Slegist við strámann á Fjöllum Hjörleifur Sveinbjörnsson skrifar 23. maí 2012 06:00 Merkilegur andskoti hvað við erum léleg að ræða málin. Hér er lenska að virða ekki skoðanir, rökræða ekki, sýna viðmælanda ekki virðingu, hlera ekki eftir andstæðum sjónarmiðum. Þess í stað eru mál afflutt, teygð og toguð og sá málstaður afskræmdur sem manni er ekki að skapi. Svo fljúgast menn á við strámanninn sem þeir búa til úr afskræmingunni. Svo maður taki nýlegt dæmi lítur strámaður Einars Benediktssonar, fv. sendiherra, svona út: „Þá er það Huang Nubo, væntanlega útsendari kínverskra stjórnvalda dulbúinn sem sjálfgerður milljóneri." (Fréttablaðinu 9. maí). Einar veltir því fyrir sér hvort fyrirhuguð gistiaðstaða á Grímsstöðum myndi ekki henta sem kínverskar vinnubúðir ef á þyrfti að halda fyrir umskipunar- og olíuhöfn norðarlega á Austfjörðum í framtíðinni. „Hver veit?" spyr Einar. Já, hver veit, Einar? Kannski Gróa á Leiti. „Augljós útsendari kínverskra stjórnvalda," segir einn af þessum háttvirtu við Austurvöll, Þór Saari, um Huang, og Kristján Pálsson, fyrrverandi háttvirtur, segir í kommentakerfinu á Eyjunni að það komi sér verulega á óvart „að sjá suma menn hér berjast fyrir því að erlent einræðisríki nái tökum á íslensku landi". Tilbrigði í strámannasmíðinni eru svo hlutir sem hafa skolast til í þýðingum, viljandi eða óviljandi. Í nýlegum viðtölum á vefsíðum „hrósar hann sér af því að hafa valtað yfir andstöðuna," segir mín gamla vinkona Lára Hanna Einarsdóttir um Huang. Þá á vondi Kínverjinn að hafa „hælst um yfir því að hafa knésett innanríkisráðherrann," eftir því sem ófáir álitsgjafar segja, stígvélafullir af vandlætingu. Já, ljótt ef satt væri. Er maður að hlusta á oflátann Jón sterka í Skugga-Sveini: Sáuð þið hvernig ég tók hann, piltar? Ég finn þessum hlöðnu þýðingum ekki stað í kínverskum fjölmiðlum. Hvað svo?Rúmsins vegna verða þessi fáu dæmi að duga, en allt ber að þeim sama brunni að maður hefur gengið undir manns hönd að gera fyrirhugaðar fjárfestingar Huangs á Íslandi tortryggilegar. Það er í góðu samræmi við þær upphrópanir, sleggjudóma og útlendingaótta sem hér er allt að drepa. En að öllu þessu sögðu þarf að lenda þessu máli sem að ósekju er orðið að vandræðamáli. Mér sýnist ekki ætla að verða nein sátt um að Huang og fyrirtæki hans leigi Grímsstaði, nú þegar kaupin eru úr sögunni. Og það er náttúrlega ómögulegt fyrir metnaðarfullt ferðaþjónustufyrirtæki að starta sinni starfsemi í illdeilum við mann og annan. Ég get ekki séð að Huang hafi neina þörf fyrir Grímsstaðina alla undir sinn rekstur, en svo virðist sem jörðin sé annað hvort öll föl eða ekki. Eins og mál hafa þróast finnst mér athugandi fyrir Huang og hans fólk að láta á það reyna hvort fá megi lóð út úr Grímsstaðatorfunni en falast að öðrum kosti eftir jörð af normal stærð fyrir uppbygginguna. Kínverski vinkillinnMargt í þessum Grímsstaðamálum er lost in translation og þá á báða bóga. Það stendur upp á Huang og samstarfsfólk hans um fjárfestingar á Íslandi að útskýra hvernig þau sjá hlutina fyrir sér. Þar hefur mikið vantað upp á og fyrir bragðið hafa ýmsar bábiljur fengið vængi. Það þarf að kynna fjárfestingarplön, útskýra hvernig staðið verður að fyrirhugaðri uppbyggingu og leggja fram sannfærandi viðskiptaáætlanir og röksemdir fyrir því að þessi rekstur fái staðist til lengri tíma litið. Að öðrum kosti væri það ábyrgðarleysi af sveitarfélögum á Norð-Austurlandi að gambla með sameiginlega sjóði. Síðast en ekki síst þarf að fara yfir starfsmannamálin með stéttarfélögunum á staðnum. Næsta skref þarf að vera að Huang, eða náið samstarfsfólk hans í Zhungkun-fyrirtækinu, komi til landsins, fari yfir alla mögulega fleti á þessu máli og ræði við þá sem að því koma. Ef vel tekst til getur fjárfesting Huangs orðið mikil lyftistöng. En þá þurfum við líka öll að vanda okkur. Gefa strámönnum frí en ræða okkur til niðurstöðu eins og skikkanlegt fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörleifur Sveinbjörnsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Merkilegur andskoti hvað við erum léleg að ræða málin. Hér er lenska að virða ekki skoðanir, rökræða ekki, sýna viðmælanda ekki virðingu, hlera ekki eftir andstæðum sjónarmiðum. Þess í stað eru mál afflutt, teygð og toguð og sá málstaður afskræmdur sem manni er ekki að skapi. Svo fljúgast menn á við strámanninn sem þeir búa til úr afskræmingunni. Svo maður taki nýlegt dæmi lítur strámaður Einars Benediktssonar, fv. sendiherra, svona út: „Þá er það Huang Nubo, væntanlega útsendari kínverskra stjórnvalda dulbúinn sem sjálfgerður milljóneri." (Fréttablaðinu 9. maí). Einar veltir því fyrir sér hvort fyrirhuguð gistiaðstaða á Grímsstöðum myndi ekki henta sem kínverskar vinnubúðir ef á þyrfti að halda fyrir umskipunar- og olíuhöfn norðarlega á Austfjörðum í framtíðinni. „Hver veit?" spyr Einar. Já, hver veit, Einar? Kannski Gróa á Leiti. „Augljós útsendari kínverskra stjórnvalda," segir einn af þessum háttvirtu við Austurvöll, Þór Saari, um Huang, og Kristján Pálsson, fyrrverandi háttvirtur, segir í kommentakerfinu á Eyjunni að það komi sér verulega á óvart „að sjá suma menn hér berjast fyrir því að erlent einræðisríki nái tökum á íslensku landi". Tilbrigði í strámannasmíðinni eru svo hlutir sem hafa skolast til í þýðingum, viljandi eða óviljandi. Í nýlegum viðtölum á vefsíðum „hrósar hann sér af því að hafa valtað yfir andstöðuna," segir mín gamla vinkona Lára Hanna Einarsdóttir um Huang. Þá á vondi Kínverjinn að hafa „hælst um yfir því að hafa knésett innanríkisráðherrann," eftir því sem ófáir álitsgjafar segja, stígvélafullir af vandlætingu. Já, ljótt ef satt væri. Er maður að hlusta á oflátann Jón sterka í Skugga-Sveini: Sáuð þið hvernig ég tók hann, piltar? Ég finn þessum hlöðnu þýðingum ekki stað í kínverskum fjölmiðlum. Hvað svo?Rúmsins vegna verða þessi fáu dæmi að duga, en allt ber að þeim sama brunni að maður hefur gengið undir manns hönd að gera fyrirhugaðar fjárfestingar Huangs á Íslandi tortryggilegar. Það er í góðu samræmi við þær upphrópanir, sleggjudóma og útlendingaótta sem hér er allt að drepa. En að öllu þessu sögðu þarf að lenda þessu máli sem að ósekju er orðið að vandræðamáli. Mér sýnist ekki ætla að verða nein sátt um að Huang og fyrirtæki hans leigi Grímsstaði, nú þegar kaupin eru úr sögunni. Og það er náttúrlega ómögulegt fyrir metnaðarfullt ferðaþjónustufyrirtæki að starta sinni starfsemi í illdeilum við mann og annan. Ég get ekki séð að Huang hafi neina þörf fyrir Grímsstaðina alla undir sinn rekstur, en svo virðist sem jörðin sé annað hvort öll föl eða ekki. Eins og mál hafa þróast finnst mér athugandi fyrir Huang og hans fólk að láta á það reyna hvort fá megi lóð út úr Grímsstaðatorfunni en falast að öðrum kosti eftir jörð af normal stærð fyrir uppbygginguna. Kínverski vinkillinnMargt í þessum Grímsstaðamálum er lost in translation og þá á báða bóga. Það stendur upp á Huang og samstarfsfólk hans um fjárfestingar á Íslandi að útskýra hvernig þau sjá hlutina fyrir sér. Þar hefur mikið vantað upp á og fyrir bragðið hafa ýmsar bábiljur fengið vængi. Það þarf að kynna fjárfestingarplön, útskýra hvernig staðið verður að fyrirhugaðri uppbyggingu og leggja fram sannfærandi viðskiptaáætlanir og röksemdir fyrir því að þessi rekstur fái staðist til lengri tíma litið. Að öðrum kosti væri það ábyrgðarleysi af sveitarfélögum á Norð-Austurlandi að gambla með sameiginlega sjóði. Síðast en ekki síst þarf að fara yfir starfsmannamálin með stéttarfélögunum á staðnum. Næsta skref þarf að vera að Huang, eða náið samstarfsfólk hans í Zhungkun-fyrirtækinu, komi til landsins, fari yfir alla mögulega fleti á þessu máli og ræði við þá sem að því koma. Ef vel tekst til getur fjárfesting Huangs orðið mikil lyftistöng. En þá þurfum við líka öll að vanda okkur. Gefa strámönnum frí en ræða okkur til niðurstöðu eins og skikkanlegt fólk.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar