Nú klóra þeir sér í höfðinu Þorsteinn Pálsson skrifar 19. janúar 2013 06:00 Andstæðingar Evrópusambandsaðildar nota aðeins svartan lit í lýsingum sínum á þessu umfangsmesta og árangursríkasta samstarfi fullvalda ríkja sem nú þekkist. Á síðasta ári sáu þeir fyrir hrun evrunnar og upplausn myntbandalagsins alveg á næsta leiti en sjálf endalok sambandsins bar við sjónarrönd. Þeir voru í engum vafa um að Grikkland myndi annaðhvort fara úr sambandinu eða verða rekið á dyr. Þetta voru miklar dómsdagsspár. Á þeim var reist krafan um að Ísland drægi aðildarumsókn sína til baka. Dómsdagur rann hins vegar ekki upp. Í miðjum krappasta dansi sem myntbandalagið hefur lent í með evruna styrktist hún, ekki bara á móti dollar heldur líka gagnvart íslensku haftakrónunni. Hvort ætli það segi meiri sögu um evruna eða krónuna? Að þessu virtu er ekki nema von að úti í móum andstöðunnar hafi menn klórað sér í höfðinu upp á síðkastið. Það hefur aftur leitt til þess að sannfæringin um brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu er nú orðin jafn sterk og hún var fyrir útgöngu Grikkja fyrir ári. Verkurinn er bara sá að það er engum málstað hollt til lengdar að skipta um röksemdir jafn títt og vindáttin breytist. Evrópa hefur sannarlega eins og aðrir heimshlutar glímt við skuldavanda. Og fjarri lagi er að hann sé úr sögunni þó að vísbendingar gefi ástæðu til að ætla að mönnum auðnist hægt og bítandi að ná tökum á viðfangsefninu. Vegna þessa alþjóðlega skuldavanda voru þegar í fyrra ástæður til að gera nýtt tímaplan fyrir aðildarviðræður Íslands. Hann var aftur á móti ekki tilefni viðræðuslita. En athyglisvert er að ársgömul hræðsluröksemd fyrir þeim málstað skuli ekki vera brúkleg lengur.Hvað næst? Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að fram til kosninga verði engar pólitískar ákvarðanir teknar varðandi þá fjóra kafla í viðræðunum þar sem raunverulega reynir á samninga. Tæknileg vinna heldur hins vegar áfram. Þetta er í sjálfu sér eðlileg ráðstöfun vegna ytri aðstæðna. Engum dylst þó að ágreiningur stjórnarflokkanna hefur ráðið mestu hér um. Æskilegt hefði verið að slíkri ákvörðun fylgdi nýtt tímaplan. Jafnframt hefði þurft að stofna til hagfræðilegrar skoðunar á samhæfingu aðgerða í ríkisfjármálum, launamálum, peningamálum og sjávarútvegsmálum. Án heildstæðra markmiða á þessum sviðum er aðild að myntbandalaginu ekki möguleg og forsendur fyrir útflutningsvexti veikar. Brýn þörf er því á dýpri pólitískri stefnumörkun en átt hefur sér stað. Þar hefur forysta ríkisstjórnarinnar brugðist. Rétt hefði verið að skoða þann möguleika að samþykkja þingsályktunartillögu um nýtt tímaplan og undirbúning að þeirri nýju samræmdu efnahagsáætlun sem nauðsynleg er. Síðan hefði mátt gera gildistöku ályktunarinnar háða samþykki þjóðarinnar í sérstakri atkvæðagreiðslu samhliða alþingiskosningum. Þannig hefðu stjórnvöld lagt línur um hvernig flytja ætti málið milli kjörtímabila og þjóðin fengið tækifæri til að samþykkja slíka málsmeðferð eða hafna. Það var hyggilegt af utanríkisráðherra að leggja á ráðin um að halda sjó um stund. En eftir stendur að þeirri spurningu er ósvarað: Hvað næst? Hvert verður fyrsta boðorðið? Andstæðingar aðildar hafa réttilega bent á að Samfylkingin gæti útilokað sjálfa sig frá stjórnarþátttöku með þeirri yfirlýstu afstöðu að gera framhald aðildarviðræðnanna að ófrávíkjanlegu skilyrði. En sjónarhornin eru fleiri. Kenningin gengur út frá því að slit viðræðna verði ófrávíkjanlegt skilyrði af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Þá á hann ekki annarra kosta völ en að mynda stjórn með þátttöku VG. Þrengi Sjálfstæðisflokkurinn samningsstöðu sína styrkist staða viðsemjendanna að sama skapi. VG gæti hugsanlega við slíkar aðstæður unnið upp áhrif af tapi í kosningum. Fáir sjá gæfu Íslands liggja þar. Fari svo að VG hafni því á flokksráðsfundi síðar í þessum mánuði að bera ábyrgð á framhaldi viðræðnanna er sá flokkur um leið að segja að hann ætli ekki í ríkisstjórn nema með Sjálfstæðisflokknum. Það væru stór tíðindi. Framhald á sögulegu vinstra samstarfi yrði þar með útilokað fyrir kosningar. Nýr leiðtogi Samfylkingarinnar yrði því á fyrsta degi að hrökkva eða stökkva með stjórnarslitahótunina. Ef hann hrykki yrði Samfylkingin að gjalti og algerlega marklaus í kosningabaráttunni. Af þessu má ráða að allir flokkarnir eru í klípu með þetta mál. Loki menn á þessa leið áður en á hana reynir í alvöru gætu menn verið að glata besta tækifærinu til vaxtar og varanlegs stöðugleika. Kosningabaráttan mun síðan sýna hverjir ætla að gera það að fyrsta boðorði sínu að þrengja kosti Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Andstæðingar Evrópusambandsaðildar nota aðeins svartan lit í lýsingum sínum á þessu umfangsmesta og árangursríkasta samstarfi fullvalda ríkja sem nú þekkist. Á síðasta ári sáu þeir fyrir hrun evrunnar og upplausn myntbandalagsins alveg á næsta leiti en sjálf endalok sambandsins bar við sjónarrönd. Þeir voru í engum vafa um að Grikkland myndi annaðhvort fara úr sambandinu eða verða rekið á dyr. Þetta voru miklar dómsdagsspár. Á þeim var reist krafan um að Ísland drægi aðildarumsókn sína til baka. Dómsdagur rann hins vegar ekki upp. Í miðjum krappasta dansi sem myntbandalagið hefur lent í með evruna styrktist hún, ekki bara á móti dollar heldur líka gagnvart íslensku haftakrónunni. Hvort ætli það segi meiri sögu um evruna eða krónuna? Að þessu virtu er ekki nema von að úti í móum andstöðunnar hafi menn klórað sér í höfðinu upp á síðkastið. Það hefur aftur leitt til þess að sannfæringin um brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu er nú orðin jafn sterk og hún var fyrir útgöngu Grikkja fyrir ári. Verkurinn er bara sá að það er engum málstað hollt til lengdar að skipta um röksemdir jafn títt og vindáttin breytist. Evrópa hefur sannarlega eins og aðrir heimshlutar glímt við skuldavanda. Og fjarri lagi er að hann sé úr sögunni þó að vísbendingar gefi ástæðu til að ætla að mönnum auðnist hægt og bítandi að ná tökum á viðfangsefninu. Vegna þessa alþjóðlega skuldavanda voru þegar í fyrra ástæður til að gera nýtt tímaplan fyrir aðildarviðræður Íslands. Hann var aftur á móti ekki tilefni viðræðuslita. En athyglisvert er að ársgömul hræðsluröksemd fyrir þeim málstað skuli ekki vera brúkleg lengur.Hvað næst? Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að fram til kosninga verði engar pólitískar ákvarðanir teknar varðandi þá fjóra kafla í viðræðunum þar sem raunverulega reynir á samninga. Tæknileg vinna heldur hins vegar áfram. Þetta er í sjálfu sér eðlileg ráðstöfun vegna ytri aðstæðna. Engum dylst þó að ágreiningur stjórnarflokkanna hefur ráðið mestu hér um. Æskilegt hefði verið að slíkri ákvörðun fylgdi nýtt tímaplan. Jafnframt hefði þurft að stofna til hagfræðilegrar skoðunar á samhæfingu aðgerða í ríkisfjármálum, launamálum, peningamálum og sjávarútvegsmálum. Án heildstæðra markmiða á þessum sviðum er aðild að myntbandalaginu ekki möguleg og forsendur fyrir útflutningsvexti veikar. Brýn þörf er því á dýpri pólitískri stefnumörkun en átt hefur sér stað. Þar hefur forysta ríkisstjórnarinnar brugðist. Rétt hefði verið að skoða þann möguleika að samþykkja þingsályktunartillögu um nýtt tímaplan og undirbúning að þeirri nýju samræmdu efnahagsáætlun sem nauðsynleg er. Síðan hefði mátt gera gildistöku ályktunarinnar háða samþykki þjóðarinnar í sérstakri atkvæðagreiðslu samhliða alþingiskosningum. Þannig hefðu stjórnvöld lagt línur um hvernig flytja ætti málið milli kjörtímabila og þjóðin fengið tækifæri til að samþykkja slíka málsmeðferð eða hafna. Það var hyggilegt af utanríkisráðherra að leggja á ráðin um að halda sjó um stund. En eftir stendur að þeirri spurningu er ósvarað: Hvað næst? Hvert verður fyrsta boðorðið? Andstæðingar aðildar hafa réttilega bent á að Samfylkingin gæti útilokað sjálfa sig frá stjórnarþátttöku með þeirri yfirlýstu afstöðu að gera framhald aðildarviðræðnanna að ófrávíkjanlegu skilyrði. En sjónarhornin eru fleiri. Kenningin gengur út frá því að slit viðræðna verði ófrávíkjanlegt skilyrði af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Þá á hann ekki annarra kosta völ en að mynda stjórn með þátttöku VG. Þrengi Sjálfstæðisflokkurinn samningsstöðu sína styrkist staða viðsemjendanna að sama skapi. VG gæti hugsanlega við slíkar aðstæður unnið upp áhrif af tapi í kosningum. Fáir sjá gæfu Íslands liggja þar. Fari svo að VG hafni því á flokksráðsfundi síðar í þessum mánuði að bera ábyrgð á framhaldi viðræðnanna er sá flokkur um leið að segja að hann ætli ekki í ríkisstjórn nema með Sjálfstæðisflokknum. Það væru stór tíðindi. Framhald á sögulegu vinstra samstarfi yrði þar með útilokað fyrir kosningar. Nýr leiðtogi Samfylkingarinnar yrði því á fyrsta degi að hrökkva eða stökkva með stjórnarslitahótunina. Ef hann hrykki yrði Samfylkingin að gjalti og algerlega marklaus í kosningabaráttunni. Af þessu má ráða að allir flokkarnir eru í klípu með þetta mál. Loki menn á þessa leið áður en á hana reynir í alvöru gætu menn verið að glata besta tækifærinu til vaxtar og varanlegs stöðugleika. Kosningabaráttan mun síðan sýna hverjir ætla að gera það að fyrsta boðorði sínu að þrengja kosti Íslands.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar