fjölni og Natasha Harris bætti við 20 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.Haukakonur tryggðu sér sæti í A-deildinni þrátt fyrir eins stigs tap á móti Snæfelli, 72-73, í Stykkishólmi. Snæfell hefði þurft að vinna með ellefu stiga mun til þess að eiga möguleika á því að taka fjórða sæti af Haukum. Monique Martin tryggði Snæfelli sigurinn á vítalínunni í lokin en hún var með 31 stig og 18 fráköst í leiknum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 11 stig fyrir Snæfell og Björg Guðrún Einarsdóttir var með 10 stig. Breski bakvörðurinn Lauren Thomas-Johnsson spilaði sinn frysta leik með Haukum og var með 7 stig og 4 fráköst en Kathleen Patricia Snodgrass var stigahæst með 29 stig og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 12 stig og tók 12 fráköst.Snæfell -Haukar 73-72 (36-38)Stig Snæfells: Monique Martin 31 (18 frák.,3 varin) Berglind Gunnarsdóttir 11, Björg Guðrún Einarsdóttir 10, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9, Hildur Björg Kjartansdóttir 6, Sara Mjöll Magnúsdóttir 3, Ellen Alfa Högnadóttir 3Stig Hauka: Kathleen Snodgrass 29, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12 (12 frák.), Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Íris Sverrisdóttir 7, Lauren Thomas-Johnsson 7, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3, María Lind Sigurðardóttir 3, Sara Pálmadóttir 2, Guðrún Ósk Ámundardóttir 1.Njarðvík -Hamar 67-93 (32-47)Stig Njarðvíkur: Shayla Fields 26, Dita Liepkalne 17, Árnína Lena Rúnarsdóttir 11, Ólöf Helga Pálsdóttir 7, Anna María Ævarsdóttir 2, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 2.Stig Hamars: Slavica Dimovska 30, Kristrún Sigurjónsdóttir 25, Jaleesa Butler 19 (16 frák.), Íris Ásgeirsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Fanney Lind Guðmundsdóttir 4, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2.Fjölnir-KR 77-82 (42-39)Stig Fjölnis: Inga Buzoka 23 (15 frák.), Natasha Harris 20 (8 frák./8 stoðs./5 stolnir), Erla Sif Kristinsdóttir 14, Birna Eiríksdóttir 11, Bergþóra Holton Tómasdóttir 7, Eva María Emilsdóttir 2.Stig KR: Chazny Paige Morris 25/, Margrét Kara Sturludóttir 19, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13, Signý Hermannsdóttir 8, Hafrún Hálfdánardóttir 8, Helga Einarsdóttir 4, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3, Hildur Sigurðardóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira