Stefnumót að vori Katrín Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2012 06:00 Það vorar og Listahátíð í Reykjavík verður sett í dag. Næstu vikur verður hægt að næra andann og njóta þeirra fjölbreyttu viðburða sem hátíðin færir okkur í þetta skiptið. Reykjavík er mikil menningarborg, langt umfram það hve margir búa í henni og á landinu öllu, ef því er að skipta. Sköpunarkraftur landsmanna er lykilþáttur í því fjölbreytta menningarlífi en Listahátíð í Reykjavík er eitt af þeim verkefnum sem nærir þetta mikla líf og leggur til dýrmæta mælikvarða sem hægt er að beita á menningarlífið. Í því sambandi hafa erlendir gestir hátíðarinnar skipt miklu máli og fært nýjungar og viðmið til landsins og íslenskir listamenn og almenningur hafa notið góðs af þeim samanburði. Hátíðin hefur þannig veitt innblástur og eflt vitund um stöðu og horfur í íslenskri menningu. Listahátíð í Reykjavík hefur á undanförnum árum líka verið mikilvægur vettvangur fyrir stefnumót grasrótar íslenskra lista og hefðanna sem myndast hafa í menningarlífinu. Slíkt samtal er öllum hollt og gott. Frumsköpun í íslenskum listum er mikilvæg um leið og hugað er að arfi þjóðarinnar í listum og menningu. Listir, í sínum fjölbreyttu myndum, geta þegar best lætur höfðað bæði til hjarta og heila. Fyrir marga brjóta þær upp daginn, koma róti á hugann, hrífa menn eða hneyksla, kæta eða græta, reita jafnvel til reiði. Listir eru hluti af þekkingarleit mannsins sem ekki er alltaf hægt að fella undir hagvaxtarmælikvarða eða bræða í mæliker vísindamanna þó að flestir telji þær ómissandi hluta mannlegs samfélags. Á undanförnum árum hefur líka færst í vöxt að dagskrá Listahátíðar færist út á götur og torg borgarinnar og liðin er sú tíð að menn umgangist listir með hvítum hönskum, alvarlegir á svip. Lykilatriðið er að njóta, upplifa og síðast en ekki síst skapa. Rétt er að hvetja alla til að kynna sér dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2012 og finna sér eitthvað við hæfi. Við eigum stefnumót við listina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það vorar og Listahátíð í Reykjavík verður sett í dag. Næstu vikur verður hægt að næra andann og njóta þeirra fjölbreyttu viðburða sem hátíðin færir okkur í þetta skiptið. Reykjavík er mikil menningarborg, langt umfram það hve margir búa í henni og á landinu öllu, ef því er að skipta. Sköpunarkraftur landsmanna er lykilþáttur í því fjölbreytta menningarlífi en Listahátíð í Reykjavík er eitt af þeim verkefnum sem nærir þetta mikla líf og leggur til dýrmæta mælikvarða sem hægt er að beita á menningarlífið. Í því sambandi hafa erlendir gestir hátíðarinnar skipt miklu máli og fært nýjungar og viðmið til landsins og íslenskir listamenn og almenningur hafa notið góðs af þeim samanburði. Hátíðin hefur þannig veitt innblástur og eflt vitund um stöðu og horfur í íslenskri menningu. Listahátíð í Reykjavík hefur á undanförnum árum líka verið mikilvægur vettvangur fyrir stefnumót grasrótar íslenskra lista og hefðanna sem myndast hafa í menningarlífinu. Slíkt samtal er öllum hollt og gott. Frumsköpun í íslenskum listum er mikilvæg um leið og hugað er að arfi þjóðarinnar í listum og menningu. Listir, í sínum fjölbreyttu myndum, geta þegar best lætur höfðað bæði til hjarta og heila. Fyrir marga brjóta þær upp daginn, koma róti á hugann, hrífa menn eða hneyksla, kæta eða græta, reita jafnvel til reiði. Listir eru hluti af þekkingarleit mannsins sem ekki er alltaf hægt að fella undir hagvaxtarmælikvarða eða bræða í mæliker vísindamanna þó að flestir telji þær ómissandi hluta mannlegs samfélags. Á undanförnum árum hefur líka færst í vöxt að dagskrá Listahátíðar færist út á götur og torg borgarinnar og liðin er sú tíð að menn umgangist listir með hvítum hönskum, alvarlegir á svip. Lykilatriðið er að njóta, upplifa og síðast en ekki síst skapa. Rétt er að hvetja alla til að kynna sér dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2012 og finna sér eitthvað við hæfi. Við eigum stefnumót við listina.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar