Loforð um loft 12. febrúar 2013 06:00 Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt um helgina. Ein þeirra ályktana sem þar voru samþykktar snýst um afnám verðtryggingar. Útfærsla á að vera tilbúin fyrir árslok 2013. Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Björt framtíð, Hægri grænir og Dögun hafa allir sambærilega stefnu, þó að blæbrigðamunur sé á. Enginn þeirra hefur hins vegar sett fram leið til að framkvæma þetta án þess að setja annað hvort ríkissjóð eða lífeyrissjóðakerfið á höfuðið. Það eru margar spurningar sem vakna við þennan loforðaflaum. Er gerlegt að afnema verðtryggingu og ef svo er, af hverju hefur það ekki þegar verið gert? Eða er loforð um afnám verðtryggingar einfaldlega næla sem stjórnmálaflokkarnir festa í barminn þegar líður að kosningum, en stinga síðan í vasann þegar aðkoma þeirra að völdum hefur verið tryggð í fjögur ár til viðbótar? Í því samhengi má benda á að allir þeir fimm flokkar sem áttu sæti á Alþingi fyrir kosningarnar 2009 höfðu samþykkt ályktanir um afnám verðtryggingar á landsfundum sínum. Þrátt fyrir þá þverpólitísku sátt lifir hún hins vegar enn góðu lífi. Augljóst er að margir Íslendingar telja að með loforðum sínum um afnám verðtryggingar felist einhver kjarabót fyrir þá vegna þeirra lána sem þeir eru þegar með. Svo er ekki. Afnám verðtryggingar tekur áratugi, enda ekki hægt að láta hana gilda afturvirkt. Formlegt lagalegt afnám hennar myndi því ekki hafa nein áhrif á þá verðtryggðu lánasamninga sem þegar hafa verið gerðir. Sumir vilja meina að verðtryggð neytendalán kunni að vera ólögmæt frá því að hin svokallaða MiFID-tilskipun var innleidd á Íslandi í byrjun nóvember 2007. Samkvæmt henni eru verðtryggð lán afleiður sem ekki má selja öðrum fjárfestum en þeim sem hafa sérstaka þekkingu á slíkum fjármálagjörningum. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 45 prósent frá innleiðingu tilskipunarinnar. Verði verðtryggðu lánin dæmd ólögleg frá þeim tíma myndu endurgreiðslur hlaupa á hundruðum milljarða króna. Annaðhvort ríkissjóður, sem á Íbúðalánasjóð (ÍLS), eða lífeyrissjóðir landsins, sem eiga flestar skuldir ÍLS, þyrftu að taka á sig þann kostnað, og fara á hliðina í kjölfarið. Það fengi ekki að gerast. Varðandi framtíðarlánamöguleika Íslendinga virðist ekki vera mikil þörf á að afnema verðtryggð lán sem valkost. Það hafa neytendur þegar gert upp á eigin spýtur. Á þremur árum 4,5-faldaðist hlutfall óverðtryggðra skulda heimilanna, að yfirdráttarlánum undanskildum. Á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs voru 92 prósent allra nýrra íbúðalána sem bankar veittu óverðtryggð. Á sama tíma hafa neytendur hafnað ÍLS sem lánveitanda. Heildarútlán sjóðsins í desember síðastliðnum voru undir milljarði króna. Upphæð nýrra lána sjóðsins hefur ekki verið minni á einum mánuði, að raungildi, í sjö ár. Í sama mánuði námu uppgreiðslur lána 1,3 milljarði króna, og því var meira greitt upp en lánað var út. Verðtryggð neytendalán eru galin. Ekkert annað land í heiminum byggir útlánakerfi sitt á slíkum. En þau eru til vegna gjaldmiðilsins. Það er ekki hægt að afnema verðtryggingu nema að skipta út krónunni. Það er ekki ein leiðanna. Það er eina leiðin. Annað er innihaldslaust loft. Vonandi mun komandi ríkisstjórn, sama hvaða flokkar það verða sem í henni sitja, bera gæfu til að sjá þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt um helgina. Ein þeirra ályktana sem þar voru samþykktar snýst um afnám verðtryggingar. Útfærsla á að vera tilbúin fyrir árslok 2013. Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Björt framtíð, Hægri grænir og Dögun hafa allir sambærilega stefnu, þó að blæbrigðamunur sé á. Enginn þeirra hefur hins vegar sett fram leið til að framkvæma þetta án þess að setja annað hvort ríkissjóð eða lífeyrissjóðakerfið á höfuðið. Það eru margar spurningar sem vakna við þennan loforðaflaum. Er gerlegt að afnema verðtryggingu og ef svo er, af hverju hefur það ekki þegar verið gert? Eða er loforð um afnám verðtryggingar einfaldlega næla sem stjórnmálaflokkarnir festa í barminn þegar líður að kosningum, en stinga síðan í vasann þegar aðkoma þeirra að völdum hefur verið tryggð í fjögur ár til viðbótar? Í því samhengi má benda á að allir þeir fimm flokkar sem áttu sæti á Alþingi fyrir kosningarnar 2009 höfðu samþykkt ályktanir um afnám verðtryggingar á landsfundum sínum. Þrátt fyrir þá þverpólitísku sátt lifir hún hins vegar enn góðu lífi. Augljóst er að margir Íslendingar telja að með loforðum sínum um afnám verðtryggingar felist einhver kjarabót fyrir þá vegna þeirra lána sem þeir eru þegar með. Svo er ekki. Afnám verðtryggingar tekur áratugi, enda ekki hægt að láta hana gilda afturvirkt. Formlegt lagalegt afnám hennar myndi því ekki hafa nein áhrif á þá verðtryggðu lánasamninga sem þegar hafa verið gerðir. Sumir vilja meina að verðtryggð neytendalán kunni að vera ólögmæt frá því að hin svokallaða MiFID-tilskipun var innleidd á Íslandi í byrjun nóvember 2007. Samkvæmt henni eru verðtryggð lán afleiður sem ekki má selja öðrum fjárfestum en þeim sem hafa sérstaka þekkingu á slíkum fjármálagjörningum. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 45 prósent frá innleiðingu tilskipunarinnar. Verði verðtryggðu lánin dæmd ólögleg frá þeim tíma myndu endurgreiðslur hlaupa á hundruðum milljarða króna. Annaðhvort ríkissjóður, sem á Íbúðalánasjóð (ÍLS), eða lífeyrissjóðir landsins, sem eiga flestar skuldir ÍLS, þyrftu að taka á sig þann kostnað, og fara á hliðina í kjölfarið. Það fengi ekki að gerast. Varðandi framtíðarlánamöguleika Íslendinga virðist ekki vera mikil þörf á að afnema verðtryggð lán sem valkost. Það hafa neytendur þegar gert upp á eigin spýtur. Á þremur árum 4,5-faldaðist hlutfall óverðtryggðra skulda heimilanna, að yfirdráttarlánum undanskildum. Á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs voru 92 prósent allra nýrra íbúðalána sem bankar veittu óverðtryggð. Á sama tíma hafa neytendur hafnað ÍLS sem lánveitanda. Heildarútlán sjóðsins í desember síðastliðnum voru undir milljarði króna. Upphæð nýrra lána sjóðsins hefur ekki verið minni á einum mánuði, að raungildi, í sjö ár. Í sama mánuði námu uppgreiðslur lána 1,3 milljarði króna, og því var meira greitt upp en lánað var út. Verðtryggð neytendalán eru galin. Ekkert annað land í heiminum byggir útlánakerfi sitt á slíkum. En þau eru til vegna gjaldmiðilsins. Það er ekki hægt að afnema verðtryggingu nema að skipta út krónunni. Það er ekki ein leiðanna. Það er eina leiðin. Annað er innihaldslaust loft. Vonandi mun komandi ríkisstjórn, sama hvaða flokkar það verða sem í henni sitja, bera gæfu til að sjá þetta.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun