Alþjóðavæðing netsins 25. febrúar 2012 06:00 Það liggur í loftinu ný menning. Forstjórar leiðandi fyrirtækja stíga niður úr stólum sínum og eiga lárétt samskipti við starfsfólk sitt og viðskiptavini. Þeir styrkja stöðu fyrirtækja sinna á félagstengslum á félagsmiðlum, þeir virkja hugvit og hugarflug starfsfólks síns til að ná árangri og hlúa að ímyndum vöru, vörumerkja og þjónustu með aðferðum netsins. Og þeir nota tölvuleiki, (tilbúnar) persónur og önnur úrræði netsins til þess að tengjast réttum félagshópum á netinu. Jafnræði og félagsauður virðast handan við hornið. Nýr milliríkjasamningur?Alþjóðavæðing með tilkomu netsins og upplýsingatækninnar er smám saman að ná til íslensks samfélags. Stjórnmálamenn hafa ekki gert nýja milliríkjasamninga sem auka frelsi og opna landið fyrir alþjóðlegum áhrifum. Enda vita þeir ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Samt eru breytingarnar mjög sýnilegar og þær munu ganga umtalsvert lengra en orðið er. Óháð samningum við önnur ríki. Við erum á hraðfleygu breytingaskeiði í sögu mannkynsins, viljug óviljug. Verslunin hefur nú óskað eftir lækkun innflutningsgjalda af vöru í því skyni að bæta stöðu sína. En því miður er það ekki í valdi ríkisins að bjarga vöruversluninni, enda greiðir netverslun öll innflutningsgjöld og það er hún sem ógnar. Hætt er við því að stóru alþjóðlegu vöruhúsin nái til sín umtalsverðum hluta af viðskiptum Íslendinga, en mun ganga það hægar en annars ef verslunin hér er vel rekin. Svo lengi sem ríkið lokar ekki landamærunum, sem er gert varðandi margs konar matvæli. Hliðstæða sögu er að segja frá mörgum öðrum atvinnugreinum, þær geta ekki snúið sér til ríkisins til að rétta sinn hlut, heldur þurfa þær að berjast á nýjum forsendum á alþjóðlegum markaði netsins. Tækifæri og ógnanirÞessi alþjóðavæðing nær til margra sviða innlendrar starfsemi. Í henni felast bæði tækifæri og ógnanir. Ef ekkert er að gert þá mætum við ógnunum. Atvinna mun fyrirsjáanlega dragast saman um mörg þúsund „hefðbundin" störf á komandi árum vegna þessarar þróunar. Framhaldið gæti orðið kaupmáttarrýrnun og landflótti. Tækifærin eru þau sömu og ógnanirnar. Það losnar umtalsverður hluti vinnuaflsins í landinu og hann getur tekist á við ný verðmætaskapandi verkefni. Og þau verkefni er ekki að finna í iðnaði, landbúnaði og sjávarútvegi, sem nýta tæknina til fækkunar starfsfólks. Hins vegar getur mannauðurinn skapað ný verðmæti á netinu. Við þurfum að fylgja fordæmi dúkkulísavefjarins á Ísafirði, sem sýnir vel að undirbyggja má verðmætasköpun á netinu með hugviti hvar sem er og það getur jafnvel hver sem er gert. Jöfnuður og frjálst valÞessari þróun fylgja ný sjónarmið um samskipti fólks, einkum með tilkomu gagnvirkni á netinu og félagsmiðlum. Einráðir forstjórar og stjórnmálamenn sem ekki líta á almenning sem jafningja sína eru líklegir til að endast stutt. Þannig eru verðmætin önnur en áður. Þau felast meðal annars í láréttum samböndum á netinu og viðskiptavild og nýjum viðskiptaaðferðum á netinu sem eru af allt öðrum toga en áður hafa sést. Staða almennings stór styrkist því nú fá allir rödd og almenningur velur og hafnar í meira mæli en áður. Skemmtilegri störfEn allt það fólk sem missir vinnuna vegna hagkvæmni netsins getur fengið skemmtilegri og betri atvinnu, valdeflst við samskipti á netinu og tekið þátt í samfélögum og mörkuðum um allan heim. Þetta snýst í aðalatriðum ekki um peninga eða tækni heldur um samskipti á félagsmiðlum og nýja menningu. Í stað iðnaðaraldar kemur upplýsingatækniöld. Einkenni hennar eru hröð gagnvirk samskipti sem skila árangri á skemmri tíma, með fleiri sjónarmiðum og þátttöku. Að horfa til framtíðarÞörfin fyrir að líta til framtíðar og opna augu landsmanna fyrir tækifærum hennar, bæði til lengri og skemmri tíma, er gríðarlega mikil. Tækifæri smáþjóðar í alþjóðavæðingunni eru alls ekki minni en hjá stærri þjóðum. En við verðum að líta á allan heiminn sem viðskiptavin ef við ætlum öll að eiga heima á Íslandi til framtíðar og hafa jafnan kaupmátt hér á landi og íbúar nágrannaþjóðanna hafa. Bóka- og söguþjóðinni gæti verið tamt að horfa í baksýnisspegilinn og það getur orðið að aðalóvini velmegunar og farsællar framtíðar á Íslandi. Sem stendur hrannast ógnanir netsins og alþjóðavæðingarinnar að okkur og tækifærin bíða ónýtt. Enginn stjórnmálamaður berst fyrir skilningi á breytingunum eða alþjóðlegri framtíðarsýn sem byggir á veruleika netsins. Ótrúlegt skeytingarleysi ríkir raunar um framtíðina hér á landi. Hún er þó meiri breytingum undirorpin en nokkru sinni fyrr. Netverjar og fjölmiðlamenn hamast við að greina atburði fortíðarinnar og taka með því athyglina frá því sem skiptir meira máli. NiðurlagÞótt þær aðgerðir sem stjórnmálamenn hafa gripið til í þágu framtíðarinnar séu virðingarverðar, svo sem sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar, þá er vilji ekki allt sem þarf. Þær eru mörgum stærðargráðum of smáar, að verulegu leyti án fjármögnunar og byggja ekki á markvissri greiningu sérfróðra aðila á tækifærum framtíðarinnar. Stjórnmálin og stjórnsýslan þurfa að hafa bæði vilja og getu til þess að endurskapa Ísland, rétt eins og atvinnu- og viðskiptalífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það liggur í loftinu ný menning. Forstjórar leiðandi fyrirtækja stíga niður úr stólum sínum og eiga lárétt samskipti við starfsfólk sitt og viðskiptavini. Þeir styrkja stöðu fyrirtækja sinna á félagstengslum á félagsmiðlum, þeir virkja hugvit og hugarflug starfsfólks síns til að ná árangri og hlúa að ímyndum vöru, vörumerkja og þjónustu með aðferðum netsins. Og þeir nota tölvuleiki, (tilbúnar) persónur og önnur úrræði netsins til þess að tengjast réttum félagshópum á netinu. Jafnræði og félagsauður virðast handan við hornið. Nýr milliríkjasamningur?Alþjóðavæðing með tilkomu netsins og upplýsingatækninnar er smám saman að ná til íslensks samfélags. Stjórnmálamenn hafa ekki gert nýja milliríkjasamninga sem auka frelsi og opna landið fyrir alþjóðlegum áhrifum. Enda vita þeir ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Samt eru breytingarnar mjög sýnilegar og þær munu ganga umtalsvert lengra en orðið er. Óháð samningum við önnur ríki. Við erum á hraðfleygu breytingaskeiði í sögu mannkynsins, viljug óviljug. Verslunin hefur nú óskað eftir lækkun innflutningsgjalda af vöru í því skyni að bæta stöðu sína. En því miður er það ekki í valdi ríkisins að bjarga vöruversluninni, enda greiðir netverslun öll innflutningsgjöld og það er hún sem ógnar. Hætt er við því að stóru alþjóðlegu vöruhúsin nái til sín umtalsverðum hluta af viðskiptum Íslendinga, en mun ganga það hægar en annars ef verslunin hér er vel rekin. Svo lengi sem ríkið lokar ekki landamærunum, sem er gert varðandi margs konar matvæli. Hliðstæða sögu er að segja frá mörgum öðrum atvinnugreinum, þær geta ekki snúið sér til ríkisins til að rétta sinn hlut, heldur þurfa þær að berjast á nýjum forsendum á alþjóðlegum markaði netsins. Tækifæri og ógnanirÞessi alþjóðavæðing nær til margra sviða innlendrar starfsemi. Í henni felast bæði tækifæri og ógnanir. Ef ekkert er að gert þá mætum við ógnunum. Atvinna mun fyrirsjáanlega dragast saman um mörg þúsund „hefðbundin" störf á komandi árum vegna þessarar þróunar. Framhaldið gæti orðið kaupmáttarrýrnun og landflótti. Tækifærin eru þau sömu og ógnanirnar. Það losnar umtalsverður hluti vinnuaflsins í landinu og hann getur tekist á við ný verðmætaskapandi verkefni. Og þau verkefni er ekki að finna í iðnaði, landbúnaði og sjávarútvegi, sem nýta tæknina til fækkunar starfsfólks. Hins vegar getur mannauðurinn skapað ný verðmæti á netinu. Við þurfum að fylgja fordæmi dúkkulísavefjarins á Ísafirði, sem sýnir vel að undirbyggja má verðmætasköpun á netinu með hugviti hvar sem er og það getur jafnvel hver sem er gert. Jöfnuður og frjálst valÞessari þróun fylgja ný sjónarmið um samskipti fólks, einkum með tilkomu gagnvirkni á netinu og félagsmiðlum. Einráðir forstjórar og stjórnmálamenn sem ekki líta á almenning sem jafningja sína eru líklegir til að endast stutt. Þannig eru verðmætin önnur en áður. Þau felast meðal annars í láréttum samböndum á netinu og viðskiptavild og nýjum viðskiptaaðferðum á netinu sem eru af allt öðrum toga en áður hafa sést. Staða almennings stór styrkist því nú fá allir rödd og almenningur velur og hafnar í meira mæli en áður. Skemmtilegri störfEn allt það fólk sem missir vinnuna vegna hagkvæmni netsins getur fengið skemmtilegri og betri atvinnu, valdeflst við samskipti á netinu og tekið þátt í samfélögum og mörkuðum um allan heim. Þetta snýst í aðalatriðum ekki um peninga eða tækni heldur um samskipti á félagsmiðlum og nýja menningu. Í stað iðnaðaraldar kemur upplýsingatækniöld. Einkenni hennar eru hröð gagnvirk samskipti sem skila árangri á skemmri tíma, með fleiri sjónarmiðum og þátttöku. Að horfa til framtíðarÞörfin fyrir að líta til framtíðar og opna augu landsmanna fyrir tækifærum hennar, bæði til lengri og skemmri tíma, er gríðarlega mikil. Tækifæri smáþjóðar í alþjóðavæðingunni eru alls ekki minni en hjá stærri þjóðum. En við verðum að líta á allan heiminn sem viðskiptavin ef við ætlum öll að eiga heima á Íslandi til framtíðar og hafa jafnan kaupmátt hér á landi og íbúar nágrannaþjóðanna hafa. Bóka- og söguþjóðinni gæti verið tamt að horfa í baksýnisspegilinn og það getur orðið að aðalóvini velmegunar og farsællar framtíðar á Íslandi. Sem stendur hrannast ógnanir netsins og alþjóðavæðingarinnar að okkur og tækifærin bíða ónýtt. Enginn stjórnmálamaður berst fyrir skilningi á breytingunum eða alþjóðlegri framtíðarsýn sem byggir á veruleika netsins. Ótrúlegt skeytingarleysi ríkir raunar um framtíðina hér á landi. Hún er þó meiri breytingum undirorpin en nokkru sinni fyrr. Netverjar og fjölmiðlamenn hamast við að greina atburði fortíðarinnar og taka með því athyglina frá því sem skiptir meira máli. NiðurlagÞótt þær aðgerðir sem stjórnmálamenn hafa gripið til í þágu framtíðarinnar séu virðingarverðar, svo sem sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar, þá er vilji ekki allt sem þarf. Þær eru mörgum stærðargráðum of smáar, að verulegu leyti án fjármögnunar og byggja ekki á markvissri greiningu sérfróðra aðila á tækifærum framtíðarinnar. Stjórnmálin og stjórnsýslan þurfa að hafa bæði vilja og getu til þess að endurskapa Ísland, rétt eins og atvinnu- og viðskiptalífið.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar