Tvöföld gleði á sögulegu tímabili | Myndasyrpa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2012 07:30 Íslandsmeistaralið Njarðvíkur tímabilið 2011-2012 eftir sigurinn um helgina. Fréttablaðið/Daníel Njarðvík varð á laugardaginn Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið varð einnig bikarmeistari fyrr í vetur og var það fyrsti stóri titill félagsins í kvennaflokki. Liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitarimmunni, 3-1, og lyfti bikarnum á loft eftir sigur í fjórða leik liðanna, 76-62. Lele Hardy var útnefnd verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún fór fyrir sóknarleik sinna manna í leiknum. Það var hins vegar fyrst og fremst öflugur varnarleikur í seinni hálfleik sem skóp sigur Njarðvíkurliðsins og þá kom sterk liðsheild liðsins í ljós. „Við leggjum mikið upp úr varnarleik," sagði þjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson eftir leikinn. „Við erum með sterkar stelpur til að spila maður á mann og hjálparvörnin er góð. Allar stelpurnar eiga hrós skilið." Hinar bandarísku Hardy og Shanae Baker-Brice voru í stórum hlutverkum í liðinu og Sverrir lofaði framlag þeirra. „Við vorum það heppin að fá þessa tvo frábæru leikmenn til liðsins en þess fyrir utan eru þær líka frábærar manneskjur. Þær blönduðust vel inn í sterkan hóp leikmanna og okkur tókst að fara langt á góðum móral og liðsstemningu." Sverrir var nú að klára sitt annað tímabil með liðinu og játaði að árangurinn hefði komið sér á óvart og að hann væri stoltur af honum. „Jú, auðvitað. Þegar ég tók við setti ég mér það markmið að búa til alvöru lið í Njarðvík – lið með flotta umgjörð sem yrði rekið með metnaði. Það hafði aldrei áður tekist í Njarðvík. Starfið hafði oft lagst niður í kvennaflokki eftir nokkur ár og vantaði einfaldlega að hífa þetta upp á næsta plan," segir Sverrir. „En ég var þó alls ekki að hugsa um neina titla ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sá þegar tímabilið hófst að við værum með ansi sterkt lið og að ef allt myndi smella saman gætum við verið með í baráttunni. En ekki óraði mig fyrir því að við myndum vinna tvöfalt." Dominos-deild kvenna Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Njarðvík varð á laugardaginn Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið varð einnig bikarmeistari fyrr í vetur og var það fyrsti stóri titill félagsins í kvennaflokki. Liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitarimmunni, 3-1, og lyfti bikarnum á loft eftir sigur í fjórða leik liðanna, 76-62. Lele Hardy var útnefnd verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún fór fyrir sóknarleik sinna manna í leiknum. Það var hins vegar fyrst og fremst öflugur varnarleikur í seinni hálfleik sem skóp sigur Njarðvíkurliðsins og þá kom sterk liðsheild liðsins í ljós. „Við leggjum mikið upp úr varnarleik," sagði þjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson eftir leikinn. „Við erum með sterkar stelpur til að spila maður á mann og hjálparvörnin er góð. Allar stelpurnar eiga hrós skilið." Hinar bandarísku Hardy og Shanae Baker-Brice voru í stórum hlutverkum í liðinu og Sverrir lofaði framlag þeirra. „Við vorum það heppin að fá þessa tvo frábæru leikmenn til liðsins en þess fyrir utan eru þær líka frábærar manneskjur. Þær blönduðust vel inn í sterkan hóp leikmanna og okkur tókst að fara langt á góðum móral og liðsstemningu." Sverrir var nú að klára sitt annað tímabil með liðinu og játaði að árangurinn hefði komið sér á óvart og að hann væri stoltur af honum. „Jú, auðvitað. Þegar ég tók við setti ég mér það markmið að búa til alvöru lið í Njarðvík – lið með flotta umgjörð sem yrði rekið með metnaði. Það hafði aldrei áður tekist í Njarðvík. Starfið hafði oft lagst niður í kvennaflokki eftir nokkur ár og vantaði einfaldlega að hífa þetta upp á næsta plan," segir Sverrir. „En ég var þó alls ekki að hugsa um neina titla ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sá þegar tímabilið hófst að við værum með ansi sterkt lið og að ef allt myndi smella saman gætum við verið með í baráttunni. En ekki óraði mig fyrir því að við myndum vinna tvöfalt."
Dominos-deild kvenna Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira