Stórhækkun orkuverðs er nú boðuð Einar K. Guðfinnsson skrifar 1. mars 2012 06:00 Hægt og hljótt, en ákveðið og örugglega, er verið að leggja drög að tvöföldun raforkuverðs hér á landi og 50% hækkun innkaupaverðs almenna markaðarins. Þessi skýra stefnumörkun stjórnvalda kom fram í svari Oddnýjar G. Harðardóttur, starfandi iðnaðarráðherra, við fyrirspurn minni á Alþingi sl. mánudag. Þetta mun að óbreyttu hafa gríðarleg áhrif á afkomu heimilanna og þyngja byrðar atvinnulífsins. Spurning mín til ráðherrans var svohljóðandi: Hver verður þróun raforkuverðs á næstu árum, á almennum markaði, miðað við áform Landsvirkjunar um aukna arðsemi og að orkuverð fyrirtækisins fylgi þróun orkuverðs í Evrópu? Svar ráðherrans var skýrt og rímar við það sem fram kemur í skýrslu iðnaðarráðherra um heildstæða orkustefnu fyrir Ísland, sem lögð var fyrir Alþingi fyrr á þessu þingi. En orðrétt sagði ráðherrann í svari sínu til mín: „Hlutdeild orkukostnaðar í rafmagnsreikningi heimilanna er rétt undir 50%. Hin 50% eru vegna kostnaðar við dreifingu og flutning auk 12 aura orkuskatts. Því mun almenn 100% hækkun orkuhlutans valda tæplega 50% hækkun innkaupsverðs almenna markaðarins". Horfið frá núgildandi stefnuHér er verið að hverfa frá stefnu sem gilt hefur áratugum saman. Hún hefur falist í því að láta almenna notendur og atvinnulífið njóta þess að við eigum hér mikla endurnýjanlega orku sem hægt er að selja við lægra verði en þekkist víðast í Evrópu. Þessi stefnumörkun hefur verið mjög til hagsbóta fyrir almennt atvinnulíf og almenning. Þannig höfum við fært arðinn af orkuframkvæmdum okkar til fólksins í landinu. Nú er ætlunin að gera breytingu á. Stjórnvöld hyggjast stuðla að mjög mikilli hækkun raforkuverðs og sjá síðan til þess að það fylgi almennri verðþróun í Evrópu. Þar er áætlað að orkuverð tvöfaldist á næstu 20 árum. Vel má vera að þessar hækkanir verði enn stórkarlalegri. Þróun olíuverðs að undanförnu gefa að minnsta kosti ekki miklar vonir um að það fari lækkandi. Og svo vill nú til að jarðefniseldsneyti er ráðandi á orkumarkaði í öðrum löndum. Verðlagsþróun á þeim markaði mun því hafa mjög stefnumarkandi áhrif á verðþróun hér á landi. Ákall um lægra verð til almennings og atvinnurekstursÞað er því af sú tíð, þegar við Íslendingar kepptumst við að leggja af olíu sem orkugjafa til heimila, til þess meðal annars að lækka útgjöld þeirra. Nú mun orkuverðið fylgja þeirri verðþróun sem í Evrópu verður. Á sama tíma og stjórnvöld boða þessa miklu hækkun raforkuverðsins, heyrum við ákall stórra raforkukaupenda eins og garðyrkjunnar um lægra orkuverð. Og stjórnskipuð nefnd hefur skilað tillögum um lækkun húshitunarkostnaðar, sem er mjög brýnt mál. Hætt er við að sú lækkun hverfi fljótt þegar verðstefna stjórnvalda fer að bera ávöxt. Eða trúir einhver því að pólitískar ráðstafanir dugi til þess til langframa að halda niðri orkuverði, t.d. til húshitunar á svo kölluðum köldum svæðum, eftir að búið er að hækka verð orkuhlutans um 100%; tvöfalda það sem sagt? Þessi spurning svarar sér sjálf. Er hækkun orkuverðsins tilfærsla á milli vasa?Því er haldið fram að þessi nýja stefna sé góð fyrir almennt atvinnulíf í landinu og heimilin vegna þess að arðurinn af hærra raforkuverði renni inn í sameiginlegan sjóð okkar, ríkissjóð. Þetta sé eins konar tilfærsla á milli vasa! En er það svo? Er ekki skynsamlegra að gæta hófs í verðlagningunni og gefa atvinnulífinu og heimilunum betra svigrúm? Er það ekki líklegra til þess að bæta hér lífskjör og styrkja samfélagslegar forsendur okkar? Það er brýnt að ræða þessi mál, með efnislegum hætti. Svona stórpólitískar ákvarðanir, sem hafa munu miklar afleiðingar í för með sér, á ekki að taka án þess að mönnum sé ljóst til hvers þær muni leiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Hægt og hljótt, en ákveðið og örugglega, er verið að leggja drög að tvöföldun raforkuverðs hér á landi og 50% hækkun innkaupaverðs almenna markaðarins. Þessi skýra stefnumörkun stjórnvalda kom fram í svari Oddnýjar G. Harðardóttur, starfandi iðnaðarráðherra, við fyrirspurn minni á Alþingi sl. mánudag. Þetta mun að óbreyttu hafa gríðarleg áhrif á afkomu heimilanna og þyngja byrðar atvinnulífsins. Spurning mín til ráðherrans var svohljóðandi: Hver verður þróun raforkuverðs á næstu árum, á almennum markaði, miðað við áform Landsvirkjunar um aukna arðsemi og að orkuverð fyrirtækisins fylgi þróun orkuverðs í Evrópu? Svar ráðherrans var skýrt og rímar við það sem fram kemur í skýrslu iðnaðarráðherra um heildstæða orkustefnu fyrir Ísland, sem lögð var fyrir Alþingi fyrr á þessu þingi. En orðrétt sagði ráðherrann í svari sínu til mín: „Hlutdeild orkukostnaðar í rafmagnsreikningi heimilanna er rétt undir 50%. Hin 50% eru vegna kostnaðar við dreifingu og flutning auk 12 aura orkuskatts. Því mun almenn 100% hækkun orkuhlutans valda tæplega 50% hækkun innkaupsverðs almenna markaðarins". Horfið frá núgildandi stefnuHér er verið að hverfa frá stefnu sem gilt hefur áratugum saman. Hún hefur falist í því að láta almenna notendur og atvinnulífið njóta þess að við eigum hér mikla endurnýjanlega orku sem hægt er að selja við lægra verði en þekkist víðast í Evrópu. Þessi stefnumörkun hefur verið mjög til hagsbóta fyrir almennt atvinnulíf og almenning. Þannig höfum við fært arðinn af orkuframkvæmdum okkar til fólksins í landinu. Nú er ætlunin að gera breytingu á. Stjórnvöld hyggjast stuðla að mjög mikilli hækkun raforkuverðs og sjá síðan til þess að það fylgi almennri verðþróun í Evrópu. Þar er áætlað að orkuverð tvöfaldist á næstu 20 árum. Vel má vera að þessar hækkanir verði enn stórkarlalegri. Þróun olíuverðs að undanförnu gefa að minnsta kosti ekki miklar vonir um að það fari lækkandi. Og svo vill nú til að jarðefniseldsneyti er ráðandi á orkumarkaði í öðrum löndum. Verðlagsþróun á þeim markaði mun því hafa mjög stefnumarkandi áhrif á verðþróun hér á landi. Ákall um lægra verð til almennings og atvinnurekstursÞað er því af sú tíð, þegar við Íslendingar kepptumst við að leggja af olíu sem orkugjafa til heimila, til þess meðal annars að lækka útgjöld þeirra. Nú mun orkuverðið fylgja þeirri verðþróun sem í Evrópu verður. Á sama tíma og stjórnvöld boða þessa miklu hækkun raforkuverðsins, heyrum við ákall stórra raforkukaupenda eins og garðyrkjunnar um lægra orkuverð. Og stjórnskipuð nefnd hefur skilað tillögum um lækkun húshitunarkostnaðar, sem er mjög brýnt mál. Hætt er við að sú lækkun hverfi fljótt þegar verðstefna stjórnvalda fer að bera ávöxt. Eða trúir einhver því að pólitískar ráðstafanir dugi til þess til langframa að halda niðri orkuverði, t.d. til húshitunar á svo kölluðum köldum svæðum, eftir að búið er að hækka verð orkuhlutans um 100%; tvöfalda það sem sagt? Þessi spurning svarar sér sjálf. Er hækkun orkuverðsins tilfærsla á milli vasa?Því er haldið fram að þessi nýja stefna sé góð fyrir almennt atvinnulíf í landinu og heimilin vegna þess að arðurinn af hærra raforkuverði renni inn í sameiginlegan sjóð okkar, ríkissjóð. Þetta sé eins konar tilfærsla á milli vasa! En er það svo? Er ekki skynsamlegra að gæta hófs í verðlagningunni og gefa atvinnulífinu og heimilunum betra svigrúm? Er það ekki líklegra til þess að bæta hér lífskjör og styrkja samfélagslegar forsendur okkar? Það er brýnt að ræða þessi mál, með efnislegum hætti. Svona stórpólitískar ákvarðanir, sem hafa munu miklar afleiðingar í för með sér, á ekki að taka án þess að mönnum sé ljóst til hvers þær muni leiða.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun