Ferskir vindar um Höllina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2012 10:00 Helgi Rafn Viggósson hjá Tindastól og Magnús Þór Gunnarsson hjá Keflavík með bikarinn. Mynd/Jón Björn Ólafsson Karlalið Keflavíkur sker sig svo sannarlega úr meðal þeirra fjögurra liða sem spila til úrslita um Poweradebikarinn í Laugardalshöllinni í dag. Keflvíkingar hafa unnið bikarinn fimm sinnum en þá tilfinningu þekkja hin lið þrjú hinsvegar ekki. Þetta verður jafnframt fyrsti bikarúrslitadagurinn í 18 ár sem höfuðborgarsvæðið á engan fulltrúa. Leikur Njarðvíkur og Snæfells í kvennaflokki hefst klukkan 13.30 en karlaleikur Keflavíkur og Tindastóls hefst síðan klukkan 16.00. Keflvíkingar eru mun ofar í töflunni og sigurstranglegri í karlaleiknum í dag. Stólarnir geta horft til Stjörnumanna sem fóru í Höllina í fyrsta sinn fyrir þremur árum og urðu þá bikarmeistarar eftir mjög óvæntan sigur á afar vel mönnuðu KR-liði. Sigurganga SigurðarSigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, á nú frábæran möguleika á því að bæta enn einum titlinum í verðlaunasafnið hjá sér en Keflavík varð bikarmeistari undir hans stjórn 1997 og 2003. Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, er mættur með þriðja félagið í Höllina en þangað fóru einnig á sínum tíma Snæfellingar (2003) og Fjölnismenn (2008) undir hans stjórn. Bárður á enn eftir að vinna stóran titil (Íslands- eða bikarmeistaratitil) sem þjálfari en tvö af fjórum silfrum hans hafa komið eftir töp á móti liðum undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar. Endurtekning frá 1999?Hildur Sigurðar-dóttir hjá Snæfelli og Ólöf Helga Pálsdóttir hjá Njarðvík með bikarinn.Mynd/Jón Björn ÓlafssonTindastóll hefur aldrei komist í bikarúrslitaleikinn áður en Stólarnir unnu sinn eina titil í nóvember 1999 þegar þeir unnu Keflavík í úrslitaleik Eggjabikarsins. Svavar Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson eru einu leikmenn Tindastóls í dag sem spiluðu þennan leik í Smáranum fyrir rúmum tólf árum. Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur, er reynslumesti leikmaðurinn í dag en hann er að fara spila sinn fjórða bikarúrslitaleik. Halldór Örn Halldórsson og Gunnar H. Stefánsson voru einnig með þegar Keflavík vann bikarinn síðast fyrir átta árum. Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður Tindastóls, var með Keflavík í síðasta bikarúrslitaleik félagsins sem tapaðist árið 2006. Enginn Tindastólsmaður hefur unnið bikarinn en Friðrik Hreinsson tapaði bikarúrslitaleiknum með Hamar/Selfoss árið 2007. Nýtt nafn á bikarinnNjarðvík og Snæfell keppa um það í dag að verða áttunda félagið sem vinnur bikarmeistaratitilinn í kvennaflokki en Njarðvík er sigurstranglegra enda mun ofar í töflunni og þegar búið að slá út bæði Keflavík og Hauka. Njarðvík hefur tapað fyrstu þremur bikarúrslitaleikjum sínum en Snæfell er komið í Höllina í fyrsta sinn. Aðeins 3 af 8 liðum hafa unnið bikarinn í fyrstu tilraun en það gerðist síðast þegar Haukar unnu í bikarúrslitaleiknum 1984. Hinir gullnu nýliðarnir eru ÍS (1978) og Þór (fyrsti leikurinn 1975). Njarðvík lék síðast til úrslita fyrir tíu árum en tapaði þá fyrir KR í framlengdum leik. Hildur Sigurðardóttir, núverandi leikmaður Snæfells, varð þá bikarmeistari í fyrsta sinn á ferlinum en hún lyfti einnig bikarnum sem fyrirliði KR fyrir þremur árum. Njarðvíkingarnir Ólöf Helga Pálsdóttir og Petrúnella Skúladóttir urðu bikarmeistarar saman með Grindavík fyrir fjórum árum og eru einu leikmenn Njarðvíkurliðsins sem þekkja það að fara í Höllina. Hildur og Alda Leif Jónsdóttir hafa eina reynslu af bikarúrslitaleikjum í Snæfellsliðinu en Alda Leif á möguleika að verða bikarmeistari með þriðja félaginu. Ef litið er á innbyrðisleiki vetrarins er ekki hægt að sjá fyrir annað en að karlalið Keflavíkur og kvennalið Njarðvíkur tryggi sér bikarmeistaratitilinn í dag. Keflavík hefur unnið báða leikina við Tindastól (með 9 og 19 stigum) og Njarðvíkurkonur hafa unnið alla þrjá leiki sína við Snæfell þar af þann síðasta með 24 stigum. Tindastóll og NjarðvíkFréttablaðið fékk fimm leikmenn úr deildunum til að spá fyrir um úrslit leikjanna í dag. Atkvæðin skiptust meira í karlaleiknum því aðeins einn af fimm spámönnum kvennamegin er á því að Snæfellskonur vinni í fyrstu tilraun. Tindastóll fékk þrjú atkvæði gegn tveimur karlamegin. Það er hægt að sjá spárnar hér til hliðar. ooj@frettabladid.is Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Sjá meira
Karlalið Keflavíkur sker sig svo sannarlega úr meðal þeirra fjögurra liða sem spila til úrslita um Poweradebikarinn í Laugardalshöllinni í dag. Keflvíkingar hafa unnið bikarinn fimm sinnum en þá tilfinningu þekkja hin lið þrjú hinsvegar ekki. Þetta verður jafnframt fyrsti bikarúrslitadagurinn í 18 ár sem höfuðborgarsvæðið á engan fulltrúa. Leikur Njarðvíkur og Snæfells í kvennaflokki hefst klukkan 13.30 en karlaleikur Keflavíkur og Tindastóls hefst síðan klukkan 16.00. Keflvíkingar eru mun ofar í töflunni og sigurstranglegri í karlaleiknum í dag. Stólarnir geta horft til Stjörnumanna sem fóru í Höllina í fyrsta sinn fyrir þremur árum og urðu þá bikarmeistarar eftir mjög óvæntan sigur á afar vel mönnuðu KR-liði. Sigurganga SigurðarSigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, á nú frábæran möguleika á því að bæta enn einum titlinum í verðlaunasafnið hjá sér en Keflavík varð bikarmeistari undir hans stjórn 1997 og 2003. Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, er mættur með þriðja félagið í Höllina en þangað fóru einnig á sínum tíma Snæfellingar (2003) og Fjölnismenn (2008) undir hans stjórn. Bárður á enn eftir að vinna stóran titil (Íslands- eða bikarmeistaratitil) sem þjálfari en tvö af fjórum silfrum hans hafa komið eftir töp á móti liðum undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar. Endurtekning frá 1999?Hildur Sigurðar-dóttir hjá Snæfelli og Ólöf Helga Pálsdóttir hjá Njarðvík með bikarinn.Mynd/Jón Björn ÓlafssonTindastóll hefur aldrei komist í bikarúrslitaleikinn áður en Stólarnir unnu sinn eina titil í nóvember 1999 þegar þeir unnu Keflavík í úrslitaleik Eggjabikarsins. Svavar Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson eru einu leikmenn Tindastóls í dag sem spiluðu þennan leik í Smáranum fyrir rúmum tólf árum. Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur, er reynslumesti leikmaðurinn í dag en hann er að fara spila sinn fjórða bikarúrslitaleik. Halldór Örn Halldórsson og Gunnar H. Stefánsson voru einnig með þegar Keflavík vann bikarinn síðast fyrir átta árum. Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður Tindastóls, var með Keflavík í síðasta bikarúrslitaleik félagsins sem tapaðist árið 2006. Enginn Tindastólsmaður hefur unnið bikarinn en Friðrik Hreinsson tapaði bikarúrslitaleiknum með Hamar/Selfoss árið 2007. Nýtt nafn á bikarinnNjarðvík og Snæfell keppa um það í dag að verða áttunda félagið sem vinnur bikarmeistaratitilinn í kvennaflokki en Njarðvík er sigurstranglegra enda mun ofar í töflunni og þegar búið að slá út bæði Keflavík og Hauka. Njarðvík hefur tapað fyrstu þremur bikarúrslitaleikjum sínum en Snæfell er komið í Höllina í fyrsta sinn. Aðeins 3 af 8 liðum hafa unnið bikarinn í fyrstu tilraun en það gerðist síðast þegar Haukar unnu í bikarúrslitaleiknum 1984. Hinir gullnu nýliðarnir eru ÍS (1978) og Þór (fyrsti leikurinn 1975). Njarðvík lék síðast til úrslita fyrir tíu árum en tapaði þá fyrir KR í framlengdum leik. Hildur Sigurðardóttir, núverandi leikmaður Snæfells, varð þá bikarmeistari í fyrsta sinn á ferlinum en hún lyfti einnig bikarnum sem fyrirliði KR fyrir þremur árum. Njarðvíkingarnir Ólöf Helga Pálsdóttir og Petrúnella Skúladóttir urðu bikarmeistarar saman með Grindavík fyrir fjórum árum og eru einu leikmenn Njarðvíkurliðsins sem þekkja það að fara í Höllina. Hildur og Alda Leif Jónsdóttir hafa eina reynslu af bikarúrslitaleikjum í Snæfellsliðinu en Alda Leif á möguleika að verða bikarmeistari með þriðja félaginu. Ef litið er á innbyrðisleiki vetrarins er ekki hægt að sjá fyrir annað en að karlalið Keflavíkur og kvennalið Njarðvíkur tryggi sér bikarmeistaratitilinn í dag. Keflavík hefur unnið báða leikina við Tindastól (með 9 og 19 stigum) og Njarðvíkurkonur hafa unnið alla þrjá leiki sína við Snæfell þar af þann síðasta með 24 stigum. Tindastóll og NjarðvíkFréttablaðið fékk fimm leikmenn úr deildunum til að spá fyrir um úrslit leikjanna í dag. Atkvæðin skiptust meira í karlaleiknum því aðeins einn af fimm spámönnum kvennamegin er á því að Snæfellskonur vinni í fyrstu tilraun. Tindastóll fékk þrjú atkvæði gegn tveimur karlamegin. Það er hægt að sjá spárnar hér til hliðar. ooj@frettabladid.is
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Sjá meira