

Við sníðum norræna velferðarsamfélagið að framtíðinni
Norræna velferðarsamfélagið nýtur aðdáunar víða, en þar fara saman með árangursríkum hætti framþróun og jöfnuður sem hafa stuðlað að samfélagslegri sátt og njóta mikils stuðnings almennings. Grunngildin eru jöfn tækifæri, félagsleg samstaða og öryggi fyrir alla. Allur almenningur nýtur öryggis og almannatrygginga sem byggð eru á meginreglunni um að velferðarþjónusta, kostuð með skatttekjum, skuli látin í té eftir þörfum og á jafnréttisgrundvelli. Gott skipulag og víðtækt samstarf milli aðila vinnumarkaðarins hafa skapað bæði stöðugleika og frið á vinnumarkaði og gert að verkum að nauðsynlegar breytingar hafa orðið á gerð hans. Fjárfesting í umönnun barna og aldraðra hefur gert konum kleift að vinna utan heimilis og taka þátt í pólitísku starfi í meiri mæli en þekkist annars staðar í heiminum. Norræna velferðarsamfélagið hefur reynst borgurum norrænu landanna vel.
En norræna velferðarsamfélagið stendur í dag og í framtíðinni frammi fyrir ögrandi viðfangsefnum. Ytri og innri breytingar af völdum hnattrænnar samkeppni, hraðrar iðnvæðingar fjölmennra stórríkja á borð við Kína og Indland og hluta Suður-Ameríku og Austur-Evrópu, loftslagsbreytinga, lýðfræðilegra breytinga vegna hækkandi aldurs þjóða, fjármálakreppa og vaxandi atvinnuleysis kalla á nýjar lausnir og hugmyndir. Viðleitni til að takast á við framtíðina með því að lækka laun er skref afturábak. Þannig efnahagslíf skapar ekki þann vöxt velmegunar sem nauðsynlegur er til að sameina kröftugan vöxt og metnaðarfull markmið um velferðarsamfélag sem byggt er á jafnrétti og er í fremstu röð í heiminum.
Atvinnulífið á Norðurlöndum þarf að keppa á grundvelli þekkingar og gæða. Því er þörf á fjárfestingum í rannsóknum, á að menntakerfið verði eflt og að mun fleiri fái tækifæri til að mennta sig ævina á enda – í stað lakari kjara á vinnumarkaði.
Þetta snýst um að byggja áfram á samstarfi milli stjórnmála, aðila vinnumarkaðarins og menntakerfisins í því skyni að endurnýja framleiðsluvörur landa vorra og skapa vörur og þjónustu sem byggja á aukinni menntun og þekkingu.
Við viljum sníða norræna velferðarsamfélagið að framtíðinni og gangsetjum því rannsóknarverkefni. Í fyrsta sinn munu öll norrænu löndin í sameiningu láta hið frjálsa og óháða rannsóknasamfélag greina ítarlega, álagsprófa og framkvæma afleiðingagreiningar. Rannsóknin mun veita okkur mikilvæga innsýn í það hvaða augum borgararnir líta samfélagsþróunina, bæði innri og ytri breytingar, ásamt því að grafast fyrir um væntingar og óskir borgaranna um framtíð barna sinna.
Lykilspurning er hvernig stjórnmálin geta endurnýjað aðferðafræði sína þannig að hægt sé að sinna þeim þörfum sem eru að koma fram samhliða því að núverandi aðferðafræði, sem reynsla er komin á, er þróuð áfram. Niðurstöðurnar verða birtar á ráðstefnu SAMAK árið 2014.
Samfélög byggð á jafnrétti og almennri fjárfestingu í velferð hafa sannað sig að vera traustur grundvöllur undir efnahagslegum vexti sakir menntunartækifæra og tækifæra til þróunar sem öllum standa opin. Undir stjórn fjölmargra ríkisstjórna jafnaðarmanna og í samstarfi við verkalýðshreyfinguna hafa Norðurlöndin markað sína eigin stefnu. Við vonumst til þess að verkefnið muni benda á þá valkosti til framþróunar sem verkalýðhreyfingunni standa til boða. Við stöndum ekki aðeins fyrir langri sögu velferðar sem og áhrifum á nútímann, heldur er framtíðin einnig okkar.
Jóhanna Sigurðardóttír, formaður Samfylkingarinnar á Íslandi, forsætisráðherra
Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð
Wanja Lundby-Wedin, formaður Alþýðusambandsins í Svíþjóð
Helle Thorning-Schmidt, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku, forsætisráðherra
Harald Børsting, formaður LO í Danmörku
Jens Stoltenberg, formaður Jafnaðarmannaflokkssins í Noregi, forsætisráðherra
Roar Flåthen, formaður LO í Noregi,
Jutta Urpilainen, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Finnlandi, vara-forsætisráðherra
Lauri Lyly, formaður SAK/FFC í Finnlandi
Camilla Gunell formaður Jafnaðarmannaflokksins á Álandseyjum.
Skoðun

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar