Komdu út að leika Kolbrún Baldursdóttir skrifar 26. maí 2012 06:00 Við fögnum Degi barnsins í fimmta sinn á morgun en samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í október árið 2007 er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Yfirskrift dagsins í ár er „Gleði og samvera“. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að átaksverkefninu „Hreyfing og líkamlegt heilbrigði“ sem ætlað er að efla vitund um mikilvægi heilbrigðs lífs fyrir börn; hvort heldur er út frá líkamlegu og andlegu heilbrigði sem og í forvarnarlegu tilliti. Verkefnið byggir á ákvæðum barnasáttmála um rétt barna til heilsuverndar og banni við mismunun, einnig á ákvæðum sáttmálans um ábyrgð foreldra og aðildarríkja. Umræðan um líkamlegt heilbrigði barna þarf á ölllum tímum að vera lifandi og frjó. Við þurfum að hafa vakandi auga með þróuninni hér á landi, hvað varðar næringu og þyngd barna á Íslandi. Það eru ekki einungis heilsufarslegar afleiðingar fyrir börnin sem um ræðir heldur einnig sjálfsmynd þeirra sem er í mótun. Foreldrar eru í lykilhlutverki í þessu sem og öðru er varðar börn þeirra. Þeir eru ekki eingöngu helstu fyrirmyndir þeirra, heldur bera þeir ábyrgð á innkaupum og mataræði fjölskyldunnar. Barn sem horfir á foreldra sína lifa heilbrigðu lífi, huga að hollu mataræði og stunda reglulega hreyfingu er líklegt til að vilja feta í sömu fótspor. Öll börn, óháð efnahag foreldra, eiga rétt á að stunda hreyfingu við hæfi, íþrótta- og frístundastarf. Flestir eru sammála um að leikir, íþróttir og almenn hreyfing hafa forvarnagildi. Margar rannsóknir hafa t.a.m. sýnt að börn sem stunda íþróttir eru í minni hættu á að leiðast út í vandamál tengd unglingsárunum. Það er á ábyrgð okkar að skapa þeim viðeigandi vettvang til íþrótta- og tómstundaiðkana þar sem þau geta komið saman, leikið sér og fengið hreyfingu við hæfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Við fögnum Degi barnsins í fimmta sinn á morgun en samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í október árið 2007 er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Yfirskrift dagsins í ár er „Gleði og samvera“. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að átaksverkefninu „Hreyfing og líkamlegt heilbrigði“ sem ætlað er að efla vitund um mikilvægi heilbrigðs lífs fyrir börn; hvort heldur er út frá líkamlegu og andlegu heilbrigði sem og í forvarnarlegu tilliti. Verkefnið byggir á ákvæðum barnasáttmála um rétt barna til heilsuverndar og banni við mismunun, einnig á ákvæðum sáttmálans um ábyrgð foreldra og aðildarríkja. Umræðan um líkamlegt heilbrigði barna þarf á ölllum tímum að vera lifandi og frjó. Við þurfum að hafa vakandi auga með þróuninni hér á landi, hvað varðar næringu og þyngd barna á Íslandi. Það eru ekki einungis heilsufarslegar afleiðingar fyrir börnin sem um ræðir heldur einnig sjálfsmynd þeirra sem er í mótun. Foreldrar eru í lykilhlutverki í þessu sem og öðru er varðar börn þeirra. Þeir eru ekki eingöngu helstu fyrirmyndir þeirra, heldur bera þeir ábyrgð á innkaupum og mataræði fjölskyldunnar. Barn sem horfir á foreldra sína lifa heilbrigðu lífi, huga að hollu mataræði og stunda reglulega hreyfingu er líklegt til að vilja feta í sömu fótspor. Öll börn, óháð efnahag foreldra, eiga rétt á að stunda hreyfingu við hæfi, íþrótta- og frístundastarf. Flestir eru sammála um að leikir, íþróttir og almenn hreyfing hafa forvarnagildi. Margar rannsóknir hafa t.a.m. sýnt að börn sem stunda íþróttir eru í minni hættu á að leiðast út í vandamál tengd unglingsárunum. Það er á ábyrgð okkar að skapa þeim viðeigandi vettvang til íþrótta- og tómstundaiðkana þar sem þau geta komið saman, leikið sér og fengið hreyfingu við hæfi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar