Valdimar: Magnaður karakterssigur Jón Júlíus Karlsson skrifar 13. febrúar 2011 16:52 Valdimar Fannar Þórsson. Mynd/Arnþór Valdimar Fannar Þórsson, leikmaður Vals, var kátur í leikslok eftir að Valsmenn tryggðu sér sæti í úrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta eftir 33-31 sigur gegn Fram í framlengdum leik að Hlíðarenda í dag. Valdimar fór fyrir liði Vals og skoraði átta mörk. „Þetta var hrikalega sætt og verður varla mikið betra. Við vorum að elta þá nánast allan leikinn en fengum færi á að klára leikinn í venjulegum leiktíma. Svo kom þessi þvílíki karakter í framlengingunni og þeir áttu einfaldlega ekki séns í okkur," sagði Valdimar. Fram jafnaði leikinn þegar tíu sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma og knúði fram framlengingu. Valsmenn léku á alls oddi í fyrri háfleik framlengingarinnar og náðu fjögurra marka forystu. Þeir voru hins vegar duglegir við að láta henda sér útaf í tvær mínútur og léku tveimur færri lungann úr framlengingunni. „Ég veit ekki hvað við fengum margar brottvísanir í framlengingunni, þetta var ótrúlegt. Það hjálpaði okkur að Ingvar [Guðmundsson markvörður Vals] kom sterkur inn og tók nokkra mikilvæga bolta. Þetta var magnaður karaktersigur," segir Valdimar sem vonar að sigurinn hjálpi þeim í deildinni. „Það er rosalega stutt á milli í þessu hjá okkur því við höfum nú afrekað það að tapa með tuttugu mörkum fyrir Fram í vetur. Við sáum það í síðustu leikjunum fyrir áramót að þegar við erum allir heilir og tókum á því þá eigum við erindi í hvaða lið sem er." Íslenski handboltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Valdimar Fannar Þórsson, leikmaður Vals, var kátur í leikslok eftir að Valsmenn tryggðu sér sæti í úrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta eftir 33-31 sigur gegn Fram í framlengdum leik að Hlíðarenda í dag. Valdimar fór fyrir liði Vals og skoraði átta mörk. „Þetta var hrikalega sætt og verður varla mikið betra. Við vorum að elta þá nánast allan leikinn en fengum færi á að klára leikinn í venjulegum leiktíma. Svo kom þessi þvílíki karakter í framlengingunni og þeir áttu einfaldlega ekki séns í okkur," sagði Valdimar. Fram jafnaði leikinn þegar tíu sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma og knúði fram framlengingu. Valsmenn léku á alls oddi í fyrri háfleik framlengingarinnar og náðu fjögurra marka forystu. Þeir voru hins vegar duglegir við að láta henda sér útaf í tvær mínútur og léku tveimur færri lungann úr framlengingunni. „Ég veit ekki hvað við fengum margar brottvísanir í framlengingunni, þetta var ótrúlegt. Það hjálpaði okkur að Ingvar [Guðmundsson markvörður Vals] kom sterkur inn og tók nokkra mikilvæga bolta. Þetta var magnaður karaktersigur," segir Valdimar sem vonar að sigurinn hjálpi þeim í deildinni. „Það er rosalega stutt á milli í þessu hjá okkur því við höfum nú afrekað það að tapa með tuttugu mörkum fyrir Fram í vetur. Við sáum það í síðustu leikjunum fyrir áramót að þegar við erum allir heilir og tókum á því þá eigum við erindi í hvaða lið sem er."
Íslenski handboltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni