Umfjöllun og viðtöl: HK - ÍR 23-30 | Öruggt hjá ÍR-ingum Sigmar Sigfússon skrifar 3. október 2013 18:45 ÍR-ingar unnu góðan sjö marka sigur,23-30, á HK í Digranesinu í þriðju umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Breiðhyltingar náðu mest sjö marka forystu í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson átti hreint magnaðan leik fyrir ÍR-inga og skoraði 11 mörk í leiknum og það í öllum regnboganslitum. Gestirnir úr Breiðholti byrjuðu leikinn af miklum krafti og HK-ingar réðu illa við þá í upphafi. Vörnin hjá ÍR var sterk og neyddust leikmenn HK að taka ótímabær skot úr lélegum færum. Kristófer Fannar Guðmundsson, markmaður ÍR, varði hvert skotið á eftir öðru og var hreint magnaður fyrir sitt lið í leiknum. Hann var með fimmtán skot varin í fyrri hálfleik og ÍR-ingar keyrðu hraðaupphlaupin stíft í bakið á heimamönnum um tíma. Athygli vakti að Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, skipti um markmann í hálfleik. ÍR náði snemma góðri forystu í fyrri hálfleik og náðu mest sjö marka forskoti í stöðunni, 3-10 og aftur í lokastöðunni, 23-30. Björn Ingi Friðþjófsson, markaður HK, hélt lífi í sínum mönnum með góðum leik í markinu því ÍR-ingar hefðu auðveldlega geta bætt í forystuna. HK-menn gáfust þó ekki upp og áttu ágætis leik síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik og söxuðu forskotið hægt og smátt. Staðan í hálfleik var 10-15 fyrir ÍR. En Björgvin skoraði síðasta mark sinna manna í hálfleiknum um leið og lokaflautið gall. HK-ingar áttu góðan leik fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í þrjú mörk á 40. mínútu, 15-18. Þá settu ÍR-ingar sig í gírinn aftur og juku forskot sitt á ný. ÍR-ingar héldu góðri forystu út háfleikinn og unnu að lokum sannfærandi sjö marka sigur. HK-menn áttu nokkra ágætiskafla í leiknum en ÍR-ingar voru of stór biti fyrir þá í kvöld. HK-ingar börðust þó vel í leiknum og gáfust aldrei upp og eiga hrós skilið fyrir það. Breiðhyltingar hefðu getað unnið stærri sigur en gerðu of mörg mistök í sóknaleik sínum. Þá varði Björn Ingi Friðþjófsson vel í marki HK í leiknum.Bjarki: Sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum „Fyrstu mínúturnar voru jafnar en svo kom góður kafli hjá okkur. Kristófer var frábær í markinu og þá fórum við sigla framúr. Misstum þetta niður í fimm mörk í hálfleik sem var óþarfi,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn og bætti við: „En seinni hálfleikur var mjög góður hjá okkur. Ég sagði við þá inn í klefa í hálfleik að muna eftir leiknum við þá í fyrra þar sem við fórum með góða forystu inn í hálfleikinn en við töpuðum þeim leik,“ „Það virðist vera þannig með okkur að við erum snöggir að klifra upp brekkuna en erum jafnfljótir að detta niður. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í. Að halda forystu í leikjum“ sagði Bjarki. „Ég er heilt yfir sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum. Það fengu margir að koma inn á og spila. Þetta er langt mót og við verðum að eiga menn inni þegar líður á,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum.Hákon: Neikvæðnin varð okkur að falli í kvöld „Við vorum að taka vitlaus færi, gerðum vitlausa hluti þegar við áttum að vera gera rétta hluti og spiluðum okkur út úr kerfum,“ sagði Hákon Hermannsson Bridde, sem var þjálfari HK í leiknum í fjarveru Samúels Árnasonar, aðalþjálfara liðsins. „En þetta var góður leikur miðað við hvað er í gangi hjá okkur. Menn eiga hrós skilið fyrir baráttuna sem þeir sýndu. En það sem varð okkur að falli var neikvæðnin í leikmönnum. Smá innbyrðis pirringur hjá okkur sem við þurfum að laga,“ sagði Hákon og bætti við: „Þetta eru efnilegir strákar sem að læra af þessu,“ Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
ÍR-ingar unnu góðan sjö marka sigur,23-30, á HK í Digranesinu í þriðju umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Breiðhyltingar náðu mest sjö marka forystu í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson átti hreint magnaðan leik fyrir ÍR-inga og skoraði 11 mörk í leiknum og það í öllum regnboganslitum. Gestirnir úr Breiðholti byrjuðu leikinn af miklum krafti og HK-ingar réðu illa við þá í upphafi. Vörnin hjá ÍR var sterk og neyddust leikmenn HK að taka ótímabær skot úr lélegum færum. Kristófer Fannar Guðmundsson, markmaður ÍR, varði hvert skotið á eftir öðru og var hreint magnaður fyrir sitt lið í leiknum. Hann var með fimmtán skot varin í fyrri hálfleik og ÍR-ingar keyrðu hraðaupphlaupin stíft í bakið á heimamönnum um tíma. Athygli vakti að Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, skipti um markmann í hálfleik. ÍR náði snemma góðri forystu í fyrri hálfleik og náðu mest sjö marka forskoti í stöðunni, 3-10 og aftur í lokastöðunni, 23-30. Björn Ingi Friðþjófsson, markaður HK, hélt lífi í sínum mönnum með góðum leik í markinu því ÍR-ingar hefðu auðveldlega geta bætt í forystuna. HK-menn gáfust þó ekki upp og áttu ágætis leik síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik og söxuðu forskotið hægt og smátt. Staðan í hálfleik var 10-15 fyrir ÍR. En Björgvin skoraði síðasta mark sinna manna í hálfleiknum um leið og lokaflautið gall. HK-ingar áttu góðan leik fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í þrjú mörk á 40. mínútu, 15-18. Þá settu ÍR-ingar sig í gírinn aftur og juku forskot sitt á ný. ÍR-ingar héldu góðri forystu út háfleikinn og unnu að lokum sannfærandi sjö marka sigur. HK-menn áttu nokkra ágætiskafla í leiknum en ÍR-ingar voru of stór biti fyrir þá í kvöld. HK-ingar börðust þó vel í leiknum og gáfust aldrei upp og eiga hrós skilið fyrir það. Breiðhyltingar hefðu getað unnið stærri sigur en gerðu of mörg mistök í sóknaleik sínum. Þá varði Björn Ingi Friðþjófsson vel í marki HK í leiknum.Bjarki: Sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum „Fyrstu mínúturnar voru jafnar en svo kom góður kafli hjá okkur. Kristófer var frábær í markinu og þá fórum við sigla framúr. Misstum þetta niður í fimm mörk í hálfleik sem var óþarfi,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn og bætti við: „En seinni hálfleikur var mjög góður hjá okkur. Ég sagði við þá inn í klefa í hálfleik að muna eftir leiknum við þá í fyrra þar sem við fórum með góða forystu inn í hálfleikinn en við töpuðum þeim leik,“ „Það virðist vera þannig með okkur að við erum snöggir að klifra upp brekkuna en erum jafnfljótir að detta niður. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í. Að halda forystu í leikjum“ sagði Bjarki. „Ég er heilt yfir sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum. Það fengu margir að koma inn á og spila. Þetta er langt mót og við verðum að eiga menn inni þegar líður á,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum.Hákon: Neikvæðnin varð okkur að falli í kvöld „Við vorum að taka vitlaus færi, gerðum vitlausa hluti þegar við áttum að vera gera rétta hluti og spiluðum okkur út úr kerfum,“ sagði Hákon Hermannsson Bridde, sem var þjálfari HK í leiknum í fjarveru Samúels Árnasonar, aðalþjálfara liðsins. „En þetta var góður leikur miðað við hvað er í gangi hjá okkur. Menn eiga hrós skilið fyrir baráttuna sem þeir sýndu. En það sem varð okkur að falli var neikvæðnin í leikmönnum. Smá innbyrðis pirringur hjá okkur sem við þurfum að laga,“ sagði Hákon og bætti við: „Þetta eru efnilegir strákar sem að læra af þessu,“
Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira