Á að fórna Nasa fyrir risahótel? Þóra Andrésdóttir skrifar 19. júní 2012 06:00 Eigandi Nasa, Landsímahússins og hótels í Austurstræti 6, vill byggja enn stærra hótel. Það gæti orðið 3-400 herbergja, á við samanlagt tvær Hótel Borgir og eina Hótel Sögu. Eru borgaryfirvöld virkilega tilbúin að að fórna Nasa, og samþykkja leyfi fyrir slíku risahóteli á þessum viðkvæma stað? Tónleikasalur Nasa gegnir stórvægu hlutverki fyrir okkar frábæra tónlistarfólk. Það er enginn tónleikastaður sem er sambærilegur Nasa, andrúmsloftið þar er magnað og stemningin einstök. Nasa hefur verið aðaltónleikastaðurinn fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðina, sem margir útlendingar sækja. Þetta vita borgarfulltrúar Besta flokksins. Árið 2009 var niðurrifi tónleikasalarins Nasa mótmælt, hvar eru mótmælendur þess núna? Þora þeir ekki styggja Besta flokkinn? Nasa var helsti skemmti-og tónleikastaður Reykvíkinga. Margir hafa skráð sig á „Save NASA: One Of Reykjavík's Most Treasured Concert Halls" undirskriftalista á netinu. Eru ekki nógu mörg hótel þarna allt í kring? Hvar á umferð og aðkoma þessa risahótels að vera, vegna birgðaöflunar, úrgangslosunar og hótelgesta sem eru ýmist að koma eða fara í rútum eða leigubílum? Átti ekki að draga úr umferð á þessu svæði? Á góðviðrisdögum er Austurvöllur þétt setinn og börn á hlaupum. Ingólfstorg er einnig vinsæll samkomustaður. Byggingarframkvæmdir myndu hafa mikið rask í för með sér og trufla mannlífið á þessu svæði. Er borgin ekki fyrir okkur borgabúa? Þetta svæði er mjög gamalt. Aðalstræti 10 var hluti af innréttingum Skúla fógeta. Við Vallarstrætið eru tvö önnur gömul hús, Brynjólfsbúð og Hótel Vík, og svo er það Nasa, gamli kvennaskólinn. Risahótel myndi bera öll þessi litlu, dýrmætu hús ofurliði. Tryggja þarf að öll þessi gömlu hús verði áfram til prýði fyrir borgarbúa og fái að njóta sín til fulls, og myndi fallegan krans eldri timburhúsa. Borgin leggur til fé í samkeppnina um hótel við Ingólfstorg ásamt lóðareiganda. Fimm komust áfram og fengu 2 milljónir hver. Eigandinn situr líka í dómnefnd og getur því kosið það sem hentar honum, en ekki borgarbúum. Hvaða tangarhald hefur eigandinn á borgaryfirvöldum? Af hverju gæta þau frekar hagsmuna eiganda en borgara? Auðvitað þarf að taka vel á móti ferðamönnum, en ekki þurfa öll hótelin vera í Kvosinni. Ég vil taka undir með Eddu Jónasdóttur leiðsögukonu 12.6. sl. Hún veit hvað útlendingar vilja. Tortímum ekki miðborginni, með því að láta gömul hús og opin svæði víkja fyrir risahótelum. Þá um leið minnkum við áhuga ferðamanna á að sækja borgina heim. Það er borgarbragurinn í gamla bænum, saga hans og stemningin, sem bæði Íslendingar og erlendir gestir sækjast eftir. Hún myndast t.d. við ýmsa menningarviðburði, eins og Iceland Airwaves, Menningarnótt og Hönnunarmars, en við eigum ótrúlega mikið af hæfileikaríku fólki. Miðbærinn iðar þá af lífi og sál víðs vegar um þessa fallegu og hlýju borg sem við eigum. Glötum ekki þeim sjarma sem fylgir gömlum húsum, og leyfum þeim ekki að grotna niður. Sýnum borginni okkar virðingu og verndum okkar sögulegu byggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Eigandi Nasa, Landsímahússins og hótels í Austurstræti 6, vill byggja enn stærra hótel. Það gæti orðið 3-400 herbergja, á við samanlagt tvær Hótel Borgir og eina Hótel Sögu. Eru borgaryfirvöld virkilega tilbúin að að fórna Nasa, og samþykkja leyfi fyrir slíku risahóteli á þessum viðkvæma stað? Tónleikasalur Nasa gegnir stórvægu hlutverki fyrir okkar frábæra tónlistarfólk. Það er enginn tónleikastaður sem er sambærilegur Nasa, andrúmsloftið þar er magnað og stemningin einstök. Nasa hefur verið aðaltónleikastaðurinn fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðina, sem margir útlendingar sækja. Þetta vita borgarfulltrúar Besta flokksins. Árið 2009 var niðurrifi tónleikasalarins Nasa mótmælt, hvar eru mótmælendur þess núna? Þora þeir ekki styggja Besta flokkinn? Nasa var helsti skemmti-og tónleikastaður Reykvíkinga. Margir hafa skráð sig á „Save NASA: One Of Reykjavík's Most Treasured Concert Halls" undirskriftalista á netinu. Eru ekki nógu mörg hótel þarna allt í kring? Hvar á umferð og aðkoma þessa risahótels að vera, vegna birgðaöflunar, úrgangslosunar og hótelgesta sem eru ýmist að koma eða fara í rútum eða leigubílum? Átti ekki að draga úr umferð á þessu svæði? Á góðviðrisdögum er Austurvöllur þétt setinn og börn á hlaupum. Ingólfstorg er einnig vinsæll samkomustaður. Byggingarframkvæmdir myndu hafa mikið rask í för með sér og trufla mannlífið á þessu svæði. Er borgin ekki fyrir okkur borgabúa? Þetta svæði er mjög gamalt. Aðalstræti 10 var hluti af innréttingum Skúla fógeta. Við Vallarstrætið eru tvö önnur gömul hús, Brynjólfsbúð og Hótel Vík, og svo er það Nasa, gamli kvennaskólinn. Risahótel myndi bera öll þessi litlu, dýrmætu hús ofurliði. Tryggja þarf að öll þessi gömlu hús verði áfram til prýði fyrir borgarbúa og fái að njóta sín til fulls, og myndi fallegan krans eldri timburhúsa. Borgin leggur til fé í samkeppnina um hótel við Ingólfstorg ásamt lóðareiganda. Fimm komust áfram og fengu 2 milljónir hver. Eigandinn situr líka í dómnefnd og getur því kosið það sem hentar honum, en ekki borgarbúum. Hvaða tangarhald hefur eigandinn á borgaryfirvöldum? Af hverju gæta þau frekar hagsmuna eiganda en borgara? Auðvitað þarf að taka vel á móti ferðamönnum, en ekki þurfa öll hótelin vera í Kvosinni. Ég vil taka undir með Eddu Jónasdóttur leiðsögukonu 12.6. sl. Hún veit hvað útlendingar vilja. Tortímum ekki miðborginni, með því að láta gömul hús og opin svæði víkja fyrir risahótelum. Þá um leið minnkum við áhuga ferðamanna á að sækja borgina heim. Það er borgarbragurinn í gamla bænum, saga hans og stemningin, sem bæði Íslendingar og erlendir gestir sækjast eftir. Hún myndast t.d. við ýmsa menningarviðburði, eins og Iceland Airwaves, Menningarnótt og Hönnunarmars, en við eigum ótrúlega mikið af hæfileikaríku fólki. Miðbærinn iðar þá af lífi og sál víðs vegar um þessa fallegu og hlýju borg sem við eigum. Glötum ekki þeim sjarma sem fylgir gömlum húsum, og leyfum þeim ekki að grotna niður. Sýnum borginni okkar virðingu og verndum okkar sögulegu byggð.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun