Færeyingar ræða við Kínverja um umskipunarhöfn Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2012 13:45 Frá Þórshöfn í Færeyjum. Atvinnumálaráðherra Færeyja vill að á eyjunum verði umskipunarhöfn vegna norðurslóðasiglinga. Hann ætlar að taka málið upp í viðræðum við kínverska sendinefnd sem væntanleg er til Færeyja í næstu viku. Í viðtali við netmiðilinn oljan.fo segir Johan Dahl landsstýrismaður, en svo nefnast færeysku ráðherrarnir, að þegar skip fari að sigla yfir Norður-Íshafið liggi Færeyjar vel við sem umskipunarhöfn vegna siglingaleiðarinnar. "Því ætla ég að taka upp spurninguna við kínversku sendinefndina um tækifæri til að gera umskipunarmiðstöð í Færeyjum," segir Johan Dahl. Færeyski atvinnumálaráðherrann hyggst einnig ræða um olíu- og gasvinnslu og vill greiða leið Kínverja að olíuleit í lögsögu eyjanna. Rétt eins og í Færeyjum sjá margir á Íslandi ný tækifæri skapast með nýrri og skjótari siglingaleið milli Evrópu og Asíu með bráðnun heimskautaíssins. Þannig eru sveitarfélög á Norðausturlandi farin að gera ráðstafanir til að skipuleggja svæði undir umskipunarhöfn og hafa einnig leitað samstarfs við Kínverja. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Atvinnumálaráðherra Færeyja vill að á eyjunum verði umskipunarhöfn vegna norðurslóðasiglinga. Hann ætlar að taka málið upp í viðræðum við kínverska sendinefnd sem væntanleg er til Færeyja í næstu viku. Í viðtali við netmiðilinn oljan.fo segir Johan Dahl landsstýrismaður, en svo nefnast færeysku ráðherrarnir, að þegar skip fari að sigla yfir Norður-Íshafið liggi Færeyjar vel við sem umskipunarhöfn vegna siglingaleiðarinnar. "Því ætla ég að taka upp spurninguna við kínversku sendinefndina um tækifæri til að gera umskipunarmiðstöð í Færeyjum," segir Johan Dahl. Færeyski atvinnumálaráðherrann hyggst einnig ræða um olíu- og gasvinnslu og vill greiða leið Kínverja að olíuleit í lögsögu eyjanna. Rétt eins og í Færeyjum sjá margir á Íslandi ný tækifæri skapast með nýrri og skjótari siglingaleið milli Evrópu og Asíu með bráðnun heimskautaíssins. Þannig eru sveitarfélög á Norðausturlandi farin að gera ráðstafanir til að skipuleggja svæði undir umskipunarhöfn og hafa einnig leitað samstarfs við Kínverja.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira