„Skítlegt af HK og HSÍ“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2013 13:15 Leikmenn KA/Þórs á síðustu leiktíð. Mynd/Heimasíða KA Forráðamenn KA/Þórs í Olísdeild kvenna í handbolta eru afar ósáttir við vinnubrögð Handknattleikssambands Íslands og HK. Segja þeir landsbyggðarliðin og liðin á höfuðborgarsvæðinu ekki sitja við sama borð. Norðanmenn eru ósáttir með endurteknar frestanir á leikjum liðsins gegn HK. Upphaflega átti leikurinn að fara fram 10. nóvember og svo aftur á þriðjudagskvöldið. Flugi norður yfir heiðar var aflýst báða leikdaga. „HK hefði báða dagana getað sest upp í rútu, eins og KA/Þór gerir fyrir hvern útileik, og keyrt norður. Við vorum allir af vilja gerðir að seinka leiknum fram á kvöld báða dagana svo þeir gætu gefið sér góðan tíma í að teygja úr fótunum eftir fjögurra tíma ferðalag,“ segir Siguróli Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar á Norðursport.net. Bendir Siguróli á að Akureyringar hafi flogið leikmanni heim að sunnan í fyrri leikinn með dags fyrirvara vegna slæmrar veðurspár. Á þriðjudaginn hafi orðið ljóst að ekki yrði flugfært í hádeginu. Hann hafi rætt við forsvarsmenn HSÍ og stungið upp á að leikið yrði klukkan 20. Þá hefðu Kópavogsstelpur tíma til að keyra norður líkt og Akureyringar gera í alla útileiki sína. Bæði HSÍ og HK hafnaði tillögunni. „Ég veit þess dæmi að Akureyri Handboltafélag hefur fengið þau skilaboð að gjöra svo vel og keyra í bikarleiki og úrslitakeppni, ef útlit fyrir flug er slæmt. Þeir hafa farið eftir þeim skilaboðum. Ég skil ekki af hverju sama regla gildir ekki milli liða. Þá er einnig vert að minnast á að frestanir á leikjunum okkar voru ákveðnar með tveggja til þriggja tíma fyrirvara og þar af leiðandi öll undirbúningsvinna þjálfara, leikmanna og sjálfsboðaliða farin í vaskinn,“ segir Siguróli ósáttur. „Auðvitað finnst mér þetta skítlegt, bæði af HK og HSÍ.“ Leikur KA/Þórs og HK hefur verið settur á miðvikudaginn 8. janúar klukkan 17.30. Íslenski handboltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
Forráðamenn KA/Þórs í Olísdeild kvenna í handbolta eru afar ósáttir við vinnubrögð Handknattleikssambands Íslands og HK. Segja þeir landsbyggðarliðin og liðin á höfuðborgarsvæðinu ekki sitja við sama borð. Norðanmenn eru ósáttir með endurteknar frestanir á leikjum liðsins gegn HK. Upphaflega átti leikurinn að fara fram 10. nóvember og svo aftur á þriðjudagskvöldið. Flugi norður yfir heiðar var aflýst báða leikdaga. „HK hefði báða dagana getað sest upp í rútu, eins og KA/Þór gerir fyrir hvern útileik, og keyrt norður. Við vorum allir af vilja gerðir að seinka leiknum fram á kvöld báða dagana svo þeir gætu gefið sér góðan tíma í að teygja úr fótunum eftir fjögurra tíma ferðalag,“ segir Siguróli Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar á Norðursport.net. Bendir Siguróli á að Akureyringar hafi flogið leikmanni heim að sunnan í fyrri leikinn með dags fyrirvara vegna slæmrar veðurspár. Á þriðjudaginn hafi orðið ljóst að ekki yrði flugfært í hádeginu. Hann hafi rætt við forsvarsmenn HSÍ og stungið upp á að leikið yrði klukkan 20. Þá hefðu Kópavogsstelpur tíma til að keyra norður líkt og Akureyringar gera í alla útileiki sína. Bæði HSÍ og HK hafnaði tillögunni. „Ég veit þess dæmi að Akureyri Handboltafélag hefur fengið þau skilaboð að gjöra svo vel og keyra í bikarleiki og úrslitakeppni, ef útlit fyrir flug er slæmt. Þeir hafa farið eftir þeim skilaboðum. Ég skil ekki af hverju sama regla gildir ekki milli liða. Þá er einnig vert að minnast á að frestanir á leikjunum okkar voru ákveðnar með tveggja til þriggja tíma fyrirvara og þar af leiðandi öll undirbúningsvinna þjálfara, leikmanna og sjálfsboðaliða farin í vaskinn,“ segir Siguróli ósáttur. „Auðvitað finnst mér þetta skítlegt, bæði af HK og HSÍ.“ Leikur KA/Þórs og HK hefur verið settur á miðvikudaginn 8. janúar klukkan 17.30.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira