Fækkun kaupmála kemur við kaunin á dönskum konum 3. júní 2013 09:41 Kaupmálum milli hjóna í Danmörku hefur snarfækkað á síðustu árum en slíkt kemur aðallega við kaunin á konum, að því er segir í frétt á vefsíðu börsen. Konurnar séu í hættu á að þurfa að herða verulega sultarólar sínar einkum þegar kemur að ellinni. Í fyrra voru gerðir tæplega 8.800 kaupmálar í Danmörku. Til samanburðar voru þeir tæplega 19.000 talsins árið 2006. Þetta kemur fram í úttekt á vegum Danica Pension. Jens Christian Nielsen aðalhagfræðingur hjá Danica Pension segir að þessi þróun veki áhyggjur. „Vandamálið sem kemur upp við skilnað þegar kaupmáli er ekki til staðar er að annað hjónanna tekur til sín stærri hlut af lífeyrissparnaðinum,“ segir Nielsen. „Í raun þýðir þetta að þeir sem hafa það best fá lífeyrir sem endurspeglar líf þeirra fram að því en hinn aðilinn sér fram á líf í ellinni á öðru farrými með mun minni lífeyrisgreiðslur.“ Ástæðan fyrir þessu er lagabreyting sem gerð var árið 2007 en hún kvað á um að lífeyrissparnaði hjóna væri ekki skipt upp til helminga við skilnað heldur hélt hvort hjónanna um sig sínum sparnaði. Þetta kemur einkum niður á konum, að því er segir í úttekt Danica Pension. „Í mörgum hjónaböndum er munur á tekjum karlsins og konunnar. Þetta á ekki aðeins við um almenn laun heldur einnig hluti eins og fæðingarorlof,“ segir Nielsen. „Munurinn kemur oft fram í lífeyrissparnaðinum þar sem annað hjónanna er með töluvert meiri sparnað en hitt.“ Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kaupmálum milli hjóna í Danmörku hefur snarfækkað á síðustu árum en slíkt kemur aðallega við kaunin á konum, að því er segir í frétt á vefsíðu börsen. Konurnar séu í hættu á að þurfa að herða verulega sultarólar sínar einkum þegar kemur að ellinni. Í fyrra voru gerðir tæplega 8.800 kaupmálar í Danmörku. Til samanburðar voru þeir tæplega 19.000 talsins árið 2006. Þetta kemur fram í úttekt á vegum Danica Pension. Jens Christian Nielsen aðalhagfræðingur hjá Danica Pension segir að þessi þróun veki áhyggjur. „Vandamálið sem kemur upp við skilnað þegar kaupmáli er ekki til staðar er að annað hjónanna tekur til sín stærri hlut af lífeyrissparnaðinum,“ segir Nielsen. „Í raun þýðir þetta að þeir sem hafa það best fá lífeyrir sem endurspeglar líf þeirra fram að því en hinn aðilinn sér fram á líf í ellinni á öðru farrými með mun minni lífeyrisgreiðslur.“ Ástæðan fyrir þessu er lagabreyting sem gerð var árið 2007 en hún kvað á um að lífeyrissparnaði hjóna væri ekki skipt upp til helminga við skilnað heldur hélt hvort hjónanna um sig sínum sparnaði. Þetta kemur einkum niður á konum, að því er segir í úttekt Danica Pension. „Í mörgum hjónaböndum er munur á tekjum karlsins og konunnar. Þetta á ekki aðeins við um almenn laun heldur einnig hluti eins og fæðingarorlof,“ segir Nielsen. „Munurinn kemur oft fram í lífeyrissparnaðinum þar sem annað hjónanna er með töluvert meiri sparnað en hitt.“
Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira