Útrýmum kynbundu ofbeldi! Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 8. desember 2012 08:00 Einn allra stærsti áfanginn í sögu jafnréttisbaráttunnar á síðustu áratugum felst óneitanlega í að þögnin um kynbundið ofbeldi hefur verið rofin og jafnframt hefur baráttan gegn því verið sett á dagskrá grasrótarsamtaka, stjórnmálanna og samfélagsins alls. Við vitum að á meðan kynbundið ofbeldi er við lýði eru mannréttindi og velferð, líf og heilsa fótum troðin. Í hvert einasta skipti sem fórnarlömb stíga fram og greina frá ofbeldinu og ná eyrum samfélagsins höfum við færst nær markmiðum okkar um samfélag án ofbeldis, samfélag virðingar fyrir mannréttindum allra og reisn og almennrar velferðar.Áfangasigrar Ríkisstjórn mín hefur gripið til margvíslegra úrræða til að stemma stigu við kynbundnu ofbeldi og til að fjölga þeim úrræðum sem við getum beitt gegn því. Austurríska leiðin svokallaða um að fjarlægja beri ofbeldismenn af heimilum fremur en fórnarlömbin hefur verið lögfest. Sömuleiðis hefur bann við kaupum á vændi verið leitt í lög. Ísland fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi ásamt bókun um mansal á síðasta ári og í júní á þessu ári samning Evrópuráðsins gegn mansali. Þar með hefur Ísland tekið á sig skuldbindingar um forvarnir gegn mansali, verndun fórnarlamba og hertar aðferðir við rannsókn og saksókn slíkra mála. Nú er unnið að endurskoðun fyrstu aðgerðaáætlunar Íslands gegn mansali, en hún var samþykkt í mars 2009. Okkur er í fersku minni stofnun Kristínarhúss á síðasta ári, fyrir fórnarlömb mansals og vændis en ríkisstjórnin hefur stutt við rekstur Kristínarhúss og Kvennaathvarfsins með fjárframlögum.Sitjum ekki auðum höndum Umræðan um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu hefur haldið áfram af fullum krafti á síðustu misserum og er skemmst að minnast ráðstefnu um málið sem innanríkisráðuneytið, lagadeild HÍ og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarrs um fjölskyldumálefni stóðu fyrir í ársbyrjun. Þar lögðu fulltrúar alls staðar að úr kerfinu saman á ráðin um hvernig tryggja megi betur en nú er gert að lögum verði komið yfir gerendur kynferðisbrota. Þá hafa nokkur ráðuneyti einnig staðið fyrir ráðstefnu og aukinni umræðu um klámvæðinguna út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarhorni og leitast við að svara hvaða hlutverk löggjafinn og stjórnvöld geta gegnt til að stemma stigu við henni. Jafnframt hefur tækifæri verið nýtt á vettvangi Jafnréttissjóðs til að styrkja veglega fræðilega rannsókn af afdrifum kynferðisbrota í réttarkerfinu, en þess er vænst að með henni verði skapaður traustur þekkingargrundvöllur fyrir frekari lagaleg úrræði á þessu sviði.Vekjum vitund! Í apríl síðastliðnum var undirritað samkomulag milli velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um þriggja ára verkefni sem ber heitið Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Samþykkt var að verja til þess 25 mkr. á árinu 2012, 16 mkr. á árinu 2013 og aftur 16 mkr. árið 2014. Vitundarvakningin er liður í aðgerðum stjórnvalda vegna fullgildingar sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum sem var samþykktur í Lanzarote í október 2007. Ísland hefur verið aðili að sáttmálanum frá því í febrúar 2008, en hann var fullgiltur fyrr á þessu ári. Einnig má minna á að unnið hefur verið að gerð nýrrar aðgerðaáætlunar gegn kynbundnu ofbeldi á vegum velferðarráðuneytisins um nokkra hríð og eru vonir bundnar við að hún líti dagsins ljós innan skamms. Mikilvæg skref hafa því verið stigin í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi á liðnum árum og þau hafa sannarlega skilað árangri. En meira þarf til og ég heiti á okkur öll að leggja baráttunni lið með ráðum og dáð. Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi er mannréttindabarátta sem skiptir okkur öll miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Einn allra stærsti áfanginn í sögu jafnréttisbaráttunnar á síðustu áratugum felst óneitanlega í að þögnin um kynbundið ofbeldi hefur verið rofin og jafnframt hefur baráttan gegn því verið sett á dagskrá grasrótarsamtaka, stjórnmálanna og samfélagsins alls. Við vitum að á meðan kynbundið ofbeldi er við lýði eru mannréttindi og velferð, líf og heilsa fótum troðin. Í hvert einasta skipti sem fórnarlömb stíga fram og greina frá ofbeldinu og ná eyrum samfélagsins höfum við færst nær markmiðum okkar um samfélag án ofbeldis, samfélag virðingar fyrir mannréttindum allra og reisn og almennrar velferðar.Áfangasigrar Ríkisstjórn mín hefur gripið til margvíslegra úrræða til að stemma stigu við kynbundnu ofbeldi og til að fjölga þeim úrræðum sem við getum beitt gegn því. Austurríska leiðin svokallaða um að fjarlægja beri ofbeldismenn af heimilum fremur en fórnarlömbin hefur verið lögfest. Sömuleiðis hefur bann við kaupum á vændi verið leitt í lög. Ísland fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi ásamt bókun um mansal á síðasta ári og í júní á þessu ári samning Evrópuráðsins gegn mansali. Þar með hefur Ísland tekið á sig skuldbindingar um forvarnir gegn mansali, verndun fórnarlamba og hertar aðferðir við rannsókn og saksókn slíkra mála. Nú er unnið að endurskoðun fyrstu aðgerðaáætlunar Íslands gegn mansali, en hún var samþykkt í mars 2009. Okkur er í fersku minni stofnun Kristínarhúss á síðasta ári, fyrir fórnarlömb mansals og vændis en ríkisstjórnin hefur stutt við rekstur Kristínarhúss og Kvennaathvarfsins með fjárframlögum.Sitjum ekki auðum höndum Umræðan um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu hefur haldið áfram af fullum krafti á síðustu misserum og er skemmst að minnast ráðstefnu um málið sem innanríkisráðuneytið, lagadeild HÍ og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarrs um fjölskyldumálefni stóðu fyrir í ársbyrjun. Þar lögðu fulltrúar alls staðar að úr kerfinu saman á ráðin um hvernig tryggja megi betur en nú er gert að lögum verði komið yfir gerendur kynferðisbrota. Þá hafa nokkur ráðuneyti einnig staðið fyrir ráðstefnu og aukinni umræðu um klámvæðinguna út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarhorni og leitast við að svara hvaða hlutverk löggjafinn og stjórnvöld geta gegnt til að stemma stigu við henni. Jafnframt hefur tækifæri verið nýtt á vettvangi Jafnréttissjóðs til að styrkja veglega fræðilega rannsókn af afdrifum kynferðisbrota í réttarkerfinu, en þess er vænst að með henni verði skapaður traustur þekkingargrundvöllur fyrir frekari lagaleg úrræði á þessu sviði.Vekjum vitund! Í apríl síðastliðnum var undirritað samkomulag milli velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um þriggja ára verkefni sem ber heitið Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Samþykkt var að verja til þess 25 mkr. á árinu 2012, 16 mkr. á árinu 2013 og aftur 16 mkr. árið 2014. Vitundarvakningin er liður í aðgerðum stjórnvalda vegna fullgildingar sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum sem var samþykktur í Lanzarote í október 2007. Ísland hefur verið aðili að sáttmálanum frá því í febrúar 2008, en hann var fullgiltur fyrr á þessu ári. Einnig má minna á að unnið hefur verið að gerð nýrrar aðgerðaáætlunar gegn kynbundnu ofbeldi á vegum velferðarráðuneytisins um nokkra hríð og eru vonir bundnar við að hún líti dagsins ljós innan skamms. Mikilvæg skref hafa því verið stigin í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi á liðnum árum og þau hafa sannarlega skilað árangri. En meira þarf til og ég heiti á okkur öll að leggja baráttunni lið með ráðum og dáð. Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi er mannréttindabarátta sem skiptir okkur öll miklu máli.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun