Nú er nóg komið ! Jóhanna Sigurðardóttir og forsætisráðherra skrifa 8. mars 2013 06:00 Nú er nóg komið er yfirskrift Kvennastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UN Women, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, í ár. Nú er nóg komið af ofbeldi gegn konum og stúlkubörnum, en ofbeldinu má líkja við heimsfaraldur. Talið er að á heimsvísu verði allt að sjö af hverjum tíu konum einhvern tíma fyrir kynbundnu ofbeldi. Um allan heim eru þolendur að rjúfa þögnina og krefjast þess af stjórnvöldum, réttarkerfi og almenningi að ofbeldið verði ekki liðið lengur. Víða hriktir í fúnum stoðum gamalla valdakerfa sem hafa falið ofbeldið og samþykkt það með þögninni. En þótt vandinn sé hrikalegur, sést árangur víða.Kynbundið ofbeldi Á síðustu árum hafa stjórnvöld á Íslandi stigið fjöldamörg skref í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Nauðgunarákvæði hegningarlaga hafa verið hert, fyrningarákvæði vegna tiltekinna kynferðisbrota gegn börnum felld niður, kaup á vændi gerð refsiverð, nektarstöðum úthýst og úrræði lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar hefur verið eflt. Nú stendur yfir þriggja ára átak um vitundarvakningu gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, en ýmsum verkefnum hefur verið hrint af stað undir merki hennar. Fyrsta aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali sem samþykkt var í mars 2009 hefur runnið sitt skeið og drög að endurskoðaðri áætlun hafa verið kynnt. Svona mætti áfram telja.Kynbundið launamisrétti Nú er nóg komið gæti allt eins verið þema dagsins vegna baráttunnar gegn kynbundnu launamisrétti. Um leið og ætla má að þolinmæði okkar flestra sé þrotin gagnvart því spyr ég mig hvers vegna ekki gangi hraðar að útrýma því. Í október síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun gegn launamun kynjanna með á þriðja tug aðgerða. Margar þeirra eru komnar vel á veg. Stofnaður hefur verið aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Þeim hópi er m.a. ætlað að kynna jafnlaunastaðalinn sem fullgerður var í árslok á síðasta ári og ná sátt um hvernig haga beri könnunum á kynbundnum launamun þannig að þær vísi betur veginn til raunverulegra umbóta. Samkvæmt áætluninni mun fræðsla um launajafnrétti kynjanna verða stórefld. Stjórnvöld eru að taka til í eigin ranni, m.a. með svokölluðum jafnlaunaúttektum og átaki til að skilgreina betur hvað teljast málefnalegar forsendur fyrir launasetningu í ríkisgeiranum. Ríkisstjórnin hefur sýnt í verki að bregðast þarf við rótgrónu vanmati á hefðbundnum kvennastörfum, en ná þarf sátt um hvernig standa ber að endurmati á þeim. Kynbundið ofbeldi og launamisrétti er rótgróinn og þrálátur vandi. En þótt baráttan hafi á stundum virst löng og ströng skulum við ekki gleyma því að mikill árangur hefur náðst. Við munum halda henni ótrauð áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú er nóg komið er yfirskrift Kvennastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UN Women, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, í ár. Nú er nóg komið af ofbeldi gegn konum og stúlkubörnum, en ofbeldinu má líkja við heimsfaraldur. Talið er að á heimsvísu verði allt að sjö af hverjum tíu konum einhvern tíma fyrir kynbundnu ofbeldi. Um allan heim eru þolendur að rjúfa þögnina og krefjast þess af stjórnvöldum, réttarkerfi og almenningi að ofbeldið verði ekki liðið lengur. Víða hriktir í fúnum stoðum gamalla valdakerfa sem hafa falið ofbeldið og samþykkt það með þögninni. En þótt vandinn sé hrikalegur, sést árangur víða.Kynbundið ofbeldi Á síðustu árum hafa stjórnvöld á Íslandi stigið fjöldamörg skref í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Nauðgunarákvæði hegningarlaga hafa verið hert, fyrningarákvæði vegna tiltekinna kynferðisbrota gegn börnum felld niður, kaup á vændi gerð refsiverð, nektarstöðum úthýst og úrræði lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar hefur verið eflt. Nú stendur yfir þriggja ára átak um vitundarvakningu gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, en ýmsum verkefnum hefur verið hrint af stað undir merki hennar. Fyrsta aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali sem samþykkt var í mars 2009 hefur runnið sitt skeið og drög að endurskoðaðri áætlun hafa verið kynnt. Svona mætti áfram telja.Kynbundið launamisrétti Nú er nóg komið gæti allt eins verið þema dagsins vegna baráttunnar gegn kynbundnu launamisrétti. Um leið og ætla má að þolinmæði okkar flestra sé þrotin gagnvart því spyr ég mig hvers vegna ekki gangi hraðar að útrýma því. Í október síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun gegn launamun kynjanna með á þriðja tug aðgerða. Margar þeirra eru komnar vel á veg. Stofnaður hefur verið aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Þeim hópi er m.a. ætlað að kynna jafnlaunastaðalinn sem fullgerður var í árslok á síðasta ári og ná sátt um hvernig haga beri könnunum á kynbundnum launamun þannig að þær vísi betur veginn til raunverulegra umbóta. Samkvæmt áætluninni mun fræðsla um launajafnrétti kynjanna verða stórefld. Stjórnvöld eru að taka til í eigin ranni, m.a. með svokölluðum jafnlaunaúttektum og átaki til að skilgreina betur hvað teljast málefnalegar forsendur fyrir launasetningu í ríkisgeiranum. Ríkisstjórnin hefur sýnt í verki að bregðast þarf við rótgrónu vanmati á hefðbundnum kvennastörfum, en ná þarf sátt um hvernig standa ber að endurmati á þeim. Kynbundið ofbeldi og launamisrétti er rótgróinn og þrálátur vandi. En þótt baráttan hafi á stundum virst löng og ströng skulum við ekki gleyma því að mikill árangur hefur náðst. Við munum halda henni ótrauð áfram.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar