Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 25-26 Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. október 2013 18:45 Mynd/Vilhelm Sterkur kafli í seinni hálfleik tryggði Frömurum nauman sigur á Valsmönnum í Vodafone höllinni í kvöld. Eftir að hafa verið fimm mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks settu Framarar í lás, unnu lokamínútur leiksins 7-1 og skiluðu sigri. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leik kvöldsins þrátt fyrir að vera spáð ólíku gengi í vetur. Þrátt fyrir að vera ríkjandi Íslandsmeistarar var Fram spáð fallbaráttu á meðan Valsliðið sem rétt slapp við fall á síðasta tímabili var spáð titlinum. Miklar breytingar hafa verið á báðum leikmannahópum og eru fáir leikmenn eftir úr Íslandsmeistararliði Framara. Gestirnir byrjuðu leikinn betur í Vodafone höllinni og voru sanngjarnt yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar þjálfarar Valsliðsins tóku leikhlé. Hrókeringar í liðinu virtust skila sér því smátt og smátt náðu Valsmenn betri tökum á leiknum. Valsliðið fór með eins marka forskot í hálfleik í stöðunni 14-13. Um miðbik seinni hálfleiks virtust Valsmenn ætla að sigla þessu heim, eftir tæplega korter voru þeir komnir með fimm marka forskot og meðbyrinn með sér. Þá tók hinsvegar við góður kafli hjá gestunum þar sem Svavar Már Ólafsson lokaði markinu og Valsliðið skoraði ekki í tíu mínútur. Smátt og smátt minnkaði bilið milli liðanna og náðu Framarar að jafna þegar fimm mínútur voru eftir. Á lokametrunum voru gestirnir með meðbyrinn með sér og náðu að lokum að vinna nauman eins marka sigur. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Framara sem fögnuðu líkt og Íslandsmeistaratitilinn væri aftur í höfn og engan skal undra. Samkvæmt spámönnum var þeim spáð botnbaráttu en þeir sýndu í dag að þeir munu berjast í öllum leikjum. Geir Guðmundsson var flottur í liði Valsmanna með níu mörk og í liði gestanna var Garðar Sigurjónsson með átta. Sá sem stal senunni var hinsvegar Svavar Már Ólafsson, 11 varðir boltar af 17 í seinni hálfleik og lagði grundvöllinn að sigrinum. Garðar: Þurfum að sýna að við erum ennþá Íslandsmeistarar„Þetta var frábært, þetta er sennilega ótrúlegasti sigur og skemmtilegasti leikur sem ég hef nokkurntíman spilað," sagði Garðar Sigurjónsson, leikmaður Fram brosmildur eftir leikinn. „Við fögnum örugglega ekki aftur svona þegar við vinnum einn leik. Það héldu eflaust allir að þetta væri búið þegar Valsliðið náði fimm marka forskoti en við vissum að við ættum ennþá séns," Gríðarleg fagnaðarlæti brugðust út hjá gestunum eftir leikinn, þessi sigur var þeim kærkominn. „Við berjumst allan tímann og náum að koma til baka og vinna þetta með einu, annað árið í röð. Það eru ekki margir eftir úr því liði svo þetta var alveg ótrúlegt." „Við berum ekki virðingu fyrir neinu liði, við mætum dýrvitlausir í alla leiki og ætlum að sýna að við getum barist. Þótt við séum ekki með sterkasta hópinn getum við ennþá barist," Framarar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og Garðar vill að þeir sýni að þeir séu þess verðugir. „Bikarinn er í Safamýrinni og verður þar þangað til einhverjir aðrir verða Íslandsmeistarar. Alveg sama hversu margir fóru frá því í fyrra þurfum við að sýna að við erum ennþá Íslandsmeistarar." Garðar mætti í kvöld gömlum félaga á línunni, Ægir Hrafn varð Íslandsmeistari með liðinu á síðasta tímabili áður en hann skipti yfir í Val. „Ég fór einusinni aðeins utan í hann og hann svaraði í sömu mynt. Það er gaman af Ægi, hann er toppnáungi og það var gaman að berjast við hann í kvöld," sagði Garðar að lokum. Geir: Engin afsökun fyrir þessu„Ég hefði frekar tekið 0 mörk og vinna þennan leik, þetta er mjög fúlt," sagði Geir Guðmundsson, leikmaður Vals eftir leikinn. Geir átti góðan leik í sóknarleiknum í dag og skoraði 9 mörk. „Vörnin var léleg í 45 mínútur í dag þar sem við réðum ekkert við línumanninn hjá þeim. Svo um miðbik seinni hálfleiksis frýs sóknarleikurinn og það er bara okkur að kenna," Um miðbik seinni hálfleiksins leit allt út fyrir að Valsmenn ætluðu að gera út um leikinn þegar þeir náðu fimm marka forskoti. Framarar gáfust hinsvegar ekki upp og unnu lokamínútur leiksins 7-1. „Ég veit ekki hvað gerðist, þeir tóku Gumma úr umferð sem kom okkur kannski eitthvað á óvart en það er ekki afsökun fyrir þessu. Ég verð að hrósa Frömurum, þeir hættu aldrei og komu á okkur allan leikinn. Gulli og Framarar fá hrós frá mér," Valsmenn voru í miklum vandræðum með að stoppa Garðar á línunni hjá Fram. „Við einfaldlega náðum ekki að loka á hann né á sendingarnar. Við töluðum um þetta fyrir leikinn og við vissum hvað við ættum að gera en við vorum bara alltaf of seinir." Miklar hrókeringar voru á leikmannahóp Valsmanna fyrir tímabilið og menn eru enn að læra inn á hvorn annan í varnarleiknum. „Þetta er allt annar varnarleikur en við höfum allir verið að læra síðustu ár, aðrar hreyfingar. Við erum hinsvegar búnir að vera að gera þetta í þrjá mánuði og við eigum að geta mun betur, ég er mjög ósáttur með þetta," sagði Geir að lokum. Svavar: Ótrúlega gaman að fá að koma inná„Það var ótrúlega gaman að fá að koma inná og spreyta sig í dag," sagði Svavar Már Ólafsson, markmaður Fram eftir leik. Svavar stimplaði sig inn með látum, fékk aðeins eitt mark á sig á síðasta korterinu og hélt búrinu hreinu í tólf mínútur samfleytt. „Ég var nú ekkert að telja, maður hugsar bara um næsta bolta og leikinn. Það er það sem skiptir máli í þessu, ef maður lokar markinu gengur vel," Allt annað var að sjá til gestanna fyrsta korterið og seinna korterið í seinni hálfleik. „Við ætluðum ekki að gefa þeim neina virðingu, við börðumst eins og ljón allan leikinn. Á tímabili datt það niður í seinni hálfleik en svo small allt saman seinasta korterið," Framarar leiddu lengst af í fyrri hálfleik og Svavar var ánægður með spilamennsku liðsins í þeim hálfleik. „Ég var ánægður með spilamennskuna í fyrri hálfleik, við vorum virkilega flottir áður en þetta datt skyndilega niður rétt fyrir lok hálfleiksins. Sem betur náðum við að rífa okkur upp og hengdum aldrei haus heldur héldum áfram," Þetta var annar sigurleikur Framara í röð sem byrja tímabilið vel. „Þrátt fyrir miklar hrókeringar á liðinu ætlum við að berjast fyrir hverju stigi. Það er góð liðsheild og það eru frábærir strákar í liðinu. Það er gaman að vera hluti af þessu, sérstaklega í dag," sagði Svavar. Íslenski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Sterkur kafli í seinni hálfleik tryggði Frömurum nauman sigur á Valsmönnum í Vodafone höllinni í kvöld. Eftir að hafa verið fimm mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks settu Framarar í lás, unnu lokamínútur leiksins 7-1 og skiluðu sigri. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leik kvöldsins þrátt fyrir að vera spáð ólíku gengi í vetur. Þrátt fyrir að vera ríkjandi Íslandsmeistarar var Fram spáð fallbaráttu á meðan Valsliðið sem rétt slapp við fall á síðasta tímabili var spáð titlinum. Miklar breytingar hafa verið á báðum leikmannahópum og eru fáir leikmenn eftir úr Íslandsmeistararliði Framara. Gestirnir byrjuðu leikinn betur í Vodafone höllinni og voru sanngjarnt yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar þjálfarar Valsliðsins tóku leikhlé. Hrókeringar í liðinu virtust skila sér því smátt og smátt náðu Valsmenn betri tökum á leiknum. Valsliðið fór með eins marka forskot í hálfleik í stöðunni 14-13. Um miðbik seinni hálfleiks virtust Valsmenn ætla að sigla þessu heim, eftir tæplega korter voru þeir komnir með fimm marka forskot og meðbyrinn með sér. Þá tók hinsvegar við góður kafli hjá gestunum þar sem Svavar Már Ólafsson lokaði markinu og Valsliðið skoraði ekki í tíu mínútur. Smátt og smátt minnkaði bilið milli liðanna og náðu Framarar að jafna þegar fimm mínútur voru eftir. Á lokametrunum voru gestirnir með meðbyrinn með sér og náðu að lokum að vinna nauman eins marka sigur. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Framara sem fögnuðu líkt og Íslandsmeistaratitilinn væri aftur í höfn og engan skal undra. Samkvæmt spámönnum var þeim spáð botnbaráttu en þeir sýndu í dag að þeir munu berjast í öllum leikjum. Geir Guðmundsson var flottur í liði Valsmanna með níu mörk og í liði gestanna var Garðar Sigurjónsson með átta. Sá sem stal senunni var hinsvegar Svavar Már Ólafsson, 11 varðir boltar af 17 í seinni hálfleik og lagði grundvöllinn að sigrinum. Garðar: Þurfum að sýna að við erum ennþá Íslandsmeistarar„Þetta var frábært, þetta er sennilega ótrúlegasti sigur og skemmtilegasti leikur sem ég hef nokkurntíman spilað," sagði Garðar Sigurjónsson, leikmaður Fram brosmildur eftir leikinn. „Við fögnum örugglega ekki aftur svona þegar við vinnum einn leik. Það héldu eflaust allir að þetta væri búið þegar Valsliðið náði fimm marka forskoti en við vissum að við ættum ennþá séns," Gríðarleg fagnaðarlæti brugðust út hjá gestunum eftir leikinn, þessi sigur var þeim kærkominn. „Við berjumst allan tímann og náum að koma til baka og vinna þetta með einu, annað árið í röð. Það eru ekki margir eftir úr því liði svo þetta var alveg ótrúlegt." „Við berum ekki virðingu fyrir neinu liði, við mætum dýrvitlausir í alla leiki og ætlum að sýna að við getum barist. Þótt við séum ekki með sterkasta hópinn getum við ennþá barist," Framarar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og Garðar vill að þeir sýni að þeir séu þess verðugir. „Bikarinn er í Safamýrinni og verður þar þangað til einhverjir aðrir verða Íslandsmeistarar. Alveg sama hversu margir fóru frá því í fyrra þurfum við að sýna að við erum ennþá Íslandsmeistarar." Garðar mætti í kvöld gömlum félaga á línunni, Ægir Hrafn varð Íslandsmeistari með liðinu á síðasta tímabili áður en hann skipti yfir í Val. „Ég fór einusinni aðeins utan í hann og hann svaraði í sömu mynt. Það er gaman af Ægi, hann er toppnáungi og það var gaman að berjast við hann í kvöld," sagði Garðar að lokum. Geir: Engin afsökun fyrir þessu„Ég hefði frekar tekið 0 mörk og vinna þennan leik, þetta er mjög fúlt," sagði Geir Guðmundsson, leikmaður Vals eftir leikinn. Geir átti góðan leik í sóknarleiknum í dag og skoraði 9 mörk. „Vörnin var léleg í 45 mínútur í dag þar sem við réðum ekkert við línumanninn hjá þeim. Svo um miðbik seinni hálfleiksis frýs sóknarleikurinn og það er bara okkur að kenna," Um miðbik seinni hálfleiksins leit allt út fyrir að Valsmenn ætluðu að gera út um leikinn þegar þeir náðu fimm marka forskoti. Framarar gáfust hinsvegar ekki upp og unnu lokamínútur leiksins 7-1. „Ég veit ekki hvað gerðist, þeir tóku Gumma úr umferð sem kom okkur kannski eitthvað á óvart en það er ekki afsökun fyrir þessu. Ég verð að hrósa Frömurum, þeir hættu aldrei og komu á okkur allan leikinn. Gulli og Framarar fá hrós frá mér," Valsmenn voru í miklum vandræðum með að stoppa Garðar á línunni hjá Fram. „Við einfaldlega náðum ekki að loka á hann né á sendingarnar. Við töluðum um þetta fyrir leikinn og við vissum hvað við ættum að gera en við vorum bara alltaf of seinir." Miklar hrókeringar voru á leikmannahóp Valsmanna fyrir tímabilið og menn eru enn að læra inn á hvorn annan í varnarleiknum. „Þetta er allt annar varnarleikur en við höfum allir verið að læra síðustu ár, aðrar hreyfingar. Við erum hinsvegar búnir að vera að gera þetta í þrjá mánuði og við eigum að geta mun betur, ég er mjög ósáttur með þetta," sagði Geir að lokum. Svavar: Ótrúlega gaman að fá að koma inná„Það var ótrúlega gaman að fá að koma inná og spreyta sig í dag," sagði Svavar Már Ólafsson, markmaður Fram eftir leik. Svavar stimplaði sig inn með látum, fékk aðeins eitt mark á sig á síðasta korterinu og hélt búrinu hreinu í tólf mínútur samfleytt. „Ég var nú ekkert að telja, maður hugsar bara um næsta bolta og leikinn. Það er það sem skiptir máli í þessu, ef maður lokar markinu gengur vel," Allt annað var að sjá til gestanna fyrsta korterið og seinna korterið í seinni hálfleik. „Við ætluðum ekki að gefa þeim neina virðingu, við börðumst eins og ljón allan leikinn. Á tímabili datt það niður í seinni hálfleik en svo small allt saman seinasta korterið," Framarar leiddu lengst af í fyrri hálfleik og Svavar var ánægður með spilamennsku liðsins í þeim hálfleik. „Ég var ánægður með spilamennskuna í fyrri hálfleik, við vorum virkilega flottir áður en þetta datt skyndilega niður rétt fyrir lok hálfleiksins. Sem betur náðum við að rífa okkur upp og hengdum aldrei haus heldur héldum áfram," Þetta var annar sigurleikur Framara í röð sem byrja tímabilið vel. „Þrátt fyrir miklar hrókeringar á liðinu ætlum við að berjast fyrir hverju stigi. Það er góð liðsheild og það eru frábærir strákar í liðinu. Það er gaman að vera hluti af þessu, sérstaklega í dag," sagði Svavar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira