Píratar eru öðruvísi... í alvöru! Hákon Einar Júlíusson skrifar 16. apríl 2013 07:00 Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum sem fylgist með kosningahlaupinu af einhverju viti að fjölmiðlum hefur tekist að grafa upp greinar og ummæli Pírata langt aftur í tímann. Við þökkum þeim kærlega fyrir heiðarlega rannsóknarblaðamennsku og við hvetjum þá auðvitað til dáða í þeim efnum, flott hjá þeim bara. Píratar hvetja nefnilega til upplýstrar umræðu og að kjósendur framkvæmi nákvæma bakgrunnsathugun á þeim sem þeir ætla að treysta til þess að sýsla með skattpeningana sína og lagagerð næstu fjögur árin. Okkur til mikils fagnaðar býður internetið einmitt upp á þetta, eins lengi og við pössum upp á það. Í kjölfarið hefur mikil jafnréttisumræða farið af stað vegna meintra „andfeminískra“ ummæla frambjóðenda Pírata fyrir mörgum árum og fólk brýtur eflaust heilann um hver jafnréttisstefna Pírata er í raun og veru. Ekkert hefur verið minnst á kynjakvóta eða handstýringu á sætaúthlutun frambjóðenda eftir kyni, enda fór ekkert slíkt fram þegar kosið var á framboðslistana. Áhuginn á framboðinu var einfaldlega það mikill frá báðum kynjum að við töldum ekki vera þörf á því. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkanna skiptast nokkuð jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%, fyrstu sæti kjördæmanna hafa síðan jafnt vægi, þrjár konur og þrír karlmenn. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Píratar eru öðruvísi... í alvöru! Við gerum ekki ráð fyrir því að fólk sé óupplýst og að konur hafi ekki áhuga á því að bjóða sig fram eða taka þátt í stjórnmálum og samfélaginu. Samfélagið á aldrei að gera ráð fyrir því að fólk hafi ekki áhuga á því að bæta samfélag sitt, sérstaklega ekki kvenfólk þar sem stór hluti velferðarstarfa er til dæmis í þeirra umsjá. Mikil jafnréttisbylting hefur átt sér stað á síðustu áratugum þrátt fyrir að margt megi ennþá bæta, sérstaklega launakjör, það efast Píratar ekkert um. Á meðal Pírata er gríðarlega flott og réttsýnt fólk, það er ofar í okkar huga en að einblína á af hvaða kyni það er. Málefni, réttlæti og framfarir eru okkar helstu baráttumál. Upplýsingaskylda stjórnvalda, frjálst internet, frjálsir einstaklingar, beint lýðræði og mannréttindi eru í forgrunni. Við viljum ekki að annað kynið hafi meira vægi en hitt, ekki í neinum málum, það er ein grunnstoð okkar borgararéttinda, þannig að já... auðvitað eru Píratar jafnréttissinnar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum sem fylgist með kosningahlaupinu af einhverju viti að fjölmiðlum hefur tekist að grafa upp greinar og ummæli Pírata langt aftur í tímann. Við þökkum þeim kærlega fyrir heiðarlega rannsóknarblaðamennsku og við hvetjum þá auðvitað til dáða í þeim efnum, flott hjá þeim bara. Píratar hvetja nefnilega til upplýstrar umræðu og að kjósendur framkvæmi nákvæma bakgrunnsathugun á þeim sem þeir ætla að treysta til þess að sýsla með skattpeningana sína og lagagerð næstu fjögur árin. Okkur til mikils fagnaðar býður internetið einmitt upp á þetta, eins lengi og við pössum upp á það. Í kjölfarið hefur mikil jafnréttisumræða farið af stað vegna meintra „andfeminískra“ ummæla frambjóðenda Pírata fyrir mörgum árum og fólk brýtur eflaust heilann um hver jafnréttisstefna Pírata er í raun og veru. Ekkert hefur verið minnst á kynjakvóta eða handstýringu á sætaúthlutun frambjóðenda eftir kyni, enda fór ekkert slíkt fram þegar kosið var á framboðslistana. Áhuginn á framboðinu var einfaldlega það mikill frá báðum kynjum að við töldum ekki vera þörf á því. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkanna skiptast nokkuð jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%, fyrstu sæti kjördæmanna hafa síðan jafnt vægi, þrjár konur og þrír karlmenn. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Píratar eru öðruvísi... í alvöru! Við gerum ekki ráð fyrir því að fólk sé óupplýst og að konur hafi ekki áhuga á því að bjóða sig fram eða taka þátt í stjórnmálum og samfélaginu. Samfélagið á aldrei að gera ráð fyrir því að fólk hafi ekki áhuga á því að bæta samfélag sitt, sérstaklega ekki kvenfólk þar sem stór hluti velferðarstarfa er til dæmis í þeirra umsjá. Mikil jafnréttisbylting hefur átt sér stað á síðustu áratugum þrátt fyrir að margt megi ennþá bæta, sérstaklega launakjör, það efast Píratar ekkert um. Á meðal Pírata er gríðarlega flott og réttsýnt fólk, það er ofar í okkar huga en að einblína á af hvaða kyni það er. Málefni, réttlæti og framfarir eru okkar helstu baráttumál. Upplýsingaskylda stjórnvalda, frjálst internet, frjálsir einstaklingar, beint lýðræði og mannréttindi eru í forgrunni. Við viljum ekki að annað kynið hafi meira vægi en hitt, ekki í neinum málum, það er ein grunnstoð okkar borgararéttinda, þannig að já... auðvitað eru Píratar jafnréttissinnar!
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun