Stattu upp! Pawel Bartoszek skrifar 17. febrúar 2012 06:00 Með nýju ári óx þjónustusvæði Strætó til muna með samningum fyrirtækisins við Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Nú eru farnar um ellefu ferðir á dag til Selfoss, þrjár til Hvolsvallar og ein til Víkur í Mýrdal. Einu sinni í viku er svo farið alla leið til Hafnar í Hornafirði. Þetta eru góð skref. En það er auðvitað dálítið miður hvernig umræðan getur oft snúist almenningssamgöngum í óhag. Ef of fáir ferðast með strætó þá er það slæmt, því vagnarnir keyra tómir, en ef of margir gera það þá er það slæmt því þá eru þeir fullir. Og þá þurfa einhverjir að standa, sem er víst rosa hættulegt. Venjulegur jepplingseigandi, sem byggir sínar hugmyndir um almenningssamgöngur á nokkrum rútuferðum í barnæsku og frásögnum ættingja í útlöndum, hefur líklegast gripið eftirfarandi setningabúta úr fréttum af strætó fyrstu mánuði þessa árs: „þurft að standa“ „vísað frá“ „löng bið í næsta vagn“. Sem sagt: Þröngir, óáreiðanlegir og hættulegir strætisvagnar. Menn þurfa ekki að vita meira. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó ferðuðust 1.950 farþegar með leið 51 (sem fer frá Reykjavík til Selfoss og stundum lengra) á einni viku í janúar. Það er auðvitað alveg þokkalegur fjöldi í heildina en sé miðað að farnar eru um 140 ferðir á viku og hver rúta taki 50-70 manns í sæti þá er sætanýtingin gróflega áætluð á bilinu 20-30%. Miðað við þessar tölur þá má áætla, jafnvel ef gert er ráð fyrir að notkunin dreifist fremur ójafnt yfir daginn, að líkurnar á því að menn þurfi að standa séu afar litlar. Öfugt við það sem ráða mætti af umræðunni. Ef það gerist kerfisbundið og ítrekað að sætin í sumum ferðum fyllast þá eiga farþegar að sjálfsögðu að láta í sér heyra og krefjast þess að ferðum og sætum verði fjölgað. Vonandi að nýtingin verði það góð að til þess þurfi að koma. En spurningin sem komið hefur upp í umræðunni að undanförnu er ekki sú hvort almennt eigi að gera ráð fyrir sætum fyrir alla í langferðum (um það eru væntanlega allir sammála) heldur hvað bílstjóri eigi að gera í þau örfáu skipti sem farþegar verða fleiri en sætin. Svo virðist sem Umferðarstofa telji að hann eigi að skilja farþegana eftir, en Strætó og sveitarfélögin vilja leyfa þeim að fara um borð. Ákvörðun þeirra síðarnefndu er rétt. Líka með tilliti til umferðaröryggis. Það er margfalt öruggara að ferðast með rútu eða strætó en með einkabíl. Sé litið á fjölda þeirra sem létust í umferðarslysum í Evrópusambandinu árið 2010 þá var um helmingur þeirra í einkabíl. Farþegar í hópferðabílum voru undir 0,5%. Þetta eru ögn færri en þeir sem dóu við að stýra landbúnaðartækjum. Sé áhættan reiknuð út á hvern farþega og hvern ekinn kílómetra reiknast strætóar og rútur gjarnan tíu sinnum öruggari en einkabílar. Ef einhverrar heildarhugsunar á að gæta í umferðaröryggismálum á auðvitað ekki að letja fólk frá því að nota þá samgöngumáta sem sannarlega eru öruggastir með því að gera þá óaðgengilegri eða óáreiðanlegri. Ef Akranesbúi sem er vanur að fara í vinnuna með strætó þarf í nokkur skipti að sitja eftir vegna þess að eitthvað skólaferðalag fyllir vagninn mun hann fljótt gefast upp. Þannig að fremur en að leyfa honum að standa í örfá skipti verður honum vísað í tífalt hættulegri farkost. Nú kann að vera að öruggara sé að ferðast í rútu sitjandi en standandi, þó ég þekki ekki gögn sem sýna slíkt. En í ljósi þess að hópferðabílar eru margfalt öruggari ferðamáti en einkabílar þá eigum við ekki að leggja til skref sem munu gera þann ferðamáta verri. Já, verri. Það er margfalt verra að sitja eftir á stoppistöðinni en að þurfa einstöku sinnum að standa. Fyrst einkabílar eru tíu sinnum hættulegri en strætóar mætti, með vísan til umferðaröryggis, alveg eins banna venjulegu fólki að keyra. Vonandi leggur enginn slíkt til. En þá á heldur ekki að hræða fólk frá því að nota margfalt öruggari ferðamáta. Eða banna hann. Í nafni umferðaröryggis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með nýju ári óx þjónustusvæði Strætó til muna með samningum fyrirtækisins við Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Nú eru farnar um ellefu ferðir á dag til Selfoss, þrjár til Hvolsvallar og ein til Víkur í Mýrdal. Einu sinni í viku er svo farið alla leið til Hafnar í Hornafirði. Þetta eru góð skref. En það er auðvitað dálítið miður hvernig umræðan getur oft snúist almenningssamgöngum í óhag. Ef of fáir ferðast með strætó þá er það slæmt, því vagnarnir keyra tómir, en ef of margir gera það þá er það slæmt því þá eru þeir fullir. Og þá þurfa einhverjir að standa, sem er víst rosa hættulegt. Venjulegur jepplingseigandi, sem byggir sínar hugmyndir um almenningssamgöngur á nokkrum rútuferðum í barnæsku og frásögnum ættingja í útlöndum, hefur líklegast gripið eftirfarandi setningabúta úr fréttum af strætó fyrstu mánuði þessa árs: „þurft að standa“ „vísað frá“ „löng bið í næsta vagn“. Sem sagt: Þröngir, óáreiðanlegir og hættulegir strætisvagnar. Menn þurfa ekki að vita meira. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó ferðuðust 1.950 farþegar með leið 51 (sem fer frá Reykjavík til Selfoss og stundum lengra) á einni viku í janúar. Það er auðvitað alveg þokkalegur fjöldi í heildina en sé miðað að farnar eru um 140 ferðir á viku og hver rúta taki 50-70 manns í sæti þá er sætanýtingin gróflega áætluð á bilinu 20-30%. Miðað við þessar tölur þá má áætla, jafnvel ef gert er ráð fyrir að notkunin dreifist fremur ójafnt yfir daginn, að líkurnar á því að menn þurfi að standa séu afar litlar. Öfugt við það sem ráða mætti af umræðunni. Ef það gerist kerfisbundið og ítrekað að sætin í sumum ferðum fyllast þá eiga farþegar að sjálfsögðu að láta í sér heyra og krefjast þess að ferðum og sætum verði fjölgað. Vonandi að nýtingin verði það góð að til þess þurfi að koma. En spurningin sem komið hefur upp í umræðunni að undanförnu er ekki sú hvort almennt eigi að gera ráð fyrir sætum fyrir alla í langferðum (um það eru væntanlega allir sammála) heldur hvað bílstjóri eigi að gera í þau örfáu skipti sem farþegar verða fleiri en sætin. Svo virðist sem Umferðarstofa telji að hann eigi að skilja farþegana eftir, en Strætó og sveitarfélögin vilja leyfa þeim að fara um borð. Ákvörðun þeirra síðarnefndu er rétt. Líka með tilliti til umferðaröryggis. Það er margfalt öruggara að ferðast með rútu eða strætó en með einkabíl. Sé litið á fjölda þeirra sem létust í umferðarslysum í Evrópusambandinu árið 2010 þá var um helmingur þeirra í einkabíl. Farþegar í hópferðabílum voru undir 0,5%. Þetta eru ögn færri en þeir sem dóu við að stýra landbúnaðartækjum. Sé áhættan reiknuð út á hvern farþega og hvern ekinn kílómetra reiknast strætóar og rútur gjarnan tíu sinnum öruggari en einkabílar. Ef einhverrar heildarhugsunar á að gæta í umferðaröryggismálum á auðvitað ekki að letja fólk frá því að nota þá samgöngumáta sem sannarlega eru öruggastir með því að gera þá óaðgengilegri eða óáreiðanlegri. Ef Akranesbúi sem er vanur að fara í vinnuna með strætó þarf í nokkur skipti að sitja eftir vegna þess að eitthvað skólaferðalag fyllir vagninn mun hann fljótt gefast upp. Þannig að fremur en að leyfa honum að standa í örfá skipti verður honum vísað í tífalt hættulegri farkost. Nú kann að vera að öruggara sé að ferðast í rútu sitjandi en standandi, þó ég þekki ekki gögn sem sýna slíkt. En í ljósi þess að hópferðabílar eru margfalt öruggari ferðamáti en einkabílar þá eigum við ekki að leggja til skref sem munu gera þann ferðamáta verri. Já, verri. Það er margfalt verra að sitja eftir á stoppistöðinni en að þurfa einstöku sinnum að standa. Fyrst einkabílar eru tíu sinnum hættulegri en strætóar mætti, með vísan til umferðaröryggis, alveg eins banna venjulegu fólki að keyra. Vonandi leggur enginn slíkt til. En þá á heldur ekki að hræða fólk frá því að nota margfalt öruggari ferðamáta. Eða banna hann. Í nafni umferðaröryggis.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun