Viljum vinna með lögreglu í svona málum - en verðum að fara eftir lögum Boði Logason skrifar 28. ágúst 2012 16:35 „Við getum ekki tekið afstöðu út frá sakarefni. Nauðgun er hræðilegt fyrirbæri og við viljum gera allt til að aðstoða lögregluna í því að leysa svona mál. En við verðum að fara að lögum," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að Símanum sé ekki nauðsynlegt að láta af hendi upplýsingar sem gætu nýst við lausn á nauðgunarmáli á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í byrjun mánaðarins. Ætlaður gerandi sést ekki greinilega á myndbandsupptökum en hann sést þó tala í síma skömmu eftir að hið ætlaða brot hafi verið framið. Lögreglan fór á fram á það að símafyrirtækjunum á Íslandi væri skylt að veita upplýsingar um alla farsíma sem hringt var úr eða í á svæðinu á tilgreindum tíma. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Hæstiréttur úrskurðaði í gær að lögreglan mætti ekki fá gögnin frá Símanum. Hvort hin símafyrirtækin hafi látið lögregluna fá upplýsingar er óljóst að svo stöddu. Sævar Freyr segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið líti svo á að því sé skylt að bera kröfur sem þessar undir dómstóla. „Þar sem við vitum að Hæstiréttur hefur ítrekað hafnað beiðnum um slíkt. Í dómnum kemur skýrt fram að ef við hefðum látið gögnin af hendi væri það brot stjórnarskrárvörðum rétti á friðhelgi einkalífsins." Sævar Freyr segir málið snúast um löggjöfina hér á landi. „Við viljum vinna með lögreglu í öllum svona málum - en við verðum að fara eftir lögum. Til að láta svona beiðnir af hendi verður löggjafinn að gera nauðsynlegar breytingar. Lögin heimila okkur ekki alltaf að taka málin lengra. Okkur ber skylda að fara eftir þeim." Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
„Við getum ekki tekið afstöðu út frá sakarefni. Nauðgun er hræðilegt fyrirbæri og við viljum gera allt til að aðstoða lögregluna í því að leysa svona mál. En við verðum að fara að lögum," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að Símanum sé ekki nauðsynlegt að láta af hendi upplýsingar sem gætu nýst við lausn á nauðgunarmáli á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í byrjun mánaðarins. Ætlaður gerandi sést ekki greinilega á myndbandsupptökum en hann sést þó tala í síma skömmu eftir að hið ætlaða brot hafi verið framið. Lögreglan fór á fram á það að símafyrirtækjunum á Íslandi væri skylt að veita upplýsingar um alla farsíma sem hringt var úr eða í á svæðinu á tilgreindum tíma. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Hæstiréttur úrskurðaði í gær að lögreglan mætti ekki fá gögnin frá Símanum. Hvort hin símafyrirtækin hafi látið lögregluna fá upplýsingar er óljóst að svo stöddu. Sævar Freyr segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið líti svo á að því sé skylt að bera kröfur sem þessar undir dómstóla. „Þar sem við vitum að Hæstiréttur hefur ítrekað hafnað beiðnum um slíkt. Í dómnum kemur skýrt fram að ef við hefðum látið gögnin af hendi væri það brot stjórnarskrárvörðum rétti á friðhelgi einkalífsins." Sævar Freyr segir málið snúast um löggjöfina hér á landi. „Við viljum vinna með lögreglu í öllum svona málum - en við verðum að fara eftir lögum. Til að láta svona beiðnir af hendi verður löggjafinn að gera nauðsynlegar breytingar. Lögin heimila okkur ekki alltaf að taka málin lengra. Okkur ber skylda að fara eftir þeim."
Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira