KR vann Val í framlengingu - Prosser með 18 stig á síðustu 15 mínútunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2012 21:04 Erica Prosser og :Þórunn Bjarnadóttir léku vel í kvöld. Mynd/Stefán KR endaði fimm leikja taphrinu sína og komst aftur upp í 4. sætið í Iceland Express deild kvenna með sjö stiga sigri á Val, 78-71, í æsispennandi framlengdum leik í DHL-höllinni í kvöld. Valskonur mættu í leikinn á mikilli siglingu en eftir þetta tap hafa vonir liðsins um sæti í úrslitakeppninni veikst mikið. KR vann þarna sinn fyrsta leik síðan að Finnur Freyr Stefánsson tók við liðinu af Ara Gunnarssyni en KR-liðið var búið að tapa tveimur fyrstu leikjunum undir hans stjórn. KR-liðið getur þakkað bandaríska bakverðinum Ericu Prosser fyrir sigurinn því hún skoraði 18 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu. Valsliðið lék án bandaríska leikstjórnandans Melissu Leichlitner sem meiddist í fyrri hálfleik í sigrinum á haukum á sunnudaginn. KR var áfram án Bryndísar Guðmundsdóttur sem hefur misst af síðustu leikjum liðsins. Valskonur byrjuðu aðeins betur og komust í 4-0, 6-2 og 13-9 en KR-konur voru komnar einu stigi yfir fyrir lok fyrsta leikhluta, 16-15. Leikurinn var jafn í öðrum leikhluta þar sem liðin skiptust á því að hafa forystuna og náði aldrei meira en þriggja stiga forskoti. Valur var síðan einu stigi yfir í hálfleik, 36-35. Hafrún Hálfdánadóttir skoraði 13 stig fyrir KR-liðið í fyrri hálfleiknum og Sigrún Ámundadóttir var með 8 stig en María Ben Erlingsdóttir var stigahæst hjá Val með 8 stig og Lacey Simpson skoraði 7 stig. KR-liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst í 43-38 en Valskonur svöruðu með átta stigum í röð og náðu aftur forystunni. Leikurinn hélst áfram jafn en Valur var einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 50-49. Valur náði fimm stiga forskoti í upphafi fjórða leikhlutans og komst síðan sjö stigum yfir, 63-56, þegar leikhlutinn var hálfnaður. Erica Prosser hélt KR inn í leiknum með því að skora 10 stig á fyrstu sex mínútum leikhlutans. KR jafnaði metin í 63-63 og Erica Prosser kom KR-liðinu síðan yfir í 64-63 en hún var þá búin að skora 13 stig í leikhlutanum og koma að öllum körfum liðsins. Kristrún Sigurjónsdóttir kom Val aftur yfir en það var síðan Hafrún Hálfdánardóttir sem sá til þess að leikurinn fór í framlengingu með því að hitta úr öðru víta sinna í blálokin. KR-liðið var síðan mun sterkara í framlenginunni, vann hana 13-6 og fangaði gríðarlega mikilvægum sigri, 78-71.KR-Valur 78-71 (16-15, 19-21, 14-14, 16-15, 13-6)KR: Erica Prosser 28/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/5 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 14, Margrét Kara Sturludóttir 12/9 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 5/4 fráköst.Valur: Lacey Katrice Simpson 19/10 fráköst/5 stolnir/6 varin skot, Þórunn Bjarnadóttir 15, María Ben Erlingsdóttir 11/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/7 fráköst, Signý Hermannsdóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
KR endaði fimm leikja taphrinu sína og komst aftur upp í 4. sætið í Iceland Express deild kvenna með sjö stiga sigri á Val, 78-71, í æsispennandi framlengdum leik í DHL-höllinni í kvöld. Valskonur mættu í leikinn á mikilli siglingu en eftir þetta tap hafa vonir liðsins um sæti í úrslitakeppninni veikst mikið. KR vann þarna sinn fyrsta leik síðan að Finnur Freyr Stefánsson tók við liðinu af Ara Gunnarssyni en KR-liðið var búið að tapa tveimur fyrstu leikjunum undir hans stjórn. KR-liðið getur þakkað bandaríska bakverðinum Ericu Prosser fyrir sigurinn því hún skoraði 18 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu. Valsliðið lék án bandaríska leikstjórnandans Melissu Leichlitner sem meiddist í fyrri hálfleik í sigrinum á haukum á sunnudaginn. KR var áfram án Bryndísar Guðmundsdóttur sem hefur misst af síðustu leikjum liðsins. Valskonur byrjuðu aðeins betur og komust í 4-0, 6-2 og 13-9 en KR-konur voru komnar einu stigi yfir fyrir lok fyrsta leikhluta, 16-15. Leikurinn var jafn í öðrum leikhluta þar sem liðin skiptust á því að hafa forystuna og náði aldrei meira en þriggja stiga forskoti. Valur var síðan einu stigi yfir í hálfleik, 36-35. Hafrún Hálfdánadóttir skoraði 13 stig fyrir KR-liðið í fyrri hálfleiknum og Sigrún Ámundadóttir var með 8 stig en María Ben Erlingsdóttir var stigahæst hjá Val með 8 stig og Lacey Simpson skoraði 7 stig. KR-liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst í 43-38 en Valskonur svöruðu með átta stigum í röð og náðu aftur forystunni. Leikurinn hélst áfram jafn en Valur var einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 50-49. Valur náði fimm stiga forskoti í upphafi fjórða leikhlutans og komst síðan sjö stigum yfir, 63-56, þegar leikhlutinn var hálfnaður. Erica Prosser hélt KR inn í leiknum með því að skora 10 stig á fyrstu sex mínútum leikhlutans. KR jafnaði metin í 63-63 og Erica Prosser kom KR-liðinu síðan yfir í 64-63 en hún var þá búin að skora 13 stig í leikhlutanum og koma að öllum körfum liðsins. Kristrún Sigurjónsdóttir kom Val aftur yfir en það var síðan Hafrún Hálfdánardóttir sem sá til þess að leikurinn fór í framlengingu með því að hitta úr öðru víta sinna í blálokin. KR-liðið var síðan mun sterkara í framlenginunni, vann hana 13-6 og fangaði gríðarlega mikilvægum sigri, 78-71.KR-Valur 78-71 (16-15, 19-21, 14-14, 16-15, 13-6)KR: Erica Prosser 28/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/5 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 14, Margrét Kara Sturludóttir 12/9 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 5/4 fráköst.Valur: Lacey Katrice Simpson 19/10 fráköst/5 stolnir/6 varin skot, Þórunn Bjarnadóttir 15, María Ben Erlingsdóttir 11/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/7 fráköst, Signý Hermannsdóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira