Innlimun hvað? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Ekkert er t.d. verið að upplýsa fólk um að eitt af meginmarkmiðum ESB, með því að ná samningum um innlimun Íslands, er að ná yfirráðum yfir stórum hluta Norður-Atlantshafsins með aðgengi að Norður-Íshafinu. Án þessa aðgengis getur Evrópusambandið aldrei orðið það stórveldi sem það vill vera í alþjóðlegu tilliti." Eftirfarandi línur eru skrifaðar af ritstjóra Bændablaðsins, Herði Kristjánssyni, en blaðið kom út þann 16. maí síðastliðinn. Það er í raun með ólíkindum að lesa orð sem þessi, frá manni eins og Herði, árið 2012. Það er að Evrópusambandið ætli sér að innlima Ísland, til þess að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. Reyndar er þetta svo algerlega út í bláinn, að þetta er í raun ekki svara vert. En það er hins vegar grafalvarlegt þegar maður eins og Hörður, sem gegnir stöðu ritstjóra blaðs, sem gefið er út af samtökum, sem rekin eru að mestu leyti fyrir almannafé, lætur frá sér ósannindi sem þessi. Því ég er nánast 100% viss um að Hörður veit betur. ESB hefur engar áætlanir um að innlima Ísland og ESB hefur EKKI innlimað neitt land, sem gerst hefur aðildarríki sambandsins. Hörður ætti að spyrja íbúa einhvers nágrannaríkja okkar; Svíþjóðar, Bretlands, Danmerkur eða Finnlands, um hvort þau hafi verið innlimuð í ESB! Bretar eiga sína olíu, Finnar sína skóga og Svíar sitt járngrýti. En hann getur hins vegar talað við íbúa Eystrasaltsríkjanna um það hvernig var að búa undir járnhæl Sovétríkjanna, eftir að Jósef Stalín innlimaði þau á tímum seinni heimsstyrjaldar. Öll Eystrasaltsríkin gengu í ESB, í kjölfar hruns kommúnismans upp úr 1990, og gerðust þar með aðilar að samstarfi 27 lýðræðisríkja Evrópu. Þess vegna verða ummæli Harðar að skrifast á tilfinningar, rétt eins og annað „innlimunartal" annarra andstæðinga ESB. Bændablaðið, sem segir sig vera „málgagn bænda og landsbyggðar" getur líka bætt við frasanum „og andstöðu gegn ESB" því umfjöllun Bændablaðsins er nánast alfarið á neikvæðum nótum varðandi ESB-málið. Bændablaðið finnur ESB hreinlega allt til foráttu. Blaðinu er dreift ókeypis og kemur stundum út í allt að 60.000 eintökum. Þá er því einnig stundum dreift með Morgunblaðinu, sem berst jú af alefli gegn ESB. Hins vegar er margt á huldu varðandi rekstur Bændablaðsins og hvergi er t.d. hægt að finna opinberar upplýsingar um rekstur blaðsins, hvað þá ársreikninga. Hvers vegna er það svo? Blað á borð við Bændablaðið, sem ekki birtir opinberlega ársreikninga sína, getur varla talist lýðræðislegur miðill. Í lok greinarinnar segir Hörður að Íslendingar eigi mikið af auðlindum, vatni og öðru slíku, sem er alveg rétt. Svo segir hann: „Við erum með öll bestu trompin á hendi og hvers vegna ættum við að afhenda þau stjórnmálamönnum úti í Brussel." Það stendur hins vegar ekki til og hefur aldrei staðið til! Hvers vegna í ósköpunum ættum við að gera það? Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki og hefur fullan yfirráðarétt yfir sínum auðlindum. ESB getur ekki og ætlar sér ekki að hrifsa þau frá okkur, hvorki með innlimun né öðrum aðferðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ekkert er t.d. verið að upplýsa fólk um að eitt af meginmarkmiðum ESB, með því að ná samningum um innlimun Íslands, er að ná yfirráðum yfir stórum hluta Norður-Atlantshafsins með aðgengi að Norður-Íshafinu. Án þessa aðgengis getur Evrópusambandið aldrei orðið það stórveldi sem það vill vera í alþjóðlegu tilliti." Eftirfarandi línur eru skrifaðar af ritstjóra Bændablaðsins, Herði Kristjánssyni, en blaðið kom út þann 16. maí síðastliðinn. Það er í raun með ólíkindum að lesa orð sem þessi, frá manni eins og Herði, árið 2012. Það er að Evrópusambandið ætli sér að innlima Ísland, til þess að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. Reyndar er þetta svo algerlega út í bláinn, að þetta er í raun ekki svara vert. En það er hins vegar grafalvarlegt þegar maður eins og Hörður, sem gegnir stöðu ritstjóra blaðs, sem gefið er út af samtökum, sem rekin eru að mestu leyti fyrir almannafé, lætur frá sér ósannindi sem þessi. Því ég er nánast 100% viss um að Hörður veit betur. ESB hefur engar áætlanir um að innlima Ísland og ESB hefur EKKI innlimað neitt land, sem gerst hefur aðildarríki sambandsins. Hörður ætti að spyrja íbúa einhvers nágrannaríkja okkar; Svíþjóðar, Bretlands, Danmerkur eða Finnlands, um hvort þau hafi verið innlimuð í ESB! Bretar eiga sína olíu, Finnar sína skóga og Svíar sitt járngrýti. En hann getur hins vegar talað við íbúa Eystrasaltsríkjanna um það hvernig var að búa undir járnhæl Sovétríkjanna, eftir að Jósef Stalín innlimaði þau á tímum seinni heimsstyrjaldar. Öll Eystrasaltsríkin gengu í ESB, í kjölfar hruns kommúnismans upp úr 1990, og gerðust þar með aðilar að samstarfi 27 lýðræðisríkja Evrópu. Þess vegna verða ummæli Harðar að skrifast á tilfinningar, rétt eins og annað „innlimunartal" annarra andstæðinga ESB. Bændablaðið, sem segir sig vera „málgagn bænda og landsbyggðar" getur líka bætt við frasanum „og andstöðu gegn ESB" því umfjöllun Bændablaðsins er nánast alfarið á neikvæðum nótum varðandi ESB-málið. Bændablaðið finnur ESB hreinlega allt til foráttu. Blaðinu er dreift ókeypis og kemur stundum út í allt að 60.000 eintökum. Þá er því einnig stundum dreift með Morgunblaðinu, sem berst jú af alefli gegn ESB. Hins vegar er margt á huldu varðandi rekstur Bændablaðsins og hvergi er t.d. hægt að finna opinberar upplýsingar um rekstur blaðsins, hvað þá ársreikninga. Hvers vegna er það svo? Blað á borð við Bændablaðið, sem ekki birtir opinberlega ársreikninga sína, getur varla talist lýðræðislegur miðill. Í lok greinarinnar segir Hörður að Íslendingar eigi mikið af auðlindum, vatni og öðru slíku, sem er alveg rétt. Svo segir hann: „Við erum með öll bestu trompin á hendi og hvers vegna ættum við að afhenda þau stjórnmálamönnum úti í Brussel." Það stendur hins vegar ekki til og hefur aldrei staðið til! Hvers vegna í ósköpunum ættum við að gera það? Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki og hefur fullan yfirráðarétt yfir sínum auðlindum. ESB getur ekki og ætlar sér ekki að hrifsa þau frá okkur, hvorki með innlimun né öðrum aðferðum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun