Kom ekkert annað til greina hjá stelpunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2013 10:59 Guðrún, Sigurbjörg og Ásta Birna fagna Íslandsmeistaratitli Framara í vor. Mynd/Vilhelm Kvennalið Fram tekur þátt í EHF bikarnum í vetur en karlaliðið tók þá ákvörðun að vera ekki með. „Við leyfðum leikmönnum að ráða þessu sjálfir," segir Árni Ólafur Hjartarson, formaður handknattleikdeildar Fram, í samtali við Vísi. Hann segir ferð kvennaliðsins að mestu leyti fjármagnaða af leikmönnum. „Stelpurnar vildu skella sér í Evrópukeppnina. Það kom ekkert annað til greina hjá þeim," segir Árni. Þetta verður sjötta árið í röð sem Fram tekur þátt í Evrópukeppni í kvennaflokki. Liðið féll út við fyrstu hindrun gegn sterku liði Tertnes Bergen frá Noregi í fyrra. Haukar munu senda karlalið í Evrópukeppnina líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í morgun. Kollegar þeirra í Fram og ÍR verða hins vegar ekki með. „Strákarnir fara utan í æfingaferð í ágúst sem þeir fjármagna að mestu leyti sjálfir. Þeim finnst það bara nóg. Þeir fá kannski meira út úr því handboltalega séð að fara utan í vikuferð," segir Árni um ákvörðun karlaliðsins. Framarar urðu Íslandsmeistarar í báðum flokkum á síðustu leiktíð. Lykilmenn eru þó horfnir á braut hjá báðum liðum og verður erfitt að fylla í þeirra skörð. Danski markvörðurinn Stephen Nielsen, sem kom til Framara í sumar, lofar góðu að sögn Árna. Hann segir aldrei að vita nema fleiri bætist í hópinn en annars verður að miklu leyti treyst á yngri leikmenn í vetur. „við erum með marga efnilega stráka. Við vorum með þrjá eða fjóra í U19 ára landsliði drengja í fyrra og níu í æfingahópnum hjá stelpunum. Fjórar eða fimm þeirra voru í lokahópnum," segir Árni. Ungir leikmenn félagsins verði að fá tækifæri. „Ef þeir fá aldrei að spila þá gerist náttúrulega aldrei neitt." Íslenski handboltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira
Kvennalið Fram tekur þátt í EHF bikarnum í vetur en karlaliðið tók þá ákvörðun að vera ekki með. „Við leyfðum leikmönnum að ráða þessu sjálfir," segir Árni Ólafur Hjartarson, formaður handknattleikdeildar Fram, í samtali við Vísi. Hann segir ferð kvennaliðsins að mestu leyti fjármagnaða af leikmönnum. „Stelpurnar vildu skella sér í Evrópukeppnina. Það kom ekkert annað til greina hjá þeim," segir Árni. Þetta verður sjötta árið í röð sem Fram tekur þátt í Evrópukeppni í kvennaflokki. Liðið féll út við fyrstu hindrun gegn sterku liði Tertnes Bergen frá Noregi í fyrra. Haukar munu senda karlalið í Evrópukeppnina líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í morgun. Kollegar þeirra í Fram og ÍR verða hins vegar ekki með. „Strákarnir fara utan í æfingaferð í ágúst sem þeir fjármagna að mestu leyti sjálfir. Þeim finnst það bara nóg. Þeir fá kannski meira út úr því handboltalega séð að fara utan í vikuferð," segir Árni um ákvörðun karlaliðsins. Framarar urðu Íslandsmeistarar í báðum flokkum á síðustu leiktíð. Lykilmenn eru þó horfnir á braut hjá báðum liðum og verður erfitt að fylla í þeirra skörð. Danski markvörðurinn Stephen Nielsen, sem kom til Framara í sumar, lofar góðu að sögn Árna. Hann segir aldrei að vita nema fleiri bætist í hópinn en annars verður að miklu leyti treyst á yngri leikmenn í vetur. „við erum með marga efnilega stráka. Við vorum með þrjá eða fjóra í U19 ára landsliði drengja í fyrra og níu í æfingahópnum hjá stelpunum. Fjórar eða fimm þeirra voru í lokahópnum," segir Árni. Ungir leikmenn félagsins verði að fá tækifæri. „Ef þeir fá aldrei að spila þá gerist náttúrulega aldrei neitt."
Íslenski handboltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira