Stuðningsgrein: Kjósum breytingar Marinó G. Njálsson skrifar 28. júní 2012 16:30 Um næstu helgi fara fram forsetakosningar. Valið stendur nánast um að halda óbreyttu ástandi eða breyta til. Ég kýs breytingar. Sitjandi forseti hefur verið í embættinu álíka lengi og núverandi útskriftarárgangur úr grunnskóla hefur lifað. Hann vill bæta við framhaldsskólaárum þeirra. Einnig er hægt að líta á það þannig, að hann er búinn að sitja lengur en nemur skólagöngu 22 ára einstaklings og ætlar að sitja út að útskrift læknanemans sem byrjaði í 6 ára bekk hausið 1996. Þetta er langur tími, allt of langur tími. Við hvað eru kjósendur hræddir? Að ferskir vindar leiki um höfuðbólið? Að annar einstaklingur taki ekki upp hanskann fyrir almenning í landinu, þegar stjórnmálamenn ganga of langt? Þeim rökum hefur verið haldið vel á lofti að Ólafur Ragnar hafi bjargað þjóðinni. Er eins og fólk gangi út frá því sem vísu að einhver annar forseti, sem settur hefði verið í sömu stöðu hefði ekki tekið sömu ákvörðun. Ég held að sú ályktun sé röng. Ég held að hver einasti forseti sem fengið hefði tugþúsundir undirskrifta frá almenningi í landinu hefði orðið að leggjast undir feld og íhuga þann möguleika að vísa þessum lögunum til þjóðarinnar. Gleymum því ekki, að þegar Ólafur Ragnar fékk ekki tugþúsundir undirskrifta, þá samþykkti hann fyrsta Icesave-samninginn. Hann gerði einhvern fyrirvara, en hann veit og við vitum það öll, að slíkur fyrirvari er marklaust hjal. Meðal frambjóðenda er ein manneskja, sem með réttu er hægt að segja að hafi staðið með almenningi í gegn um þykkt og þunnt í þrengingum síðustu ára og þurfti ekki tugþúsundir undirskrifta til. Þá á ég við Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur. Hún hefur rekið baráttu (ásamt fjölmörgum öðrum sjálfboðaliðum), sem skilað hefur heimilum landsins vel á þriðja hundrað milljarða í leiðréttingu lána (ef ekki meira). Baráttu sem skilað hefur fyrirtækjum landsins örugglega tvöfaldri þeirri tölu í leiðréttingu sinna lána. Barátta sem gert hefur stórum hluta heimila og fyrirtækja landsins kleift að sjá fram út skuldavanda sínum. Vissulega hefur þetta m.a. gerst fyrir atbeina dómstóla, en ef Andreu, Hagsmunasamtaka heimilanna, Samtaka lánþega og fleiri baráttujaxla hefði ekki notið við, þá er ég ekki viss um að baráttan hefði staðið svona lengi og árangur verið svona góður. Ekki hafa allar kröfur um bætt umhverfi heimilanna verið uppfylltar. Treysti ég engum af frambjóðendum til forseta eins vel til að tryggja rétta niðurstöðu en einmitt Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur. Hún hefur reynsluna, hún hefur viljann og hún hefur getuna. Kjósum nýtt Ísland – Kjósum Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur sem næsta forseta Íslands! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Um næstu helgi fara fram forsetakosningar. Valið stendur nánast um að halda óbreyttu ástandi eða breyta til. Ég kýs breytingar. Sitjandi forseti hefur verið í embættinu álíka lengi og núverandi útskriftarárgangur úr grunnskóla hefur lifað. Hann vill bæta við framhaldsskólaárum þeirra. Einnig er hægt að líta á það þannig, að hann er búinn að sitja lengur en nemur skólagöngu 22 ára einstaklings og ætlar að sitja út að útskrift læknanemans sem byrjaði í 6 ára bekk hausið 1996. Þetta er langur tími, allt of langur tími. Við hvað eru kjósendur hræddir? Að ferskir vindar leiki um höfuðbólið? Að annar einstaklingur taki ekki upp hanskann fyrir almenning í landinu, þegar stjórnmálamenn ganga of langt? Þeim rökum hefur verið haldið vel á lofti að Ólafur Ragnar hafi bjargað þjóðinni. Er eins og fólk gangi út frá því sem vísu að einhver annar forseti, sem settur hefði verið í sömu stöðu hefði ekki tekið sömu ákvörðun. Ég held að sú ályktun sé röng. Ég held að hver einasti forseti sem fengið hefði tugþúsundir undirskrifta frá almenningi í landinu hefði orðið að leggjast undir feld og íhuga þann möguleika að vísa þessum lögunum til þjóðarinnar. Gleymum því ekki, að þegar Ólafur Ragnar fékk ekki tugþúsundir undirskrifta, þá samþykkti hann fyrsta Icesave-samninginn. Hann gerði einhvern fyrirvara, en hann veit og við vitum það öll, að slíkur fyrirvari er marklaust hjal. Meðal frambjóðenda er ein manneskja, sem með réttu er hægt að segja að hafi staðið með almenningi í gegn um þykkt og þunnt í þrengingum síðustu ára og þurfti ekki tugþúsundir undirskrifta til. Þá á ég við Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur. Hún hefur rekið baráttu (ásamt fjölmörgum öðrum sjálfboðaliðum), sem skilað hefur heimilum landsins vel á þriðja hundrað milljarða í leiðréttingu lána (ef ekki meira). Baráttu sem skilað hefur fyrirtækjum landsins örugglega tvöfaldri þeirri tölu í leiðréttingu sinna lána. Barátta sem gert hefur stórum hluta heimila og fyrirtækja landsins kleift að sjá fram út skuldavanda sínum. Vissulega hefur þetta m.a. gerst fyrir atbeina dómstóla, en ef Andreu, Hagsmunasamtaka heimilanna, Samtaka lánþega og fleiri baráttujaxla hefði ekki notið við, þá er ég ekki viss um að baráttan hefði staðið svona lengi og árangur verið svona góður. Ekki hafa allar kröfur um bætt umhverfi heimilanna verið uppfylltar. Treysti ég engum af frambjóðendum til forseta eins vel til að tryggja rétta niðurstöðu en einmitt Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur. Hún hefur reynsluna, hún hefur viljann og hún hefur getuna. Kjósum nýtt Ísland – Kjósum Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur sem næsta forseta Íslands!
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun