Styðjum Samfylkinguna Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 26. apríl 2013 15:00 Við sem á sínum tíma lögðum saman kraftana í Alþýðuflokk, í Alþýðubandalagi og Kvennalista vorum svo bjartsýn á að við værum að breyta stjórnmálunum til góðs. Að saman yrðum við sterk. Okkar flokkur væri bara bundinn einum hagsmunahópi, það er fjölskyldunum í landinu. Það var framtíðarsýn okkar að Samfylkingin myndi alltaf setja heimilin í forgang. Hugmyndafræði jafnaðarmanna er engu síður hugsjón en pólitík. Stóra baráttumál Samfylkingarinnar er alltaf að tryggja öllum vinnu og fjölskyldum af öllu tagi félagslega réttlátt umhverfi og skapa þannig öflugt öryggisnet um uppvaxtarskilyrði allra barna. Þess vegna hefur það verið stór þáttur í framtíðarsýn jafnaðarmanna að gera allt sem hægt er til að tryggja stöðugleika og komast út úr því efnahagsumhverfi sem hefur skapað svo mikla erfiðleika fyrir heimilin gegnum tíðina. Miðað við þessi grundvallarstefnumið var það rétt frá okkar sjónarhóli að leiða ríkisstjórn eftir hrunið þó allir vissu að það yrði óhemju erfitt og örugglega hrikalega vanþakklátt. Samfylkingin setti sér það markmið að vinna að endurreisninni með hagsmuni heimilanna í algjörum forgangi og að dreifa byrðum þannig að þeir sem minnst hefðu væru varðir. Það má vera að Samfylkingin hafi ekki gert allt eins og okkar fólki líkaði og að betur hafi mátt gera en það er alveg ljóst að Samfylkingin hefur gert eins vel og henni fannst unnt á þessum erfiða tíma. Nú eru þáttaskil. Kosningar framundan og kjörtímabil gert upp. Aldrei hafa fleiri framboð komið fram og eitt eiga þau öll sameiginlegt. Þau segja öll: “nú get ég“. Nú er hægt að bjóða gull og græna skóga. Og gera allt sem allir þrá eftir aðeins fjögur ár frá því við lentum í hyldýpinu. Í sjálfu sér er það mikil viðurkenning fyrir stjórnarflokkana og ekki síst fyrir Samfylkinguna burðarflokkinn í ríkisstjórninni. En kjósendur okkar eru ekki allir með okkur. En það er núna sem jafnaðarmenn þurfa að standa saman. Samfylkingin þarf stuðning núna. Þess vegna hvet ég ykkur öll sem eruð með stóra jafnaðarmannahjartað. Stöndum nú saman. Við sem höfum sömu lífsýn. Ekki afhenda uppskeruna af erfiðleikum liðins kjörtímabils til flokka sem við vitum að hafa aldrei haft þennan jöfnuð að leiðarljósi. Látum hjartað ráða og kjósum Samfylkinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem á sínum tíma lögðum saman kraftana í Alþýðuflokk, í Alþýðubandalagi og Kvennalista vorum svo bjartsýn á að við værum að breyta stjórnmálunum til góðs. Að saman yrðum við sterk. Okkar flokkur væri bara bundinn einum hagsmunahópi, það er fjölskyldunum í landinu. Það var framtíðarsýn okkar að Samfylkingin myndi alltaf setja heimilin í forgang. Hugmyndafræði jafnaðarmanna er engu síður hugsjón en pólitík. Stóra baráttumál Samfylkingarinnar er alltaf að tryggja öllum vinnu og fjölskyldum af öllu tagi félagslega réttlátt umhverfi og skapa þannig öflugt öryggisnet um uppvaxtarskilyrði allra barna. Þess vegna hefur það verið stór þáttur í framtíðarsýn jafnaðarmanna að gera allt sem hægt er til að tryggja stöðugleika og komast út úr því efnahagsumhverfi sem hefur skapað svo mikla erfiðleika fyrir heimilin gegnum tíðina. Miðað við þessi grundvallarstefnumið var það rétt frá okkar sjónarhóli að leiða ríkisstjórn eftir hrunið þó allir vissu að það yrði óhemju erfitt og örugglega hrikalega vanþakklátt. Samfylkingin setti sér það markmið að vinna að endurreisninni með hagsmuni heimilanna í algjörum forgangi og að dreifa byrðum þannig að þeir sem minnst hefðu væru varðir. Það má vera að Samfylkingin hafi ekki gert allt eins og okkar fólki líkaði og að betur hafi mátt gera en það er alveg ljóst að Samfylkingin hefur gert eins vel og henni fannst unnt á þessum erfiða tíma. Nú eru þáttaskil. Kosningar framundan og kjörtímabil gert upp. Aldrei hafa fleiri framboð komið fram og eitt eiga þau öll sameiginlegt. Þau segja öll: “nú get ég“. Nú er hægt að bjóða gull og græna skóga. Og gera allt sem allir þrá eftir aðeins fjögur ár frá því við lentum í hyldýpinu. Í sjálfu sér er það mikil viðurkenning fyrir stjórnarflokkana og ekki síst fyrir Samfylkinguna burðarflokkinn í ríkisstjórninni. En kjósendur okkar eru ekki allir með okkur. En það er núna sem jafnaðarmenn þurfa að standa saman. Samfylkingin þarf stuðning núna. Þess vegna hvet ég ykkur öll sem eruð með stóra jafnaðarmannahjartað. Stöndum nú saman. Við sem höfum sömu lífsýn. Ekki afhenda uppskeruna af erfiðleikum liðins kjörtímabils til flokka sem við vitum að hafa aldrei haft þennan jöfnuð að leiðarljósi. Látum hjartað ráða og kjósum Samfylkinguna.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun