Skapandi stofnanir Katrín Júlíusdóttir skrifar 21. febrúar 2013 06:00 Íslensk stjórnvöld hafa unnið að því hörðum höndum síðastliðin ár að hvetja til nýsköpunar í atvinnulífinu. Öflug nýsköpun er forsenda þess að við getum byggt hér upp sterkt, kraftmikið og gott samfélag. Ísland 2020 stefna stjórnvalda um sókn fyrir atvinnulíf og samfélag leggur áherslu á að nýsköpun sé ómissandi grunnur fyrir framþróun atvinnulífsins. Á síðasta ári var sett fram fjárfestingaráætlun 2013-2015. Í henni er að finna metnaðarfull markmið þessarar ríkisstjórnar til að styðja enn frekar við nýsköpun. Má hér nefna aukin framlög í tækniþróunarsjóð, grænar fjárfestingar, vistvæn innkaup og verkefnasjóð fyrir skapandi greinar. Einn viðamikill geiri gleymist oft þegar rætt er um mikilvægi nýsköpunar fyrir samfélagið en það er opinberi geirinn. Ríki og sveitarfélög gegna veigamiklu hlutverki í atvinnulífinu en hjá þeim starfa þúsundir háskólamenntaðra einstaklinga við ýmis konar störf. Sífellt þarf að bæta og efla þjónustu, verklag og aðferðir í takt við kröfur og þarfir samfélagsins á hverjum tíma. Það krefst hugvits og samstarfs við viðskiptavini og skjólstæðinga sem leiðir ósjaldan til nýsköpunar. Ár hvert kaupa ríki og sveitarfélög vörur, þjónustu, tæki og fleira fyrir yfir 100 milljarða króna. Stór hluti þess fjár rennur til þróunar og nýsköpunar.90% stunda nýsköpun Við höfum þurft að sýna aðhald í rekstri hins opinbera. Engu að síður er markmiðið að veita sífellt meiri og betri þjónustu. Við slíkar aðstæður verður aukin þörf fyrir nýsköpun á sem flestum sviðum. Íslenskar stofnanir og sveitarfélög hafa mætt þessum erfiðu aðstæðum með nýjum lausnum. Rannsóknir styðja það en árið 2010 var gerð norræn rannsókn á þessu viðfangsefni þar sem fram kom að um 90% opinberra stofnana á Íslandi stunda nýsköpun af einhverju tagi, sem er ívið hærra hlutfall en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Þá vekur athygli niðurstaða könnunar á viðhorfum forstöðumanna ríkisstofnana árið 2011, sem sýndi að 64% forstöðumanna telja sérstaklega mikilvægt að öðlast meiri færni í aðferðum til nýsköpunar í opinberum rekstri.Verkefni varð útflutningsvöru Í október síðastliðnum voru nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu veitt í annað sinn. Yfir 60 verkefni stofnana og sveitarfélaga voru tilnefnd til verðlaunanna en árið 2011 voru þau 40 talsins. Tilgangurinn með þessum verðlaunum er að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að frekari nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi. Þessi fjöldi tilnefninga segir okkur að mikil gróska er í starfi hins opinbera þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagslífinu síðastliðin ár. Mörg íslensk verkefni sem þróuð voru hér á landi í samstarfi við viðskiptavini, einkaaðila og fleiri hafa orðið að útflutningsvöru og fyrirmynd erlendis. Gott dæmi um slíkt er Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sem hlaut nýsköpunarverðlaunin árið 2012 fyrir verkefnið SignWiki. Það verkefni hefur þegar vakið athygli erlendis og er orðið útflutningsvara. Við reiðum okkur öll á þjónustu hins opinbera, hvort sem það eru menntastofnanir, heilbrigðisstofnanir eða önnur starfsemi. Mikilvægt er að þjónustan standist nútímakröfur og því þarf öflugt og áhugasamt fólk til að starfa hjá hinu opinbera. Það er mikill metnaður innan hins opinbera til að gera betur og því mikilvægt að skapa þannig umhverfi að stofnanir og sveitarfélög geti tekið næstu skref með nýsköpun að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa unnið að því hörðum höndum síðastliðin ár að hvetja til nýsköpunar í atvinnulífinu. Öflug nýsköpun er forsenda þess að við getum byggt hér upp sterkt, kraftmikið og gott samfélag. Ísland 2020 stefna stjórnvalda um sókn fyrir atvinnulíf og samfélag leggur áherslu á að nýsköpun sé ómissandi grunnur fyrir framþróun atvinnulífsins. Á síðasta ári var sett fram fjárfestingaráætlun 2013-2015. Í henni er að finna metnaðarfull markmið þessarar ríkisstjórnar til að styðja enn frekar við nýsköpun. Má hér nefna aukin framlög í tækniþróunarsjóð, grænar fjárfestingar, vistvæn innkaup og verkefnasjóð fyrir skapandi greinar. Einn viðamikill geiri gleymist oft þegar rætt er um mikilvægi nýsköpunar fyrir samfélagið en það er opinberi geirinn. Ríki og sveitarfélög gegna veigamiklu hlutverki í atvinnulífinu en hjá þeim starfa þúsundir háskólamenntaðra einstaklinga við ýmis konar störf. Sífellt þarf að bæta og efla þjónustu, verklag og aðferðir í takt við kröfur og þarfir samfélagsins á hverjum tíma. Það krefst hugvits og samstarfs við viðskiptavini og skjólstæðinga sem leiðir ósjaldan til nýsköpunar. Ár hvert kaupa ríki og sveitarfélög vörur, þjónustu, tæki og fleira fyrir yfir 100 milljarða króna. Stór hluti þess fjár rennur til þróunar og nýsköpunar.90% stunda nýsköpun Við höfum þurft að sýna aðhald í rekstri hins opinbera. Engu að síður er markmiðið að veita sífellt meiri og betri þjónustu. Við slíkar aðstæður verður aukin þörf fyrir nýsköpun á sem flestum sviðum. Íslenskar stofnanir og sveitarfélög hafa mætt þessum erfiðu aðstæðum með nýjum lausnum. Rannsóknir styðja það en árið 2010 var gerð norræn rannsókn á þessu viðfangsefni þar sem fram kom að um 90% opinberra stofnana á Íslandi stunda nýsköpun af einhverju tagi, sem er ívið hærra hlutfall en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Þá vekur athygli niðurstaða könnunar á viðhorfum forstöðumanna ríkisstofnana árið 2011, sem sýndi að 64% forstöðumanna telja sérstaklega mikilvægt að öðlast meiri færni í aðferðum til nýsköpunar í opinberum rekstri.Verkefni varð útflutningsvöru Í október síðastliðnum voru nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu veitt í annað sinn. Yfir 60 verkefni stofnana og sveitarfélaga voru tilnefnd til verðlaunanna en árið 2011 voru þau 40 talsins. Tilgangurinn með þessum verðlaunum er að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að frekari nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi. Þessi fjöldi tilnefninga segir okkur að mikil gróska er í starfi hins opinbera þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagslífinu síðastliðin ár. Mörg íslensk verkefni sem þróuð voru hér á landi í samstarfi við viðskiptavini, einkaaðila og fleiri hafa orðið að útflutningsvöru og fyrirmynd erlendis. Gott dæmi um slíkt er Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sem hlaut nýsköpunarverðlaunin árið 2012 fyrir verkefnið SignWiki. Það verkefni hefur þegar vakið athygli erlendis og er orðið útflutningsvara. Við reiðum okkur öll á þjónustu hins opinbera, hvort sem það eru menntastofnanir, heilbrigðisstofnanir eða önnur starfsemi. Mikilvægt er að þjónustan standist nútímakröfur og því þarf öflugt og áhugasamt fólk til að starfa hjá hinu opinbera. Það er mikill metnaður innan hins opinbera til að gera betur og því mikilvægt að skapa þannig umhverfi að stofnanir og sveitarfélög geti tekið næstu skref með nýsköpun að leiðarljósi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun