Grafa goshús upp og byggja hvolfþak yfir 20. október 2012 08:00 Kraftur er nú í uppgreftri húss Gerðar G. Sigurðardóttur og Guðna Ólafssonar heitins. Til þess er tekið hversu heilleg málningin er á húsinu. Gerður G. Sigurðardóttir varð öskuill þegar eldgos gleypti nýja húsið hennar í Vestmannaeyjum fyrir 39 árum. Nú er verið að grafa húsið upp. Það verður miðpunktur gosminjasafns. Forréttindi að sjá jörðina opnast, segir Gerður. „Þetta hvílir á mér,“ segir Gerður G. Sigurðardóttir úr Vestmannaeyjum. Verið er að grafa upp íbúðarhús Gerðar sem hvarf undir fimmtán metra lag af vikri í Vestmannaeyjagosinu aðfaranótt 23. janúar 1973. Byggja á skála yfir hús Gerðar sem vera á miðpunktur í gosminjasafninu Eldheimum. Allt á að vera tilbúið fyrir fjörutíu ára goslokahátíð á næsta ári. Gerður segir eiginmann sinn, Guðna Ólafsson heitinn, hafa lagt mikla áherslu á að hús þeirra á Gerðisbraut 10 yrði vel byggt og ekkert til þess sparað. Um einu og hálfu ári fyrir gos hafi húsið verið komið í toppstand. Örlaganóttina miklu voru synir þeirra, sjö og fimm ára og sá þriðji í vöggu, sofnaðir þegar hún sá mikla birtu í austurglugga. „Þegar ég dró frá var komin þessi feikna eldsúla. Ég kallaði í manninn minn og það voru forréttindi hjá okkur að fá að sjá jörðina opnast eins og rennilás aðeins fjögur hundruð metra frá okkur og steina og torf flygsast og þjóta upp í loftið,“ lýsir Gerður því sem blasti við þeim hjónum. „Vá, er komið aftur gamlárskvöld,“ lagði fimm ára sonur þeirra til málanna þegar flótti var undirbúinn í skyndingu. „Við vorum bara búin að búa í húsinu tipp-topp í eitt ár og hálft ár. Þó ég hafi verið ofsalega hrædd þá hafði reiðin vinninginn,“ segir Gerður um það tilfinningaflóð sem fór um hana er fjölskyldan neyddist til að flýja heimilið. „Þegar ég opnaði útidyrnar og sá eldinn og súlurnar upp í loftið þá hugsaði ég með mér; „Nú hljótum við að deyja þarna á tröppunum.“ Það er kraftaverk að enginn skyldi farast,“ segir Gerður. Uppgröfturinn hefur nú staðið með hléum í nokkur ár. Sumarið 2010 stakk Gerður sér inn um þvottahúsgluggann á húsinu með einum sona sinna og dóttur. „Manni varð um að sjá heimili sitt yfirgefið eftir allan þennan tíma. Ég saknaði þess að hafa ekki manninn með. Það vantaði hann,“ segir hún en kveðst sátt við að hafa leyft uppgröftinn. „Nú er ég mjög ánægð vegna þess að ég hafði rétt fyrir mér; húsið mitt stendur.“gar@frettabladid.is Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Söfn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Gerður G. Sigurðardóttir varð öskuill þegar eldgos gleypti nýja húsið hennar í Vestmannaeyjum fyrir 39 árum. Nú er verið að grafa húsið upp. Það verður miðpunktur gosminjasafns. Forréttindi að sjá jörðina opnast, segir Gerður. „Þetta hvílir á mér,“ segir Gerður G. Sigurðardóttir úr Vestmannaeyjum. Verið er að grafa upp íbúðarhús Gerðar sem hvarf undir fimmtán metra lag af vikri í Vestmannaeyjagosinu aðfaranótt 23. janúar 1973. Byggja á skála yfir hús Gerðar sem vera á miðpunktur í gosminjasafninu Eldheimum. Allt á að vera tilbúið fyrir fjörutíu ára goslokahátíð á næsta ári. Gerður segir eiginmann sinn, Guðna Ólafsson heitinn, hafa lagt mikla áherslu á að hús þeirra á Gerðisbraut 10 yrði vel byggt og ekkert til þess sparað. Um einu og hálfu ári fyrir gos hafi húsið verið komið í toppstand. Örlaganóttina miklu voru synir þeirra, sjö og fimm ára og sá þriðji í vöggu, sofnaðir þegar hún sá mikla birtu í austurglugga. „Þegar ég dró frá var komin þessi feikna eldsúla. Ég kallaði í manninn minn og það voru forréttindi hjá okkur að fá að sjá jörðina opnast eins og rennilás aðeins fjögur hundruð metra frá okkur og steina og torf flygsast og þjóta upp í loftið,“ lýsir Gerður því sem blasti við þeim hjónum. „Vá, er komið aftur gamlárskvöld,“ lagði fimm ára sonur þeirra til málanna þegar flótti var undirbúinn í skyndingu. „Við vorum bara búin að búa í húsinu tipp-topp í eitt ár og hálft ár. Þó ég hafi verið ofsalega hrædd þá hafði reiðin vinninginn,“ segir Gerður um það tilfinningaflóð sem fór um hana er fjölskyldan neyddist til að flýja heimilið. „Þegar ég opnaði útidyrnar og sá eldinn og súlurnar upp í loftið þá hugsaði ég með mér; „Nú hljótum við að deyja þarna á tröppunum.“ Það er kraftaverk að enginn skyldi farast,“ segir Gerður. Uppgröfturinn hefur nú staðið með hléum í nokkur ár. Sumarið 2010 stakk Gerður sér inn um þvottahúsgluggann á húsinu með einum sona sinna og dóttur. „Manni varð um að sjá heimili sitt yfirgefið eftir allan þennan tíma. Ég saknaði þess að hafa ekki manninn með. Það vantaði hann,“ segir hún en kveðst sátt við að hafa leyft uppgröftinn. „Nú er ég mjög ánægð vegna þess að ég hafði rétt fyrir mér; húsið mitt stendur.“gar@frettabladid.is
Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Söfn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira