Landsliðið í fimm tíma rútuferð: Veit ekki hvar í Evrópu við erum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2012 18:14 Guðjón Valur Sigurðsson Mynd/AFP Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flottan leik í dag þegar liðið vann 37-30 sigur á Rúmeníu í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Guðjón Valur skoraði 11 mörk í leiknum og var markahæstur í íslenska liðinu en hann hefur nú skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í riðlinum. Landsliðsfyrirliðinn var ánægður með sigurinn en hann var hinsvegar ekki sáttur við þá ákvörðun rúmenska handboltalandsliðsins að spila leikinn langt í burtu frá höfuðborginni en hann og strákarnir þurftu að ferðast í yfir fimm tíma í rútu eftir að þeir lentu í Búkarest. „Ég veit einfaldlega ekki hvar í Evrópu við erum. Það var reynt að gera þetta eins erfitt fyrir okkur og hægt var. Við erum að ferðast fáránlega lengi og það er með ólíkindum að það sé leyfilegt að spila leik frá alþjóða flugvelli," sagði Guðjón Valur við Vísi í kvöld og var allt annað en sáttur. „Það þarf enginn að segja að það sé ekki til almennileg höll í Búkarest eða að hún sé ekki til í innan við klukkutíma akstursfjarlægð frá flugvellinum. Það hefði breytt öllu fyrir okkur því við erum að koma hérna inn á hótel í fyrradag um tvö til hálf þrjú um nóttina eftir að hafa lagt af stað klukkan fimm um morguninn frá Íslandi," sagði Guðjón Valur en íslensku strákarnir voru þá að gera sig klára fyrir aðra fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest. „Við ákváðum bara að taka þessu sem ögrun og engu öðru. Þó svo að það sé verið að opna eitthver íþróttahús hjá okkur á Íslandi í fimm tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík þá held ég að það sé engin ástæða að fara með leik þangað þar sem er verið að spila um þátttökurétt á Evrópumóti. Þetta er ekki æfingaleikur og það er stíf dagskrá hjá okkur og lítill tími sem við höfum. Í þessari viku eyddum við sólarhring í ferðalag. Við erum síðan á leiðinni í rúmlega fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest og svo fljúgum við klukkan sex eða sjö í fyrramálið," segir Guðjón Valur en hvað verður gert í rútunni á leiðinni. „Það verða engin skemmtiatriði í gangi en ég setti Þórir Ólafsson í fararstjórn því hann er sá eini af okkur sem er að spila í Austur-Evrópu. Hann verður bara að standa sig," sagði Guðjón Valur í léttum tón en þá má finna viðtal við kappann í Fréttablaðinu á morgun. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37 Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin. 4. nóvember 2012 13:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flottan leik í dag þegar liðið vann 37-30 sigur á Rúmeníu í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Guðjón Valur skoraði 11 mörk í leiknum og var markahæstur í íslenska liðinu en hann hefur nú skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í riðlinum. Landsliðsfyrirliðinn var ánægður með sigurinn en hann var hinsvegar ekki sáttur við þá ákvörðun rúmenska handboltalandsliðsins að spila leikinn langt í burtu frá höfuðborginni en hann og strákarnir þurftu að ferðast í yfir fimm tíma í rútu eftir að þeir lentu í Búkarest. „Ég veit einfaldlega ekki hvar í Evrópu við erum. Það var reynt að gera þetta eins erfitt fyrir okkur og hægt var. Við erum að ferðast fáránlega lengi og það er með ólíkindum að það sé leyfilegt að spila leik frá alþjóða flugvelli," sagði Guðjón Valur við Vísi í kvöld og var allt annað en sáttur. „Það þarf enginn að segja að það sé ekki til almennileg höll í Búkarest eða að hún sé ekki til í innan við klukkutíma akstursfjarlægð frá flugvellinum. Það hefði breytt öllu fyrir okkur því við erum að koma hérna inn á hótel í fyrradag um tvö til hálf þrjú um nóttina eftir að hafa lagt af stað klukkan fimm um morguninn frá Íslandi," sagði Guðjón Valur en íslensku strákarnir voru þá að gera sig klára fyrir aðra fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest. „Við ákváðum bara að taka þessu sem ögrun og engu öðru. Þó svo að það sé verið að opna eitthver íþróttahús hjá okkur á Íslandi í fimm tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík þá held ég að það sé engin ástæða að fara með leik þangað þar sem er verið að spila um þátttökurétt á Evrópumóti. Þetta er ekki æfingaleikur og það er stíf dagskrá hjá okkur og lítill tími sem við höfum. Í þessari viku eyddum við sólarhring í ferðalag. Við erum síðan á leiðinni í rúmlega fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest og svo fljúgum við klukkan sex eða sjö í fyrramálið," segir Guðjón Valur en hvað verður gert í rútunni á leiðinni. „Það verða engin skemmtiatriði í gangi en ég setti Þórir Ólafsson í fararstjórn því hann er sá eini af okkur sem er að spila í Austur-Evrópu. Hann verður bara að standa sig," sagði Guðjón Valur í léttum tón en þá má finna viðtal við kappann í Fréttablaðinu á morgun.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37 Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin. 4. nóvember 2012 13:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira
Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37 Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin. 4. nóvember 2012 13:30