Stuðningsgrein: Þóru fyrir forseta Einar Benediktsson skrifar 28. júní 2012 15:00 Í aðdraganda forsetakosninganna hefur Þóra Arnórsdóttir tekið fram, að hún skilji stjórnarskrá lýðveldisins Íslands á þá lund að hér ríki þingbundið lýðræði. Staðfestingu á skýrum ákvörðunum Alþings verður ekki synjað af forseta eftir geðþótta og aðild að Evrópusambandinu ræðst í þjóðaratkvæði. Þóra hefur vissulega til að bera hina ágætustu menntun og starfsreynslu til að taka við sem forseti Íslands. Forða ber því sem fráleitt er, að forsetinn sitji í fimm kjörtímabil. Þóra er fulltrúi nýrrar kynslóðar, hins nýja tíma sem nú skal veita Íslandi forystu. Ég styð Þóru eindregið sem næsta forseta Íslands. Það var ógæfa íslensku stjórnarskrárinnar frá 1944 að hún setur ekki skýr og ótvíræð ákvæði um það hvort forsetinn hafi synjunar- eða málskotsrétt. En einmitt um þetta veigamikla atriði, liggja þó fyrir þær lagaskýringar Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins að „ ... draga í efa hvort forseti lýðveldisins hefur stjórnskipulegan eða annan rétt til að reyna að beita áhrifum við Alþingi við mál sem eru til meðferðar þingsins." Í hálfa öld hafði sú fasta venja myndast að þetta ákvæði 26.gr stjórnarskrárinnar lá kyrrt, þar til Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti ekki lög um fjölmiðla 2004. Með því er í raun nýtt stjórnarfyrirkomulag tekið upp í andstöðu við stjórnarskrárákvæði um að Ísland búi við þingbundið lýðræði, að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og láti ráðherra framkvæma vald sitt. Þetta segir stjórnarskráin sem í gildi er , hvað sem síðar kann að verða. Inngrip forsetans í ákvaðanir Alþingis hafa aukið þá pólitískri ringulreið og óvissu sem fylgdi hruninu og var ærið nóg. Nokkuð lyftist brún okkar hér syðra þegar Þingeyingar tóku að sér að móta nýja stefnu um tengsl lands og þjóðar gagnvart Kína. Vonandi verður ekki látið undan ágangi Kínverja um að stofna til stórfelldra umsvifa á Grímstöðum á Fjöllum í þeirra eigin eða leigðu landrými, með prívat flugvélakost, flugvöll fyrir sig og fleiru. Enginn fær séð fyrir hvernig slík aðstaða geti nýst óviðkomandi herveldi á ókomnum árum í sviptivindum alþjóðamála. Markmiðið hlýtur að vera stöðugleiki á Norðurslóðum í samvinnu við bandamenn okkar. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott 2006 var tekin upp takmörkuð loftrýmisgæsla af bandalagsríkjum okkar í NATO. Æskilegt væri að fá Norðurlöndin öll þar til liðs til framtíðar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið Kínverjum fagnandi, síðast Wen forsætisráðherra og 100 manna fylgdarliði þegar Ísland var heimsótt í apríl í forgang við mikilvæg Evrópulönd. En örríkið Ísland hafði sýnilega meira vægi vegna aðildar að Norðurskautsráðinu Þessum vinahótum forsetans við fjarlægt einræðisríki er síður beint að Evrópuþjóðum. Mikil eru varnaðarorð hans við aðild að Evrópusambandinu sem af stafi óvissa fyrir okkur. Aðildarríki ESB, vinaríki Íslands, telja hinsvegar sjálf, að það stuðli að auknu öryggi að vera innan þeirra landamæra. Forsetinn vill fórna sér fimmta kjörtímabilið í röð til að hafa vit fyrir landslýð. Það leyfi ég mér að afþakka um leið og ég segi að veri Þóra Arnórsdóttir velkomin sem eftirmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninganna hefur Þóra Arnórsdóttir tekið fram, að hún skilji stjórnarskrá lýðveldisins Íslands á þá lund að hér ríki þingbundið lýðræði. Staðfestingu á skýrum ákvörðunum Alþings verður ekki synjað af forseta eftir geðþótta og aðild að Evrópusambandinu ræðst í þjóðaratkvæði. Þóra hefur vissulega til að bera hina ágætustu menntun og starfsreynslu til að taka við sem forseti Íslands. Forða ber því sem fráleitt er, að forsetinn sitji í fimm kjörtímabil. Þóra er fulltrúi nýrrar kynslóðar, hins nýja tíma sem nú skal veita Íslandi forystu. Ég styð Þóru eindregið sem næsta forseta Íslands. Það var ógæfa íslensku stjórnarskrárinnar frá 1944 að hún setur ekki skýr og ótvíræð ákvæði um það hvort forsetinn hafi synjunar- eða málskotsrétt. En einmitt um þetta veigamikla atriði, liggja þó fyrir þær lagaskýringar Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins að „ ... draga í efa hvort forseti lýðveldisins hefur stjórnskipulegan eða annan rétt til að reyna að beita áhrifum við Alþingi við mál sem eru til meðferðar þingsins." Í hálfa öld hafði sú fasta venja myndast að þetta ákvæði 26.gr stjórnarskrárinnar lá kyrrt, þar til Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti ekki lög um fjölmiðla 2004. Með því er í raun nýtt stjórnarfyrirkomulag tekið upp í andstöðu við stjórnarskrárákvæði um að Ísland búi við þingbundið lýðræði, að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og láti ráðherra framkvæma vald sitt. Þetta segir stjórnarskráin sem í gildi er , hvað sem síðar kann að verða. Inngrip forsetans í ákvaðanir Alþingis hafa aukið þá pólitískri ringulreið og óvissu sem fylgdi hruninu og var ærið nóg. Nokkuð lyftist brún okkar hér syðra þegar Þingeyingar tóku að sér að móta nýja stefnu um tengsl lands og þjóðar gagnvart Kína. Vonandi verður ekki látið undan ágangi Kínverja um að stofna til stórfelldra umsvifa á Grímstöðum á Fjöllum í þeirra eigin eða leigðu landrými, með prívat flugvélakost, flugvöll fyrir sig og fleiru. Enginn fær séð fyrir hvernig slík aðstaða geti nýst óviðkomandi herveldi á ókomnum árum í sviptivindum alþjóðamála. Markmiðið hlýtur að vera stöðugleiki á Norðurslóðum í samvinnu við bandamenn okkar. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott 2006 var tekin upp takmörkuð loftrýmisgæsla af bandalagsríkjum okkar í NATO. Æskilegt væri að fá Norðurlöndin öll þar til liðs til framtíðar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið Kínverjum fagnandi, síðast Wen forsætisráðherra og 100 manna fylgdarliði þegar Ísland var heimsótt í apríl í forgang við mikilvæg Evrópulönd. En örríkið Ísland hafði sýnilega meira vægi vegna aðildar að Norðurskautsráðinu Þessum vinahótum forsetans við fjarlægt einræðisríki er síður beint að Evrópuþjóðum. Mikil eru varnaðarorð hans við aðild að Evrópusambandinu sem af stafi óvissa fyrir okkur. Aðildarríki ESB, vinaríki Íslands, telja hinsvegar sjálf, að það stuðli að auknu öryggi að vera innan þeirra landamæra. Forsetinn vill fórna sér fimmta kjörtímabilið í röð til að hafa vit fyrir landslýð. Það leyfi ég mér að afþakka um leið og ég segi að veri Þóra Arnórsdóttir velkomin sem eftirmaður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar