Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Valur 26-27 | Dramatík í Safamýri Eyþór Atli Einarsson í Safamýri skrifar 15. september 2013 17:29 Kristín Guðmundsdóttir skoraði sigurmark Vals í 27-26 sigri á Fram í Meistarakeppni HSÍ í Safamýri í dag. Leikurinn var í járnum eins og viðureignir liðanna undanfarin ár hafa verið. Í stöðunni 10-10 gáfu Framstúlkur í og munaði þar um hina ungu Ragnheiði Júlíusdóttur sem skoraði grimmt. Fram leiddi í hálfleik með tveimur mörkum 14-12 og jafnræði með liðunum. Stórleikur Ragnheiðar hélt áframi í síðari hálfleik, en Valskonur gerðust sekar um ansi mörg tæknileg mistök og Fram hélt þriggja til fjögurra marka forystu. Gestirnir hleyptu heimakonum þó aldrei langt fram úr og á 55. mínútu tók þjálfarateymi Vals leikhlé sem skipti sköpum fyrir Valsliðið. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, skellti þá í lás og það gekk hvorki lönd né strönd hjá heimastúlkum að koma boltanum í netið. Hrafnhildur Skúladóttir jafnaði metin í 26-26 þegar ein mínúta var eftir og Fram tapaði boltanum í næstu sókn. Kristín Guðmundsdóttir tók af skarið fyrir Val og skoraði sigurmark Valskvenna. Dramatískar lokamínútur. Hjá Fram var Ragnheiður Júlíusdóttir markahæst með ellefu mörk en Hrafnhildur Skúladóttir skoraði tíu fyrir Val. Sunneva Einarsdóttir varði átta skot í marki Framara og Guðný Jenný 22 í marki Vals. Stefán: Reynslan var dýrmæt„Þetta er einkennandi fyrir karekterinn í liðinu. Þær gefast aldrei upp,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Valskvenna sáttur við úrslitin. „Við gerðum alltof mörg tæknileg mistök í sóknarleik okkar og varnarleikurinn var sömuleiðis ekki góður.“ „Reynslan í liðinu var dýrmæt í lokin,“ sagði Stefán en þar munaði mestu um Hrafnhildi Skúladóttur sem hokin er af reynslu. Halldór: Grátlegt að tapa niður forystunniMynd/Daníel„Virkilega grátlegt að tapa niður leik á lokasekúndum leiksins,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Framkvenna ósáttur eftir tap gegn Val. „Það sýndi sig í dag að við erum með ungt og gott lið en reynslan vegur þungt í svona spennu og reynslan var meiri í Valsliðinu.“ „Ég set spurningarmerki við dómgæsluna síðustu tíu mínúturnar. Þá sérstaklega þegar Steinunn Björnsdóttir fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir litlar sakir. Á þeim tímapunkti komust Valsstúlkur inn í leikinn og þær kláruðu leikinn vel,“ sagði Halldór súr að lokum.Mynd/Daníel Íslenski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Kristín Guðmundsdóttir skoraði sigurmark Vals í 27-26 sigri á Fram í Meistarakeppni HSÍ í Safamýri í dag. Leikurinn var í járnum eins og viðureignir liðanna undanfarin ár hafa verið. Í stöðunni 10-10 gáfu Framstúlkur í og munaði þar um hina ungu Ragnheiði Júlíusdóttur sem skoraði grimmt. Fram leiddi í hálfleik með tveimur mörkum 14-12 og jafnræði með liðunum. Stórleikur Ragnheiðar hélt áframi í síðari hálfleik, en Valskonur gerðust sekar um ansi mörg tæknileg mistök og Fram hélt þriggja til fjögurra marka forystu. Gestirnir hleyptu heimakonum þó aldrei langt fram úr og á 55. mínútu tók þjálfarateymi Vals leikhlé sem skipti sköpum fyrir Valsliðið. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, skellti þá í lás og það gekk hvorki lönd né strönd hjá heimastúlkum að koma boltanum í netið. Hrafnhildur Skúladóttir jafnaði metin í 26-26 þegar ein mínúta var eftir og Fram tapaði boltanum í næstu sókn. Kristín Guðmundsdóttir tók af skarið fyrir Val og skoraði sigurmark Valskvenna. Dramatískar lokamínútur. Hjá Fram var Ragnheiður Júlíusdóttir markahæst með ellefu mörk en Hrafnhildur Skúladóttir skoraði tíu fyrir Val. Sunneva Einarsdóttir varði átta skot í marki Framara og Guðný Jenný 22 í marki Vals. Stefán: Reynslan var dýrmæt„Þetta er einkennandi fyrir karekterinn í liðinu. Þær gefast aldrei upp,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Valskvenna sáttur við úrslitin. „Við gerðum alltof mörg tæknileg mistök í sóknarleik okkar og varnarleikurinn var sömuleiðis ekki góður.“ „Reynslan í liðinu var dýrmæt í lokin,“ sagði Stefán en þar munaði mestu um Hrafnhildi Skúladóttur sem hokin er af reynslu. Halldór: Grátlegt að tapa niður forystunniMynd/Daníel„Virkilega grátlegt að tapa niður leik á lokasekúndum leiksins,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Framkvenna ósáttur eftir tap gegn Val. „Það sýndi sig í dag að við erum með ungt og gott lið en reynslan vegur þungt í svona spennu og reynslan var meiri í Valsliðinu.“ „Ég set spurningarmerki við dómgæsluna síðustu tíu mínúturnar. Þá sérstaklega þegar Steinunn Björnsdóttir fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir litlar sakir. Á þeim tímapunkti komust Valsstúlkur inn í leikinn og þær kláruðu leikinn vel,“ sagði Halldór súr að lokum.Mynd/Daníel
Íslenski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira