Ný reglugerð markar tímamót Svandís Svavarsdóttir skrifar 26. janúar 2012 06:00 Ný byggingarreglugerð sem hefur litið dagsins ljós er sérlega yfirgripsmikil og tekur til fjölda atriða sem snerta daglegt líf og aðbúnað almennings. Ýmis nýmæli eru í nýju reglugerðinni, s.s. aukin áhersla á aðgengismál. Þar er stuðst við svokallaða algilda hönnun, sem gerir ráð fyrir að mannvirki séu þannig úr garði gerð að þau henti öllum – ekki aðeins þeim sem hafa fulla heilsu. Áætlað er að minnst tíu prósent íbúa landsins búi við varanlega hreyfihömlun eða annars konar fötlun og auk þess hefur fjöldi fólks skerta hreyfigetu vegna aldurs eða tímabundinna aðstæðna. Sérstaklega skal taka tillit til þessa við hönnun mannvirkja samkvæmt reglugerðinni. Þá eru auknar kröfur um sjálfbærni í mannvirkjagerð , t.d. um einangrun, flokkun byggingaúrgangs, endingu og um að umhverfisáhrifum byggingarinnar sé haldið í lágmarki. Betri orkunýting er einnig sett á oddinn, sem er mikilvægt neytendamál, því þótt Íslendingar hafi löngum státað af ódýrri og endurnýjanlegri orku er ljóst að orkuverð fer hækkandi. Neytendavernd er reyndar almennt gert hátt undir höfði því lögð er áhersla á að standa vörð um verðmætar eignir almennings með því að stuðla að endingu og hagkvæmni. M.a. er gert ráð fyrir markvissara og samræmdara eftirliti í mannvirkjagerð en áður. Þannig eru líkur auknar á því að ný hús uppfylli væntingar kaupenda og dregið úr hættu á göllum. Innleiðing gæðastjórnunarkerfa í starfsemi byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara þjóna sama markmiði. Ákvæði sem snerta þessa þætti eiga jafnframt að leiða til sparnaðar. Öryggiskröfur eru auknar í nýju reglugerðinni, ekki síst hvað varðar öryggi barna. Sérstakur kafli er um hollustu, heilsu og umhverfi – þar sem m.a. er tekið á raka í húsum. Þá eru kröfur um hljóðvist auknar til muna, með sérstakri áherslu á skóla og aðra staði þar sem börn dvelja og einnig á sjúkrahús. Byggingarreglugerð er dæmi um regluverk sem fæst okkar þurfa að eiga við dags daglega, en hún er gríðarlega mikilvæg, því þar eru lagðar línurnar fyrir megnið af því manngerða umhverfi sem við verjum tíma okkar í. Miklu skiptir að þetta umhverfi sé sem best úr garði gert. Nýja reglugerðin er stórt skref fram á við sem mun bæta lífsskilyrði almennings til muna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Ný byggingarreglugerð sem hefur litið dagsins ljós er sérlega yfirgripsmikil og tekur til fjölda atriða sem snerta daglegt líf og aðbúnað almennings. Ýmis nýmæli eru í nýju reglugerðinni, s.s. aukin áhersla á aðgengismál. Þar er stuðst við svokallaða algilda hönnun, sem gerir ráð fyrir að mannvirki séu þannig úr garði gerð að þau henti öllum – ekki aðeins þeim sem hafa fulla heilsu. Áætlað er að minnst tíu prósent íbúa landsins búi við varanlega hreyfihömlun eða annars konar fötlun og auk þess hefur fjöldi fólks skerta hreyfigetu vegna aldurs eða tímabundinna aðstæðna. Sérstaklega skal taka tillit til þessa við hönnun mannvirkja samkvæmt reglugerðinni. Þá eru auknar kröfur um sjálfbærni í mannvirkjagerð , t.d. um einangrun, flokkun byggingaúrgangs, endingu og um að umhverfisáhrifum byggingarinnar sé haldið í lágmarki. Betri orkunýting er einnig sett á oddinn, sem er mikilvægt neytendamál, því þótt Íslendingar hafi löngum státað af ódýrri og endurnýjanlegri orku er ljóst að orkuverð fer hækkandi. Neytendavernd er reyndar almennt gert hátt undir höfði því lögð er áhersla á að standa vörð um verðmætar eignir almennings með því að stuðla að endingu og hagkvæmni. M.a. er gert ráð fyrir markvissara og samræmdara eftirliti í mannvirkjagerð en áður. Þannig eru líkur auknar á því að ný hús uppfylli væntingar kaupenda og dregið úr hættu á göllum. Innleiðing gæðastjórnunarkerfa í starfsemi byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara þjóna sama markmiði. Ákvæði sem snerta þessa þætti eiga jafnframt að leiða til sparnaðar. Öryggiskröfur eru auknar í nýju reglugerðinni, ekki síst hvað varðar öryggi barna. Sérstakur kafli er um hollustu, heilsu og umhverfi – þar sem m.a. er tekið á raka í húsum. Þá eru kröfur um hljóðvist auknar til muna, með sérstakri áherslu á skóla og aðra staði þar sem börn dvelja og einnig á sjúkrahús. Byggingarreglugerð er dæmi um regluverk sem fæst okkar þurfa að eiga við dags daglega, en hún er gríðarlega mikilvæg, því þar eru lagðar línurnar fyrir megnið af því manngerða umhverfi sem við verjum tíma okkar í. Miklu skiptir að þetta umhverfi sé sem best úr garði gert. Nýja reglugerðin er stórt skref fram á við sem mun bæta lífsskilyrði almennings til muna.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar