Betri rammi um krónuna Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 8. október 2012 06:00 Skýrsla Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er nýr grundvöllur umræðu um framtíð krónunnar, upptöku evru og nýja peningastefnu fyrir heimili og fyrirtæki. Það er, ef fólk hefur áhuga á upplýstri og yfirvegaðri opinberri umræðu um þau mál. Skýrslan er gríðarstórt plagg en ég hvet alla til þess að kynna sér efni hennar í stórum dráttum, t.d. samantekt úr köflum. Eins og allir vita hefur Ísland glímt við þrenns konar efnahagskreppu undanfarin 4 ár; banka-, skulda- og gjaldmiðilskreppu. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur orðið vel ágengt í glímunni við banka- og skuldakreppuna en lítil samstaða er innan hennar um gengis- og peningastefnu til framtíðar. Í vetur leið skipaði þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, þverpólitískan samráðshóp um mótun gengis- og peningastefnu með þátttöku fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Á þeim vettvangi hefur skapast sameiginlegur skilningur á næstu skrefum fram á við í þessu mikilvæga verkefni. Það er einnig kominn góður grunnur til samtals um framtíðina ef fólk hefur raunverulegan áhuga á því að hætta bendingum og upphrópunum um þessi mál. Í skilabréfi samráðshópsins til nýs fjármála- og efnahagsráðherra, Katrínar Júlíusdóttur, segir m.a. að áætlanir stjórnvalda þurfi að taka mið af því að nýr gjaldmiðill verði ekki tekinn upp hér á landi á næstu árum. Það breyti því hins vegar ekki að ríkisstjórn þarf að treysta ramma ábyrgrar stjórnar ríkisfjármálanna og sýna aga í hagstjórninni almennt séð. Gjaldeyrishöftum þarf að lyfta án tillits til þess hvort fólk styður inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ég er eins og annað samfylkingarfólk þeirrar skoðunar að sjálfstæð peningastefna sé ekki raunhæfur kostur til framtíðar en ég tel einnig mikið til þess vinnandi að skapa samstöðu og grundvöll um verkefnin í gjaldmiðils- og peningamálum sem flest (helst öll) stjórnmálaöfl í landinu geta starfað á. Niðurstaða samráðshópsins styður það álit Seðlabankans að verkefni næstu missera sé að skapa betri ramma um krónuna. Hann er nauðsynlegur hvort sem við veljum að taka upp evru eða ekki, þegar þar að kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er nýr grundvöllur umræðu um framtíð krónunnar, upptöku evru og nýja peningastefnu fyrir heimili og fyrirtæki. Það er, ef fólk hefur áhuga á upplýstri og yfirvegaðri opinberri umræðu um þau mál. Skýrslan er gríðarstórt plagg en ég hvet alla til þess að kynna sér efni hennar í stórum dráttum, t.d. samantekt úr köflum. Eins og allir vita hefur Ísland glímt við þrenns konar efnahagskreppu undanfarin 4 ár; banka-, skulda- og gjaldmiðilskreppu. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur orðið vel ágengt í glímunni við banka- og skuldakreppuna en lítil samstaða er innan hennar um gengis- og peningastefnu til framtíðar. Í vetur leið skipaði þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, þverpólitískan samráðshóp um mótun gengis- og peningastefnu með þátttöku fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Á þeim vettvangi hefur skapast sameiginlegur skilningur á næstu skrefum fram á við í þessu mikilvæga verkefni. Það er einnig kominn góður grunnur til samtals um framtíðina ef fólk hefur raunverulegan áhuga á því að hætta bendingum og upphrópunum um þessi mál. Í skilabréfi samráðshópsins til nýs fjármála- og efnahagsráðherra, Katrínar Júlíusdóttur, segir m.a. að áætlanir stjórnvalda þurfi að taka mið af því að nýr gjaldmiðill verði ekki tekinn upp hér á landi á næstu árum. Það breyti því hins vegar ekki að ríkisstjórn þarf að treysta ramma ábyrgrar stjórnar ríkisfjármálanna og sýna aga í hagstjórninni almennt séð. Gjaldeyrishöftum þarf að lyfta án tillits til þess hvort fólk styður inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ég er eins og annað samfylkingarfólk þeirrar skoðunar að sjálfstæð peningastefna sé ekki raunhæfur kostur til framtíðar en ég tel einnig mikið til þess vinnandi að skapa samstöðu og grundvöll um verkefnin í gjaldmiðils- og peningamálum sem flest (helst öll) stjórnmálaöfl í landinu geta starfað á. Niðurstaða samráðshópsins styður það álit Seðlabankans að verkefni næstu missera sé að skapa betri ramma um krónuna. Hann er nauðsynlegur hvort sem við veljum að taka upp evru eða ekki, þegar þar að kemur.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar