Nú er nóg komið ! Jóhanna Sigurðardóttir og forsætisráðherra skrifa 8. mars 2013 06:00 Nú er nóg komið er yfirskrift Kvennastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UN Women, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, í ár. Nú er nóg komið af ofbeldi gegn konum og stúlkubörnum, en ofbeldinu má líkja við heimsfaraldur. Talið er að á heimsvísu verði allt að sjö af hverjum tíu konum einhvern tíma fyrir kynbundnu ofbeldi. Um allan heim eru þolendur að rjúfa þögnina og krefjast þess af stjórnvöldum, réttarkerfi og almenningi að ofbeldið verði ekki liðið lengur. Víða hriktir í fúnum stoðum gamalla valdakerfa sem hafa falið ofbeldið og samþykkt það með þögninni. En þótt vandinn sé hrikalegur, sést árangur víða.Kynbundið ofbeldi Á síðustu árum hafa stjórnvöld á Íslandi stigið fjöldamörg skref í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Nauðgunarákvæði hegningarlaga hafa verið hert, fyrningarákvæði vegna tiltekinna kynferðisbrota gegn börnum felld niður, kaup á vændi gerð refsiverð, nektarstöðum úthýst og úrræði lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar hefur verið eflt. Nú stendur yfir þriggja ára átak um vitundarvakningu gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, en ýmsum verkefnum hefur verið hrint af stað undir merki hennar. Fyrsta aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali sem samþykkt var í mars 2009 hefur runnið sitt skeið og drög að endurskoðaðri áætlun hafa verið kynnt. Svona mætti áfram telja.Kynbundið launamisrétti Nú er nóg komið gæti allt eins verið þema dagsins vegna baráttunnar gegn kynbundnu launamisrétti. Um leið og ætla má að þolinmæði okkar flestra sé þrotin gagnvart því spyr ég mig hvers vegna ekki gangi hraðar að útrýma því. Í október síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun gegn launamun kynjanna með á þriðja tug aðgerða. Margar þeirra eru komnar vel á veg. Stofnaður hefur verið aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Þeim hópi er m.a. ætlað að kynna jafnlaunastaðalinn sem fullgerður var í árslok á síðasta ári og ná sátt um hvernig haga beri könnunum á kynbundnum launamun þannig að þær vísi betur veginn til raunverulegra umbóta. Samkvæmt áætluninni mun fræðsla um launajafnrétti kynjanna verða stórefld. Stjórnvöld eru að taka til í eigin ranni, m.a. með svokölluðum jafnlaunaúttektum og átaki til að skilgreina betur hvað teljast málefnalegar forsendur fyrir launasetningu í ríkisgeiranum. Ríkisstjórnin hefur sýnt í verki að bregðast þarf við rótgrónu vanmati á hefðbundnum kvennastörfum, en ná þarf sátt um hvernig standa ber að endurmati á þeim. Kynbundið ofbeldi og launamisrétti er rótgróinn og þrálátur vandi. En þótt baráttan hafi á stundum virst löng og ströng skulum við ekki gleyma því að mikill árangur hefur náðst. Við munum halda henni ótrauð áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er nóg komið er yfirskrift Kvennastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UN Women, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, í ár. Nú er nóg komið af ofbeldi gegn konum og stúlkubörnum, en ofbeldinu má líkja við heimsfaraldur. Talið er að á heimsvísu verði allt að sjö af hverjum tíu konum einhvern tíma fyrir kynbundnu ofbeldi. Um allan heim eru þolendur að rjúfa þögnina og krefjast þess af stjórnvöldum, réttarkerfi og almenningi að ofbeldið verði ekki liðið lengur. Víða hriktir í fúnum stoðum gamalla valdakerfa sem hafa falið ofbeldið og samþykkt það með þögninni. En þótt vandinn sé hrikalegur, sést árangur víða.Kynbundið ofbeldi Á síðustu árum hafa stjórnvöld á Íslandi stigið fjöldamörg skref í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Nauðgunarákvæði hegningarlaga hafa verið hert, fyrningarákvæði vegna tiltekinna kynferðisbrota gegn börnum felld niður, kaup á vændi gerð refsiverð, nektarstöðum úthýst og úrræði lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar hefur verið eflt. Nú stendur yfir þriggja ára átak um vitundarvakningu gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, en ýmsum verkefnum hefur verið hrint af stað undir merki hennar. Fyrsta aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali sem samþykkt var í mars 2009 hefur runnið sitt skeið og drög að endurskoðaðri áætlun hafa verið kynnt. Svona mætti áfram telja.Kynbundið launamisrétti Nú er nóg komið gæti allt eins verið þema dagsins vegna baráttunnar gegn kynbundnu launamisrétti. Um leið og ætla má að þolinmæði okkar flestra sé þrotin gagnvart því spyr ég mig hvers vegna ekki gangi hraðar að útrýma því. Í október síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun gegn launamun kynjanna með á þriðja tug aðgerða. Margar þeirra eru komnar vel á veg. Stofnaður hefur verið aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Þeim hópi er m.a. ætlað að kynna jafnlaunastaðalinn sem fullgerður var í árslok á síðasta ári og ná sátt um hvernig haga beri könnunum á kynbundnum launamun þannig að þær vísi betur veginn til raunverulegra umbóta. Samkvæmt áætluninni mun fræðsla um launajafnrétti kynjanna verða stórefld. Stjórnvöld eru að taka til í eigin ranni, m.a. með svokölluðum jafnlaunaúttektum og átaki til að skilgreina betur hvað teljast málefnalegar forsendur fyrir launasetningu í ríkisgeiranum. Ríkisstjórnin hefur sýnt í verki að bregðast þarf við rótgrónu vanmati á hefðbundnum kvennastörfum, en ná þarf sátt um hvernig standa ber að endurmati á þeim. Kynbundið ofbeldi og launamisrétti er rótgróinn og þrálátur vandi. En þótt baráttan hafi á stundum virst löng og ströng skulum við ekki gleyma því að mikill árangur hefur náðst. Við munum halda henni ótrauð áfram.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun