Frelsinu fylgir ábyrgð Kristinn H. Gunnarsson skrifar 14. mars 2013 06:00 Umræðan í aðdraganda komandi alþingiskosninga snýst um þessar mundir að mestu um fortíðina. Það er varla minnst á það hvernig eigi að greiða niður gífurlegar skuldir hins opinbera, koma á efnahagslegum stöðugleika og ná fram vaxandi kaupmætti. Krafist er að ríkið lækki skuldir þeirra sem keyptu skömmu fyrir hrun. Rökin eru þau að skuldirnar hafi stökkbreyst og að ósanngjarnt sé að þær verði greiddar að fullu. Nóg framboð er af stjórnmálaflokkum sem lofa skuldurum gulli og grænum skógum og skeyta lítið um þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Þessi þróun í þjóðfélaginu er mjög varasöm og minnir á upplausnarástandið á 13. öldinni, í aðdraganda þess að þjóðin lét frá sér sjálfstæðið vegna innri sundrungar. Rökin fyrir kröfunni eru röng. Skuldirnar hafa ekki stökkbreyst. Minnkandi verðgildi krónunnar gerir það að verkum að fleiri krónur þarf til þess að endurspegla sömu verðmæti. Það er kaupmátturinn sem féll, þess vegna eiga margir í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum sínum. Lækkun skulda með lagasetningu þýðir einfaldlega að þær eru færðar til og aðrir einstaklingar borga. Þeir sem munu bera skuldatilfærsluna urðu fyrir sömu kjaraskerðingunni og skuldararnir. Hvers vegna eiga þeir að axla meiri byrðar en orðið er og hver eru rökin fyrir því að valdir skuldarar eigi að vera undanþegnir kjaraskerðingunni? Byrðarnar munu einkum lenda á gamla fólkinu, örorkulífeyrisþegum og heilbrigðiskerfinu. Þegar er meira en nóg í þeim efnum að gert og ekki á það bætandi. Einstaklingar og lánastofnanir búa við frelsi til þess að semja um fjárskuldbindingar. Því frelsi fylgir hins vegar ábyrgð. Það er verkefni þessara aðila að semja um viðbrögð þegar forsendur breytast verulega, eins og minnkandi kaupmáttur er dæmi um. Hvers vegna eru stjórnmálaflokkar að færa ábyrgðina frá viðskiptabönkunum yfir á ríkissjóð á því að takast á við afleiðingar lánveitinga sinna? Íslandsbanki skreytir sig með því að endurgreiða hluta af vöxtum viðskiptavina sinna. Bankinn hefur grætt 81 milljarð króna frá hruni. Það gengur ekki að breyta leikreglunum eftir á og afnema ábyrgðina. Það þarf að líta til framtíðar áður en það verður gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Umræðan í aðdraganda komandi alþingiskosninga snýst um þessar mundir að mestu um fortíðina. Það er varla minnst á það hvernig eigi að greiða niður gífurlegar skuldir hins opinbera, koma á efnahagslegum stöðugleika og ná fram vaxandi kaupmætti. Krafist er að ríkið lækki skuldir þeirra sem keyptu skömmu fyrir hrun. Rökin eru þau að skuldirnar hafi stökkbreyst og að ósanngjarnt sé að þær verði greiddar að fullu. Nóg framboð er af stjórnmálaflokkum sem lofa skuldurum gulli og grænum skógum og skeyta lítið um þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Þessi þróun í þjóðfélaginu er mjög varasöm og minnir á upplausnarástandið á 13. öldinni, í aðdraganda þess að þjóðin lét frá sér sjálfstæðið vegna innri sundrungar. Rökin fyrir kröfunni eru röng. Skuldirnar hafa ekki stökkbreyst. Minnkandi verðgildi krónunnar gerir það að verkum að fleiri krónur þarf til þess að endurspegla sömu verðmæti. Það er kaupmátturinn sem féll, þess vegna eiga margir í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum sínum. Lækkun skulda með lagasetningu þýðir einfaldlega að þær eru færðar til og aðrir einstaklingar borga. Þeir sem munu bera skuldatilfærsluna urðu fyrir sömu kjaraskerðingunni og skuldararnir. Hvers vegna eiga þeir að axla meiri byrðar en orðið er og hver eru rökin fyrir því að valdir skuldarar eigi að vera undanþegnir kjaraskerðingunni? Byrðarnar munu einkum lenda á gamla fólkinu, örorkulífeyrisþegum og heilbrigðiskerfinu. Þegar er meira en nóg í þeim efnum að gert og ekki á það bætandi. Einstaklingar og lánastofnanir búa við frelsi til þess að semja um fjárskuldbindingar. Því frelsi fylgir hins vegar ábyrgð. Það er verkefni þessara aðila að semja um viðbrögð þegar forsendur breytast verulega, eins og minnkandi kaupmáttur er dæmi um. Hvers vegna eru stjórnmálaflokkar að færa ábyrgðina frá viðskiptabönkunum yfir á ríkissjóð á því að takast á við afleiðingar lánveitinga sinna? Íslandsbanki skreytir sig með því að endurgreiða hluta af vöxtum viðskiptavina sinna. Bankinn hefur grætt 81 milljarð króna frá hruni. Það gengur ekki að breyta leikreglunum eftir á og afnema ábyrgðina. Það þarf að líta til framtíðar áður en það verður gert.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar