Framsókn fyrir heimilin Sigrún Magnúsdóttir skrifar 11. mars 2013 06:00 Þann 1. mars sl. sátum við undirritaðar áhugaverða ráðstefnu sem haldin var undir kjörorðinu „Heimili – meira en hús“. Var ráðstefnan haldin sameiginlega af félögum sem berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks og Sambandi íslenskra sveitafélaga. Mörg fróðleg erindi voru flutt er lýstu vel þeim fjölmörgu hindrunum sem fólk með fötlun þarf að yfirstíga eða kljást við. Meginþema þingsins var hvernig hægt væri að búa fötluðum sjálfstætt heimili og hvernig það væri fyrir fatlaðan einstakling að flytja úr foreldrahúsum. Dagný Kristjánsdóttir lýsti á áhrifaríkan hátt hvernig upplifun það hefði verið að flytja frá foreldrum sínum og hefja sjálfstætt líf í eigin íbúð. Bar erindi hennar yfirskriftina „Að byrja nýtt líf“. Hamingja hennar yfir sjálfstæðinu að búa á sínu eigin heimili var einlæg og mættu margir jafnaldrar hennar læra af henni. Hún hefur t.d. þá reglu að bjóða foreldrunum í mat einu sinni í viku. Stórkostlegt. Jafnframt lýsti hún vel þrá sinni að gefa af sér fyrir aðra. Með dugnaði og styrkri aðstoð foreldra og bræðra sem og Flensborgarskóla er hún komin í diplómanám í Háskóla Íslands. Hún vonast til að geta liðsinnt börnum á leikskólum í framtíðinni. Heimili er og verður grundvallareining í okkar samfélagi. Heimili geta verið af ýmsum toga. Heimili táknar ekki einungis skjól utan um svokallaða kjarnafjölskyldu. Stefnuskrá Landssamtakanna Þroskahjálpar byggir í grundvallaratriðum á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Íslendingar hafa undirritað og tekur hún mið af mannréttindum sem flestir njóta nú þegar. Eitt stefnumarkmið Þroskahjálpar ber heitið „Allir eiga rétt á heimili“ og þýðir að í nútímasamfélagi verði litið á eigið heimili sem sjálfsögð mannréttindi, enda tengist það sjálfsmynd, friðhelgi einkalífs og sjálfstæði órjúfanlegum böndum. Síðan segir: „Fólk með sérstakar þarfir vegna fötlunar á tilkall til þessara mannréttinda eins og allir aðrir.“ Öllum einstaklingum á að líða vel á heimilum sínum og eiga rétt á að eiga sitt heimili. Það á við um fatlaða sem ófatlaða einstaklinga. Framsókn ætlar sér að vera öflugur málsvari heimilanna í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Sjá meira
Þann 1. mars sl. sátum við undirritaðar áhugaverða ráðstefnu sem haldin var undir kjörorðinu „Heimili – meira en hús“. Var ráðstefnan haldin sameiginlega af félögum sem berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks og Sambandi íslenskra sveitafélaga. Mörg fróðleg erindi voru flutt er lýstu vel þeim fjölmörgu hindrunum sem fólk með fötlun þarf að yfirstíga eða kljást við. Meginþema þingsins var hvernig hægt væri að búa fötluðum sjálfstætt heimili og hvernig það væri fyrir fatlaðan einstakling að flytja úr foreldrahúsum. Dagný Kristjánsdóttir lýsti á áhrifaríkan hátt hvernig upplifun það hefði verið að flytja frá foreldrum sínum og hefja sjálfstætt líf í eigin íbúð. Bar erindi hennar yfirskriftina „Að byrja nýtt líf“. Hamingja hennar yfir sjálfstæðinu að búa á sínu eigin heimili var einlæg og mættu margir jafnaldrar hennar læra af henni. Hún hefur t.d. þá reglu að bjóða foreldrunum í mat einu sinni í viku. Stórkostlegt. Jafnframt lýsti hún vel þrá sinni að gefa af sér fyrir aðra. Með dugnaði og styrkri aðstoð foreldra og bræðra sem og Flensborgarskóla er hún komin í diplómanám í Háskóla Íslands. Hún vonast til að geta liðsinnt börnum á leikskólum í framtíðinni. Heimili er og verður grundvallareining í okkar samfélagi. Heimili geta verið af ýmsum toga. Heimili táknar ekki einungis skjól utan um svokallaða kjarnafjölskyldu. Stefnuskrá Landssamtakanna Þroskahjálpar byggir í grundvallaratriðum á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Íslendingar hafa undirritað og tekur hún mið af mannréttindum sem flestir njóta nú þegar. Eitt stefnumarkmið Þroskahjálpar ber heitið „Allir eiga rétt á heimili“ og þýðir að í nútímasamfélagi verði litið á eigið heimili sem sjálfsögð mannréttindi, enda tengist það sjálfsmynd, friðhelgi einkalífs og sjálfstæði órjúfanlegum böndum. Síðan segir: „Fólk með sérstakar þarfir vegna fötlunar á tilkall til þessara mannréttinda eins og allir aðrir.“ Öllum einstaklingum á að líða vel á heimilum sínum og eiga rétt á að eiga sitt heimili. Það á við um fatlaða sem ófatlaða einstaklinga. Framsókn ætlar sér að vera öflugur málsvari heimilanna í landinu.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun