Stuðningsgrein: Þóru fyrir forseta Einar Benediktsson skrifar 28. júní 2012 15:00 Í aðdraganda forsetakosninganna hefur Þóra Arnórsdóttir tekið fram, að hún skilji stjórnarskrá lýðveldisins Íslands á þá lund að hér ríki þingbundið lýðræði. Staðfestingu á skýrum ákvörðunum Alþings verður ekki synjað af forseta eftir geðþótta og aðild að Evrópusambandinu ræðst í þjóðaratkvæði. Þóra hefur vissulega til að bera hina ágætustu menntun og starfsreynslu til að taka við sem forseti Íslands. Forða ber því sem fráleitt er, að forsetinn sitji í fimm kjörtímabil. Þóra er fulltrúi nýrrar kynslóðar, hins nýja tíma sem nú skal veita Íslandi forystu. Ég styð Þóru eindregið sem næsta forseta Íslands. Það var ógæfa íslensku stjórnarskrárinnar frá 1944 að hún setur ekki skýr og ótvíræð ákvæði um það hvort forsetinn hafi synjunar- eða málskotsrétt. En einmitt um þetta veigamikla atriði, liggja þó fyrir þær lagaskýringar Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins að „ ... draga í efa hvort forseti lýðveldisins hefur stjórnskipulegan eða annan rétt til að reyna að beita áhrifum við Alþingi við mál sem eru til meðferðar þingsins." Í hálfa öld hafði sú fasta venja myndast að þetta ákvæði 26.gr stjórnarskrárinnar lá kyrrt, þar til Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti ekki lög um fjölmiðla 2004. Með því er í raun nýtt stjórnarfyrirkomulag tekið upp í andstöðu við stjórnarskrárákvæði um að Ísland búi við þingbundið lýðræði, að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og láti ráðherra framkvæma vald sitt. Þetta segir stjórnarskráin sem í gildi er , hvað sem síðar kann að verða. Inngrip forsetans í ákvaðanir Alþingis hafa aukið þá pólitískri ringulreið og óvissu sem fylgdi hruninu og var ærið nóg. Nokkuð lyftist brún okkar hér syðra þegar Þingeyingar tóku að sér að móta nýja stefnu um tengsl lands og þjóðar gagnvart Kína. Vonandi verður ekki látið undan ágangi Kínverja um að stofna til stórfelldra umsvifa á Grímstöðum á Fjöllum í þeirra eigin eða leigðu landrými, með prívat flugvélakost, flugvöll fyrir sig og fleiru. Enginn fær séð fyrir hvernig slík aðstaða geti nýst óviðkomandi herveldi á ókomnum árum í sviptivindum alþjóðamála. Markmiðið hlýtur að vera stöðugleiki á Norðurslóðum í samvinnu við bandamenn okkar. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott 2006 var tekin upp takmörkuð loftrýmisgæsla af bandalagsríkjum okkar í NATO. Æskilegt væri að fá Norðurlöndin öll þar til liðs til framtíðar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið Kínverjum fagnandi, síðast Wen forsætisráðherra og 100 manna fylgdarliði þegar Ísland var heimsótt í apríl í forgang við mikilvæg Evrópulönd. En örríkið Ísland hafði sýnilega meira vægi vegna aðildar að Norðurskautsráðinu Þessum vinahótum forsetans við fjarlægt einræðisríki er síður beint að Evrópuþjóðum. Mikil eru varnaðarorð hans við aðild að Evrópusambandinu sem af stafi óvissa fyrir okkur. Aðildarríki ESB, vinaríki Íslands, telja hinsvegar sjálf, að það stuðli að auknu öryggi að vera innan þeirra landamæra. Forsetinn vill fórna sér fimmta kjörtímabilið í röð til að hafa vit fyrir landslýð. Það leyfi ég mér að afþakka um leið og ég segi að veri Þóra Arnórsdóttir velkomin sem eftirmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninganna hefur Þóra Arnórsdóttir tekið fram, að hún skilji stjórnarskrá lýðveldisins Íslands á þá lund að hér ríki þingbundið lýðræði. Staðfestingu á skýrum ákvörðunum Alþings verður ekki synjað af forseta eftir geðþótta og aðild að Evrópusambandinu ræðst í þjóðaratkvæði. Þóra hefur vissulega til að bera hina ágætustu menntun og starfsreynslu til að taka við sem forseti Íslands. Forða ber því sem fráleitt er, að forsetinn sitji í fimm kjörtímabil. Þóra er fulltrúi nýrrar kynslóðar, hins nýja tíma sem nú skal veita Íslandi forystu. Ég styð Þóru eindregið sem næsta forseta Íslands. Það var ógæfa íslensku stjórnarskrárinnar frá 1944 að hún setur ekki skýr og ótvíræð ákvæði um það hvort forsetinn hafi synjunar- eða málskotsrétt. En einmitt um þetta veigamikla atriði, liggja þó fyrir þær lagaskýringar Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins að „ ... draga í efa hvort forseti lýðveldisins hefur stjórnskipulegan eða annan rétt til að reyna að beita áhrifum við Alþingi við mál sem eru til meðferðar þingsins." Í hálfa öld hafði sú fasta venja myndast að þetta ákvæði 26.gr stjórnarskrárinnar lá kyrrt, þar til Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti ekki lög um fjölmiðla 2004. Með því er í raun nýtt stjórnarfyrirkomulag tekið upp í andstöðu við stjórnarskrárákvæði um að Ísland búi við þingbundið lýðræði, að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og láti ráðherra framkvæma vald sitt. Þetta segir stjórnarskráin sem í gildi er , hvað sem síðar kann að verða. Inngrip forsetans í ákvaðanir Alþingis hafa aukið þá pólitískri ringulreið og óvissu sem fylgdi hruninu og var ærið nóg. Nokkuð lyftist brún okkar hér syðra þegar Þingeyingar tóku að sér að móta nýja stefnu um tengsl lands og þjóðar gagnvart Kína. Vonandi verður ekki látið undan ágangi Kínverja um að stofna til stórfelldra umsvifa á Grímstöðum á Fjöllum í þeirra eigin eða leigðu landrými, með prívat flugvélakost, flugvöll fyrir sig og fleiru. Enginn fær séð fyrir hvernig slík aðstaða geti nýst óviðkomandi herveldi á ókomnum árum í sviptivindum alþjóðamála. Markmiðið hlýtur að vera stöðugleiki á Norðurslóðum í samvinnu við bandamenn okkar. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott 2006 var tekin upp takmörkuð loftrýmisgæsla af bandalagsríkjum okkar í NATO. Æskilegt væri að fá Norðurlöndin öll þar til liðs til framtíðar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið Kínverjum fagnandi, síðast Wen forsætisráðherra og 100 manna fylgdarliði þegar Ísland var heimsótt í apríl í forgang við mikilvæg Evrópulönd. En örríkið Ísland hafði sýnilega meira vægi vegna aðildar að Norðurskautsráðinu Þessum vinahótum forsetans við fjarlægt einræðisríki er síður beint að Evrópuþjóðum. Mikil eru varnaðarorð hans við aðild að Evrópusambandinu sem af stafi óvissa fyrir okkur. Aðildarríki ESB, vinaríki Íslands, telja hinsvegar sjálf, að það stuðli að auknu öryggi að vera innan þeirra landamæra. Forsetinn vill fórna sér fimmta kjörtímabilið í röð til að hafa vit fyrir landslýð. Það leyfi ég mér að afþakka um leið og ég segi að veri Þóra Arnórsdóttir velkomin sem eftirmaður.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun