Félagarígurinn mun aukast með tilkomu KR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2013 07:00 Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Jón Þór Víglundsson, formaður handknattleiksdeildar KR. Fréttablaðið/Valli KR tilkynnti í gær að meistaraflokkur félagsins í handbolta hefði verið endurvakinn. Vesturbæingar ætla að byggja flokkinn upp hægt og rólega en þurfa þó að vera klárir með lið ekki síðar en þegar flautað verður til leiks í 1. deild í haust. Arnar Jón Agnarsson verður þjálfari liðsins. Átta ár eru síðan KR tefldi fram meistaraflokki karla í handbolta og þá í samvinnu við Gróttu. 1996 var síðasta árið sem Vesturbæingar sáu svart og hvítt lið félagsins í meistaraflokki án aðkomu Seltirninga. Á blaðamannafundi í Vesturbænum í gær voru nærstaddir minntir á bestu ár félagsins hvað handboltann snertir. Svipmyndum úr bikarúrslitaleiknum árið 1982 var varpað af skjávarpa á tjald. Þar sást Alfreð Gíslason fara fyrir liði KR í dramatískum 19-17 sigri á Kristjáni Arasyni og félögum í FH í Laugardalshöllinni. „KR er stórveldi og það er klárt mál að félagarígurinn mun aukast mikið með því að fá félagið aftur inn í handboltann,“ sagði Einar Þorvarðarson framkvæmdastjóri Handknattleikssambandins á fundinum í gær. Auk bikarmeistaratitilsins 1982 urðu KR-ingar Íslandsmeistarar árið 1958 en Vesturbæingar ætla að fara rólega í uppbyggingu sína. „Undanfarin átta ár höfum við markvisst byggt upp yngri flokks félagsins á meðan enginn meistaraflokkur var starfræktur. Nú var kominn tími til að stíga skrefið og klára málið,“ segir Jón Þór Víglundsson formaður handknattleiksdeildar. Hann segist hafa fundið á iðkendum hjá félaginu að fyrirmyndir og markmið skorti. Enginn 2. flokkur hefur verið starfræktur í Vesturbænum þannig að leikmenn hafa þurft að leita í önnur hús að loknum 3. flokki eða einfaldlega hætta. Um 180 iðkendur eru í yngri flokkum KR. Elsti flokkurinn hjá stelpunum er 4. flokkur en 3. flokkur hjá strákunum. Viggó Sigurðsson var meðal annars fenginn síðastliðið haust til að þjálfa yngri flokka félagsins. Hann afþakkaði hins vegar starf hjá meistaraflokknum. Arnar Jón Agnarsson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá KR, handsalar samninginn við Jón Þór Víglundsson, formann handknattleiksdeildar.Fréttablaðið/Valli Jón Þór segir að enginn 2. flokkur verði hjá félaginu. Meistaraflokkur verði starfræktur í náinni samvinnu við 3. flokk félagsins. Aðspurður hvort þeir leikmenn sem gengu upp úr 3. flokki í vor væru klárir í meistaraflokkinn segir Jón: „Við teljum að þeir séu það. Svo er spurningin hvenær þeir átta sig á því sjálfir.“ Arnar Jón Agnarsson fyrrum leikmaður Stjörnunnar og Hauka verður þjálfari meistaraflokksins. Arnar Jón spilaði síðast með Stjörnunni tímabilið 2011-2012 en útilokar þó ekki að draga fram skóna. „Hugmyndin er að byggja þetta fyrst og fremst á KR-ingum,“ segir Arnar Jón. Bæði eigi að leita til KR-inga sem gengið hafa upp úr 3. flokki KR á undanförnum árum og svo er vonast til þess að tveir uppaldir reynsluboltar bætist í hópinn. Um er að ræða þá Gylfa Gylfason og Harald Þorvarðarson sem nýverið lögðu skóna á hilluna. Gylfi og Haraldur staðfestu í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin hefði komið upp en ekkert hefði verið ákveðið enn. Íslenski handboltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
KR tilkynnti í gær að meistaraflokkur félagsins í handbolta hefði verið endurvakinn. Vesturbæingar ætla að byggja flokkinn upp hægt og rólega en þurfa þó að vera klárir með lið ekki síðar en þegar flautað verður til leiks í 1. deild í haust. Arnar Jón Agnarsson verður þjálfari liðsins. Átta ár eru síðan KR tefldi fram meistaraflokki karla í handbolta og þá í samvinnu við Gróttu. 1996 var síðasta árið sem Vesturbæingar sáu svart og hvítt lið félagsins í meistaraflokki án aðkomu Seltirninga. Á blaðamannafundi í Vesturbænum í gær voru nærstaddir minntir á bestu ár félagsins hvað handboltann snertir. Svipmyndum úr bikarúrslitaleiknum árið 1982 var varpað af skjávarpa á tjald. Þar sást Alfreð Gíslason fara fyrir liði KR í dramatískum 19-17 sigri á Kristjáni Arasyni og félögum í FH í Laugardalshöllinni. „KR er stórveldi og það er klárt mál að félagarígurinn mun aukast mikið með því að fá félagið aftur inn í handboltann,“ sagði Einar Þorvarðarson framkvæmdastjóri Handknattleikssambandins á fundinum í gær. Auk bikarmeistaratitilsins 1982 urðu KR-ingar Íslandsmeistarar árið 1958 en Vesturbæingar ætla að fara rólega í uppbyggingu sína. „Undanfarin átta ár höfum við markvisst byggt upp yngri flokks félagsins á meðan enginn meistaraflokkur var starfræktur. Nú var kominn tími til að stíga skrefið og klára málið,“ segir Jón Þór Víglundsson formaður handknattleiksdeildar. Hann segist hafa fundið á iðkendum hjá félaginu að fyrirmyndir og markmið skorti. Enginn 2. flokkur hefur verið starfræktur í Vesturbænum þannig að leikmenn hafa þurft að leita í önnur hús að loknum 3. flokki eða einfaldlega hætta. Um 180 iðkendur eru í yngri flokkum KR. Elsti flokkurinn hjá stelpunum er 4. flokkur en 3. flokkur hjá strákunum. Viggó Sigurðsson var meðal annars fenginn síðastliðið haust til að þjálfa yngri flokka félagsins. Hann afþakkaði hins vegar starf hjá meistaraflokknum. Arnar Jón Agnarsson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá KR, handsalar samninginn við Jón Þór Víglundsson, formann handknattleiksdeildar.Fréttablaðið/Valli Jón Þór segir að enginn 2. flokkur verði hjá félaginu. Meistaraflokkur verði starfræktur í náinni samvinnu við 3. flokk félagsins. Aðspurður hvort þeir leikmenn sem gengu upp úr 3. flokki í vor væru klárir í meistaraflokkinn segir Jón: „Við teljum að þeir séu það. Svo er spurningin hvenær þeir átta sig á því sjálfir.“ Arnar Jón Agnarsson fyrrum leikmaður Stjörnunnar og Hauka verður þjálfari meistaraflokksins. Arnar Jón spilaði síðast með Stjörnunni tímabilið 2011-2012 en útilokar þó ekki að draga fram skóna. „Hugmyndin er að byggja þetta fyrst og fremst á KR-ingum,“ segir Arnar Jón. Bæði eigi að leita til KR-inga sem gengið hafa upp úr 3. flokki KR á undanförnum árum og svo er vonast til þess að tveir uppaldir reynsluboltar bætist í hópinn. Um er að ræða þá Gylfa Gylfason og Harald Þorvarðarson sem nýverið lögðu skóna á hilluna. Gylfi og Haraldur staðfestu í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin hefði komið upp en ekkert hefði verið ákveðið enn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira